Jöfnuður, traust og sátt Oddný G Harðardóttir skrifar 26. febrúar 2019 10:15 Innan norrænna samfélaga mælist ekki bara minni ójöfnuður en annars staðar heldur líka meira traust, meiri sátt, meiri samheldni, betri heilsa og færri glæpir. Allt fylgir þetta jöfnuðinum. Stjórnvöld ættu því að setja aukinn jöfnuð í algjöran forgang. Þróunin hefur hins vegar verið þveröfug hér á landi seinni árin og andrúmsloftið eftir því. Á árunum fyrir hrun jókst ójöfnuður þegar fjármagnstekjur jukust mikið hjá efstu tekjuhópunum og ekki síður vegna stefnu hægri sinnaðra ríkisstjórna í skatta- og bótamálum. Jöfnuður jókst aftur eftir hrun, vegna þess að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem starfaði frá 2009 til 2013, beitti skatta- og bótakerfinu markvisst til jöfnunar. Aftur hefur sigið á ógæfuhliðina eftir þann tíma og þróunin er nú hröð í átt til ójafnaðar. Til að bregðast við þurfum við nú að hækka fjármagnstekjuskattinn og leggja skatt á stóreignir og auðlegð. Auðlindagjöld verða að hækka og renna til þjóðarinnar eins og sanngjarnt er. Bætur og opinber stuðningur ættu að hækka í takti við laun og gjaldheimtu af veiku fólki þarf að linna. Vilji stjórnvöld auka jöfnuð, samfélagslegt traust og stuðla að raunverulegri þjóðarsátt, þarf að beita bæði skatta- og bótakerfinu og hætta gjaldtöku innan velferðarkerfisins. Tekjutengingar bóta eru mun meiri hér á landi en í hinum norrænu ríkjunum. Barnabætur byrja t.d. að skerðast, samkvæmt ákvörðun núverandi ríkisstjórnar, við lágmarkslaun og launafólk með meðaltekjur fær alls engar barnabætur sem í augum stjórnvalda eru fátækrastyrkur. Samfylkingin hefur margoft bent á að stjórnvöld hafi á undanförnum árum veikt helstu jöfnunartæki hins opinbera. Þetta hefur verið pólitísk stefna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í ríkisstjórn og er nú gert með stuðningi Vinstri grænna. Samfylkingin tekur heils hugar undir hugmyndir ASÍ um breytingar á gjaldtöku, sköttum og bótum. Með þeim munu kjör almennings batna en auk þess fengist meiri sátt í íslensku samfélagi. Það er til mikils að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Innan norrænna samfélaga mælist ekki bara minni ójöfnuður en annars staðar heldur líka meira traust, meiri sátt, meiri samheldni, betri heilsa og færri glæpir. Allt fylgir þetta jöfnuðinum. Stjórnvöld ættu því að setja aukinn jöfnuð í algjöran forgang. Þróunin hefur hins vegar verið þveröfug hér á landi seinni árin og andrúmsloftið eftir því. Á árunum fyrir hrun jókst ójöfnuður þegar fjármagnstekjur jukust mikið hjá efstu tekjuhópunum og ekki síður vegna stefnu hægri sinnaðra ríkisstjórna í skatta- og bótamálum. Jöfnuður jókst aftur eftir hrun, vegna þess að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem starfaði frá 2009 til 2013, beitti skatta- og bótakerfinu markvisst til jöfnunar. Aftur hefur sigið á ógæfuhliðina eftir þann tíma og þróunin er nú hröð í átt til ójafnaðar. Til að bregðast við þurfum við nú að hækka fjármagnstekjuskattinn og leggja skatt á stóreignir og auðlegð. Auðlindagjöld verða að hækka og renna til þjóðarinnar eins og sanngjarnt er. Bætur og opinber stuðningur ættu að hækka í takti við laun og gjaldheimtu af veiku fólki þarf að linna. Vilji stjórnvöld auka jöfnuð, samfélagslegt traust og stuðla að raunverulegri þjóðarsátt, þarf að beita bæði skatta- og bótakerfinu og hætta gjaldtöku innan velferðarkerfisins. Tekjutengingar bóta eru mun meiri hér á landi en í hinum norrænu ríkjunum. Barnabætur byrja t.d. að skerðast, samkvæmt ákvörðun núverandi ríkisstjórnar, við lágmarkslaun og launafólk með meðaltekjur fær alls engar barnabætur sem í augum stjórnvalda eru fátækrastyrkur. Samfylkingin hefur margoft bent á að stjórnvöld hafi á undanförnum árum veikt helstu jöfnunartæki hins opinbera. Þetta hefur verið pólitísk stefna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í ríkisstjórn og er nú gert með stuðningi Vinstri grænna. Samfylkingin tekur heils hugar undir hugmyndir ASÍ um breytingar á gjaldtöku, sköttum og bótum. Með þeim munu kjör almennings batna en auk þess fengist meiri sátt í íslensku samfélagi. Það er til mikils að vinna.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar