Corbyn lýsir stuðningi við aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 28. febrúar 2019 11:09 Corbyn hefur fram að þessu staðið fast á því að Bretland verði að yfirgefa ESB í lok mars þrátt fyrir óróa innan eigin flokks. Vísir/EPA Verkamannaflokkurinn styður að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fari fram, að sögn Jeremys Corbyn, leiðtoga flokksins. Þessu lýsti hann yfir eftir að áætlun hans fyrir Brexit var felld í breska þinginu. Setti hann þann fyrirvara við að hann myndi einnig berjast fyrir öðrum kostum eins og nýjum þingkosningum. Þetta er í fyrsta skipti sem annar stóru flokkanna á Bretlandi hefur lýst opinberum stuðningi við aðra þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að meirihluti greiddi atkvæði með útgöngu sumarið 2016. Corbyn hefur fram að þessu látið kröfur Evrópusinnaðra þingmanna sinna um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu sem vind um eyru þjóta. Sinnaskipti Corbyn komu eftir að tillaga hans um útfærslu á útgöngunni var felld í breska þinginu. Hann hafði lagt til að Bretlandi yrði áfram hluti af tollabandalagi við Evrópusambandið. Lofaði hann því á mánudag að styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu yrði tillögu hans hafnað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stuðningurinn sem Corbyn lýsti við þjóðaratkvæðið var þó ekki afdráttarlaus. Hann hefur lengi verið efasemdamaður um Evrópusambandið og var sakaður um að verja áframhaldandi aðild af hálfum hug árið 2016. „Eftir atkvæðagreiðsluna í þinginu í kvöld munum við halda áfram að þrýsta á um náið efnahagslegt samband sem byggir á trúverðugri áætlun okkar eða um þingkosningar. Við munum einnig styðja almenna atkvæðagreiðslu til að koma í veg fyrir skaðleg útgöngu Íhaldsflokksins eða hörmulegan engan samning,“ lýsti Corbyn yfir í þinginu. Aðeins 29 dagar eru þar til Bretar ætla að ganga úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra, hefur sagt að hún muni láta þingið greiða atkvæði um útgöngusamning sinn fyrir 12. mars. Í gærkvöldi samþykktu þingmenn tillögu sem May hefur fallist á um hvað gerist ef útgöngusamningurinn verður felldur. Fyrst verða greidd atkvæði um hvort þingmenn styðji útgöngu án samnings. Verði sú tillaga felld ætlar May að láta greiða atkvæði um frestun útgöngunnar. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Fundir May í Brussel sagðir innihaldslausir Breski forsætisráðherrann hefur verið sakaður um að tefja tímann fram að útgöngu til að neyða þingmenn til að greiða atkvæði með útgöngusamningi hennar við ESB. 27. febrúar 2019 12:26 May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Verkamannaflokkurinn styður að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fari fram, að sögn Jeremys Corbyn, leiðtoga flokksins. Þessu lýsti hann yfir eftir að áætlun hans fyrir Brexit var felld í breska þinginu. Setti hann þann fyrirvara við að hann myndi einnig berjast fyrir öðrum kostum eins og nýjum þingkosningum. Þetta er í fyrsta skipti sem annar stóru flokkanna á Bretlandi hefur lýst opinberum stuðningi við aðra þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að meirihluti greiddi atkvæði með útgöngu sumarið 2016. Corbyn hefur fram að þessu látið kröfur Evrópusinnaðra þingmanna sinna um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu sem vind um eyru þjóta. Sinnaskipti Corbyn komu eftir að tillaga hans um útfærslu á útgöngunni var felld í breska þinginu. Hann hafði lagt til að Bretlandi yrði áfram hluti af tollabandalagi við Evrópusambandið. Lofaði hann því á mánudag að styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu yrði tillögu hans hafnað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stuðningurinn sem Corbyn lýsti við þjóðaratkvæðið var þó ekki afdráttarlaus. Hann hefur lengi verið efasemdamaður um Evrópusambandið og var sakaður um að verja áframhaldandi aðild af hálfum hug árið 2016. „Eftir atkvæðagreiðsluna í þinginu í kvöld munum við halda áfram að þrýsta á um náið efnahagslegt samband sem byggir á trúverðugri áætlun okkar eða um þingkosningar. Við munum einnig styðja almenna atkvæðagreiðslu til að koma í veg fyrir skaðleg útgöngu Íhaldsflokksins eða hörmulegan engan samning,“ lýsti Corbyn yfir í þinginu. Aðeins 29 dagar eru þar til Bretar ætla að ganga úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra, hefur sagt að hún muni láta þingið greiða atkvæði um útgöngusamning sinn fyrir 12. mars. Í gærkvöldi samþykktu þingmenn tillögu sem May hefur fallist á um hvað gerist ef útgöngusamningurinn verður felldur. Fyrst verða greidd atkvæði um hvort þingmenn styðji útgöngu án samnings. Verði sú tillaga felld ætlar May að láta greiða atkvæði um frestun útgöngunnar.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Fundir May í Brussel sagðir innihaldslausir Breski forsætisráðherrann hefur verið sakaður um að tefja tímann fram að útgöngu til að neyða þingmenn til að greiða atkvæði með útgöngusamningi hennar við ESB. 27. febrúar 2019 12:26 May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49
Fundir May í Brussel sagðir innihaldslausir Breski forsætisráðherrann hefur verið sakaður um að tefja tímann fram að útgöngu til að neyða þingmenn til að greiða atkvæði með útgöngusamningi hennar við ESB. 27. febrúar 2019 12:26
May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49