Lokun stofnana vofir enn á ný yfir í Bandaríkjunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2019 07:30 Donald Trump í Hvíta húsinu á fundi um öryggi á landamærum Bandaríkjanna. Getty/Alex Wong Hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum Demókrata og Repúblikana á Bandaríkjaþingi um áframhaldandi fjármögnun alríkisstofnana. Samningar þurfa að nást í dag svo koma megi í veg fyrir umfangsmiklar lokanir á stofnunum.Samkomulag sem náðist á milli flokkanna tveggja í síðasta mánuði sem batt tímabundinn enda á lengstu lokanir alríkisstofnana í sögu Bandaríkjanna rennur út á föstudaginn. Undanfarnar vikur hafa fulltrúar beggja flokka fundað stíft í von um að ná samkomulagi sem fjármagni muni alríkisstofnanirnar til frambúðar. Til þess að náist í tæka tíð áður en gamla samkomulagið rennur út þarf að semja í dag, svo hið nýja samkomulag geti farið í gegnum þingið fyrir föstudag. Deilur Demókrata og Repúblikana snúast að mestu um kröfu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um fjármagn til þes að byggja umdeildan múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Trump vill 5,7 milljarða dollara í verkið en í samningaviðræðunum hefur komið fram að þingmenn geti mögulega sæst á 1,3 til 2 milljarða fjárveitingu til verksins. „Það er 50-50 að við getum náð að semja,“ sagði Richard Selby, öldungardeildarþingmaður Repúblikana sem fyrir samninganefnd eigins flokks. „Lokunin vofir yfir.“ Hundruð þúsundir alríkisstarfsmanna máttu sitja heima, án launa, í um þrjár vikur á meðan fyrri lokun stóð. Talið er að lokunin hafi kostað bandaríska efnahaginn um ellefu milljarða dollara. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um að opna alríkisstofnanir aftur tímabundið. 25. janúar 2019 18:54 Trump sagður færast nær því að lýsa yfir neyðarástandi vegna múrsins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður vera farinn að undirbúa jarðveginn fyrir það að lýsa yfir neyðarástandi svo hann geti tryggt sér fjármagn til þess að byggja hinn umdeilda múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 31. janúar 2019 23:15 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum Demókrata og Repúblikana á Bandaríkjaþingi um áframhaldandi fjármögnun alríkisstofnana. Samningar þurfa að nást í dag svo koma megi í veg fyrir umfangsmiklar lokanir á stofnunum.Samkomulag sem náðist á milli flokkanna tveggja í síðasta mánuði sem batt tímabundinn enda á lengstu lokanir alríkisstofnana í sögu Bandaríkjanna rennur út á föstudaginn. Undanfarnar vikur hafa fulltrúar beggja flokka fundað stíft í von um að ná samkomulagi sem fjármagni muni alríkisstofnanirnar til frambúðar. Til þess að náist í tæka tíð áður en gamla samkomulagið rennur út þarf að semja í dag, svo hið nýja samkomulag geti farið í gegnum þingið fyrir föstudag. Deilur Demókrata og Repúblikana snúast að mestu um kröfu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um fjármagn til þes að byggja umdeildan múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Trump vill 5,7 milljarða dollara í verkið en í samningaviðræðunum hefur komið fram að þingmenn geti mögulega sæst á 1,3 til 2 milljarða fjárveitingu til verksins. „Það er 50-50 að við getum náð að semja,“ sagði Richard Selby, öldungardeildarþingmaður Repúblikana sem fyrir samninganefnd eigins flokks. „Lokunin vofir yfir.“ Hundruð þúsundir alríkisstarfsmanna máttu sitja heima, án launa, í um þrjár vikur á meðan fyrri lokun stóð. Talið er að lokunin hafi kostað bandaríska efnahaginn um ellefu milljarða dollara.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um að opna alríkisstofnanir aftur tímabundið. 25. janúar 2019 18:54 Trump sagður færast nær því að lýsa yfir neyðarástandi vegna múrsins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður vera farinn að undirbúa jarðveginn fyrir það að lýsa yfir neyðarástandi svo hann geti tryggt sér fjármagn til þess að byggja hinn umdeilda múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 31. janúar 2019 23:15 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um að opna alríkisstofnanir aftur tímabundið. 25. janúar 2019 18:54
Trump sagður færast nær því að lýsa yfir neyðarástandi vegna múrsins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður vera farinn að undirbúa jarðveginn fyrir það að lýsa yfir neyðarástandi svo hann geti tryggt sér fjármagn til þess að byggja hinn umdeilda múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 31. janúar 2019 23:15
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent