Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2019 10:20 Frá mótmælum gegn Indverjum í Quetta í Pakistan. Á borðanum stendur: Her Pakistan sækið fram, þjóðin stendur við bak ykkar. AP/Arshad Butt Yfirvöld Pakistan segjast tilbúin til að sleppa indverskum flugmanni sem skotinn var niður yfir Kasmírhéraði úr haldi. Flugmaðurinn heitir Abhinandan og var skotinn niður eftir loftárás sem Indverjar segja að hafi beinst gegn hryðjuverkasamtökum sem hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem 40 indverskir hermenn féllu í. Pakistanar segja Abhinandan í góðu ástandi og vel sé komið fram við hann. Þrátt fyrir það höfðu yfirvöld Pakistan birt myndband og myndi af Abhinandan þar sem hann var með bundið fyrir augun og það blæddi úr andliti hans.Flugmaðurinn indverski sem sagður er heita Abhinandan.AP/Her PakistanIndverjar hafa fordæmt myndefnið og segja það lágkúrulegt og ljóst sé að Abhinandan hafi verið slasaður og segja myndefnið vera brot á alþjóðalögum og Genfarsáttmálanum. Þeir hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja.Sjá einnig: Pakistanar kalla eftir viðræðumYfirvöld bæði Indlands og Pakistan segjast hafa skotið niður orrustuþotu hins ríkisins og segjast Pakistanar jafnvel hafa skotið tvær niður en enn sem komið er viðurkenna Indverjar einir að hafa tapað þotu. Indland og Pakistan hafa háð þrjár styrjaldir frá því Bretar yfirgáfu svæðið og skiptu ríkjunum upp eftir trúarbrögðum heimamanna árið 1947. Af þeim hafa tvær snúist um Kasmír, sem bæði ríkin gera tilkall til en stjórna sitthvorum hluta héraðsins. Undanfarna daga hafa forsvarsmenn beggja ríkja fyrirskipað loftárásir og hersveitir þeirra hafa skipst á skotum víða á landamærum ríkjanna. Indland Pakistan Tengdar fréttir Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00 Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Yfirvöld Pakistan segjast tilbúin til að sleppa indverskum flugmanni sem skotinn var niður yfir Kasmírhéraði úr haldi. Flugmaðurinn heitir Abhinandan og var skotinn niður eftir loftárás sem Indverjar segja að hafi beinst gegn hryðjuverkasamtökum sem hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem 40 indverskir hermenn féllu í. Pakistanar segja Abhinandan í góðu ástandi og vel sé komið fram við hann. Þrátt fyrir það höfðu yfirvöld Pakistan birt myndband og myndi af Abhinandan þar sem hann var með bundið fyrir augun og það blæddi úr andliti hans.Flugmaðurinn indverski sem sagður er heita Abhinandan.AP/Her PakistanIndverjar hafa fordæmt myndefnið og segja það lágkúrulegt og ljóst sé að Abhinandan hafi verið slasaður og segja myndefnið vera brot á alþjóðalögum og Genfarsáttmálanum. Þeir hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja.Sjá einnig: Pakistanar kalla eftir viðræðumYfirvöld bæði Indlands og Pakistan segjast hafa skotið niður orrustuþotu hins ríkisins og segjast Pakistanar jafnvel hafa skotið tvær niður en enn sem komið er viðurkenna Indverjar einir að hafa tapað þotu. Indland og Pakistan hafa háð þrjár styrjaldir frá því Bretar yfirgáfu svæðið og skiptu ríkjunum upp eftir trúarbrögðum heimamanna árið 1947. Af þeim hafa tvær snúist um Kasmír, sem bæði ríkin gera tilkall til en stjórna sitthvorum hluta héraðsins. Undanfarna daga hafa forsvarsmenn beggja ríkja fyrirskipað loftárásir og hersveitir þeirra hafa skipst á skotum víða á landamærum ríkjanna.
Indland Pakistan Tengdar fréttir Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00 Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00
Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00
Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40
Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45