Útrýma megi barnafátækt á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 20:00 Lífskjör barna á Íslandi eru góð í alþjóðlegum samanburði en Ísland er eftirbátur Norðurlanda þegar kemur að fjárveitingum til fæðingarorlofs, barnabóta eða daggæslu samkvæmt nýrri rannsókn. Félagsfræðingur segir vel hægt að útrýma barnafátækt á Íslandi. Skýrslan var kynnt í dag en hún fjallar um lífskjör og fátækt barna á Íslandi á árunum 2004 til 2016.„Staða íslenskra barna er almennt mjög góð þegar við berum okkur saman við önnur lönd en það eru hins vegar ákveðin vandamál sem virðast vera óleyst eins og það að fátækt virðist vera tiltölulega algeng meðal barna einstæðra foreldra og barna öryrkja,“ segir Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur og höfundur skýrslunnar. Aðspurður segir hann erfitt að segja til um það hversu hátt hlutfall barna á Íslandi búi við fátækt enda geti það farið eftir því hvernig fátækt er mæld. „Það er ofboðslega erfitt að meta það með einhverri nákvæmni, það fer eftir því hvaða mælingar við erum að nota. En mælingar svona benda til þess að það sé einhvers staðar kannski á bilinu 10-15%“ Miðast það við hlutfall barna á heimilum sem búa við fjárhagsþrengingar samkvæmt skilgreiningu Eurostat. Félagsfræðingurinn Kolbeinn Stefánsson vann skýrsluna.Vísir/BaldurÞótt ýmislegt mætti betur fara kemur Ísland heilt yfir vel út í erlendum samanburði. „Hins vegar er íslensk fjölskyldustefna frekar veik. Við verjum ekkert rosalega miklum fjármunum, hvorki í barnabætur eða fæðingarorlof og jafnvel daggæslan okkar, þar erum við eftirbátar Norðurlandanna,“ segir Kolbeinn. Hann vill meina að hægt sé að útrýma barnafátækt á Íslandi en skýrslunni eru settar fram fjórar tillögur um að draga megi úr barnafátækt með því að brúa umönnunarbilið milli fæðingarorlofs og daggæslu, auka tilfærslur til einstæðra foreldra, Bjóða ókeypis skólamáltíðir og auka niðurgreiðslu tómstundastarfs fyrir börn sem búa við fjárhagsþrengingar. „Börn eru dálítið í sérstöðu þegar kemur að fátæktarumræðunni. Fólk getur deilt um það hvort að fólk beri ábyrgð á eigin fátækt eða ekki, börn bera aldrei ábyrgð á eigin fátækt,“ segir Kolbeinn. Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Lífskjör barna á Íslandi eru góð í alþjóðlegum samanburði en Ísland er eftirbátur Norðurlanda þegar kemur að fjárveitingum til fæðingarorlofs, barnabóta eða daggæslu samkvæmt nýrri rannsókn. Félagsfræðingur segir vel hægt að útrýma barnafátækt á Íslandi. Skýrslan var kynnt í dag en hún fjallar um lífskjör og fátækt barna á Íslandi á árunum 2004 til 2016.„Staða íslenskra barna er almennt mjög góð þegar við berum okkur saman við önnur lönd en það eru hins vegar ákveðin vandamál sem virðast vera óleyst eins og það að fátækt virðist vera tiltölulega algeng meðal barna einstæðra foreldra og barna öryrkja,“ segir Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur og höfundur skýrslunnar. Aðspurður segir hann erfitt að segja til um það hversu hátt hlutfall barna á Íslandi búi við fátækt enda geti það farið eftir því hvernig fátækt er mæld. „Það er ofboðslega erfitt að meta það með einhverri nákvæmni, það fer eftir því hvaða mælingar við erum að nota. En mælingar svona benda til þess að það sé einhvers staðar kannski á bilinu 10-15%“ Miðast það við hlutfall barna á heimilum sem búa við fjárhagsþrengingar samkvæmt skilgreiningu Eurostat. Félagsfræðingurinn Kolbeinn Stefánsson vann skýrsluna.Vísir/BaldurÞótt ýmislegt mætti betur fara kemur Ísland heilt yfir vel út í erlendum samanburði. „Hins vegar er íslensk fjölskyldustefna frekar veik. Við verjum ekkert rosalega miklum fjármunum, hvorki í barnabætur eða fæðingarorlof og jafnvel daggæslan okkar, þar erum við eftirbátar Norðurlandanna,“ segir Kolbeinn. Hann vill meina að hægt sé að útrýma barnafátækt á Íslandi en skýrslunni eru settar fram fjórar tillögur um að draga megi úr barnafátækt með því að brúa umönnunarbilið milli fæðingarorlofs og daggæslu, auka tilfærslur til einstæðra foreldra, Bjóða ókeypis skólamáltíðir og auka niðurgreiðslu tómstundastarfs fyrir börn sem búa við fjárhagsþrengingar. „Börn eru dálítið í sérstöðu þegar kemur að fátæktarumræðunni. Fólk getur deilt um það hvort að fólk beri ábyrgð á eigin fátækt eða ekki, börn bera aldrei ábyrgð á eigin fátækt,“ segir Kolbeinn.
Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira