Björguðu lífi samstarfskonu sinnar: „Ég væri ekki hér ef ekki væri fyrir þær“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 13:16 Ragnhildur Gunnarsdóttir, Sesselja Kristinsdóttir, Hulda Björg Jónasdóttir og Katazyna Jakubowska ásamt Árna Gunnarssyni, formanni Rauða krossins í Reykjavík. Vísir/Sigurjón Kona sem fór í hjartastopp á líf sitt að launa þremur samstarfskonum sínum sem björguðu lífi hennar. Tvísýnt var í nokkra daga hvort hún myndi lifa af en Rauði krossinn heiðraði samstarfskonur hennar í dag fyrir skyndihjálparafrek. Sesselja Kristinsdóttir er 28 ára starfsmaður leikskólans Vinagarðs. Hún hefur alltaf verið hraust svo það var án nokkurs fyrirvara sem hún fór skyndilega í hjartastopp í apríl í fyrra. „Ég bara fer í hjartastopp hérna á kaffistofunni,“ segir Sesselja í samtali við fréttastofu. Samstarfskonur hennar þær Katarzyna Jakubowska, Ragnhildur Gunnarsdóttir og Hulda Björg Jónasdóttir, brugðust hárrétt við en án þess að hika byrjuðu þær hjartahnoð á meðan ein þeirra hringdi eftir aðstoð. Eftir nokkra tvísýna daga á gjörgæslu kom Sesselja til baka og þykir ljóst að snarræði samstarfskvenna hennar var það sem réði úrslitum. Hún náði það fljótt aftur heilsu að hún gat tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. „Ég væri ekki hér ef ekki væri fyrir þær,“ segir Sesselja. 112 dagurinn er í dag, 11. febrúar, og að því tilefni veitti Rauði krossinn í Reykjavík samstarfskonum Sesselju, viðurkenningu fyrir afrekið. Þær hvetja alla til að sækja skyndihjálparnámskeið. „Það er nauðsynlegt að fara á svona námskeið, ég myndi segja það og það skipti sköpum hvernig við brugðumst við, að hafa lært þetta,“ segir Hulda Gunnarsdóttir, starfsmaður leikskólans Vinagarðs. Slökkvilið Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Kona sem fór í hjartastopp á líf sitt að launa þremur samstarfskonum sínum sem björguðu lífi hennar. Tvísýnt var í nokkra daga hvort hún myndi lifa af en Rauði krossinn heiðraði samstarfskonur hennar í dag fyrir skyndihjálparafrek. Sesselja Kristinsdóttir er 28 ára starfsmaður leikskólans Vinagarðs. Hún hefur alltaf verið hraust svo það var án nokkurs fyrirvara sem hún fór skyndilega í hjartastopp í apríl í fyrra. „Ég bara fer í hjartastopp hérna á kaffistofunni,“ segir Sesselja í samtali við fréttastofu. Samstarfskonur hennar þær Katarzyna Jakubowska, Ragnhildur Gunnarsdóttir og Hulda Björg Jónasdóttir, brugðust hárrétt við en án þess að hika byrjuðu þær hjartahnoð á meðan ein þeirra hringdi eftir aðstoð. Eftir nokkra tvísýna daga á gjörgæslu kom Sesselja til baka og þykir ljóst að snarræði samstarfskvenna hennar var það sem réði úrslitum. Hún náði það fljótt aftur heilsu að hún gat tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. „Ég væri ekki hér ef ekki væri fyrir þær,“ segir Sesselja. 112 dagurinn er í dag, 11. febrúar, og að því tilefni veitti Rauði krossinn í Reykjavík samstarfskonum Sesselju, viðurkenningu fyrir afrekið. Þær hvetja alla til að sækja skyndihjálparnámskeið. „Það er nauðsynlegt að fara á svona námskeið, ég myndi segja það og það skipti sköpum hvernig við brugðumst við, að hafa lært þetta,“ segir Hulda Gunnarsdóttir, starfsmaður leikskólans Vinagarðs.
Slökkvilið Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira