Mikilvægt að halda loðnuvöktun áfram Sighvatur Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 16:00 Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Eyþór Mikilvægt er að halda vöktun loðnu áfram næstu vikur þótt tíminn til loðnuleitar sé að renna út, segir Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Loðnubrestur muni hafa gífurleg áhrif á uppsjávarfyrirtæki og því þurfi að stunda markvissar rannsóknir til framtíðar. Líneik Anna vakti máls á loðnuleit á Alþingi í morgun. Þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnunin og sjávarútvegsfyrirtæki hafi leitað um allan sjó finnist hún ekki.Heimili tapa mikilvægum tekjum Líneik segir að loðnubrestur muni hafa gífurleg áhrif á uppsjávarfyritæknin og fyrirtæki um land allt sem þjónusta þau. Einstaklingar og heimili muni einnig tapa mikilvægum tekjum. Sveitarfélög séu þegar farin að huga að endurskoðun fjárhagsáætlana og meta fjárhagsleg áhrif loðnubrests fyrir bæjar- og hafnarsjóði. „Áhrifin á ríkissjóð eru einnig mikil en útflutningsverðmæti loðnu námu tæplega 18 milljörðum á árinu 2018, 0,6% af landsframleiðslu. Verðmæti síðustu ár hafa verið á bilinu 15–30 milljarðar, tæp 10% af útflutningsverðmæti sjávarafurða, oft næstmest á eftir þorskinum,“ sagði Líneik Anna í ræðustól Alþingis í morgun.Fyrsta ár án loðnuveiði frá 1963 Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokki segir að ef engin verði loðnuveiðin verði þetta fyrsta árið frá því að loðnuveiðar hófust 1963 sem engin loðna veiðist við landið. Hún segir það einnig áhyggjuefni að ekki liggi fyrir fiskveiðisamningur við Færeyinga um kolmunnaveiðar í færeyskri lögsögu, og beinir þeim orðum til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Mikilvægt er að halda vöktun loðnu áfram næstu vikur þótt tíminn til loðnuleitar sé að renna út, segir Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Loðnubrestur muni hafa gífurleg áhrif á uppsjávarfyrirtæki og því þurfi að stunda markvissar rannsóknir til framtíðar. Líneik Anna vakti máls á loðnuleit á Alþingi í morgun. Þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnunin og sjávarútvegsfyrirtæki hafi leitað um allan sjó finnist hún ekki.Heimili tapa mikilvægum tekjum Líneik segir að loðnubrestur muni hafa gífurleg áhrif á uppsjávarfyritæknin og fyrirtæki um land allt sem þjónusta þau. Einstaklingar og heimili muni einnig tapa mikilvægum tekjum. Sveitarfélög séu þegar farin að huga að endurskoðun fjárhagsáætlana og meta fjárhagsleg áhrif loðnubrests fyrir bæjar- og hafnarsjóði. „Áhrifin á ríkissjóð eru einnig mikil en útflutningsverðmæti loðnu námu tæplega 18 milljörðum á árinu 2018, 0,6% af landsframleiðslu. Verðmæti síðustu ár hafa verið á bilinu 15–30 milljarðar, tæp 10% af útflutningsverðmæti sjávarafurða, oft næstmest á eftir þorskinum,“ sagði Líneik Anna í ræðustól Alþingis í morgun.Fyrsta ár án loðnuveiði frá 1963 Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokki segir að ef engin verði loðnuveiðin verði þetta fyrsta árið frá því að loðnuveiðar hófust 1963 sem engin loðna veiðist við landið. Hún segir það einnig áhyggjuefni að ekki liggi fyrir fiskveiðisamningur við Færeyinga um kolmunnaveiðar í færeyskri lögsögu, og beinir þeim orðum til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira