Herþotum grandað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. febrúar 2019 06:00 Pakistanski herinn birti þessa mynd af flugvél sem skotin var niður. Stjórnvöld í Pakistan sögðust í gær hafa grandað tveimur indverskum herflugvélum og handtekið einn flugmann. Árásin fylgir í kjölfar þess að Indverjar sögðust hafa gert loftárás á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM sem eru í Pakistan. Pakistanar sögðu þá frásögn reyndar skáldskap, til þess gerðan að auka fylgi ríkisstjórnar Narendras Modi í aðdraganda kosninga. Togstreitan á milli kjarnorkuveldanna tveggja hefur aukist gríðarlega frá því JeM-liði felldi fjörutíu Indverja í Pulwama í indverska hluta Kasmír fyrir tveimur vikum. Indverjar áfellast Pakistana, segja að þeir ættu að hafa upprætt starfsemi JeM fyrir löngu. Síðan þá hafa Indverjar sagst hafa gert fyrrnefnda árás, hermenn skotið hvorir á aðra á hinum eiginlegu landamærum í Kasmír og Pakistanar sagst hafa gert loftárásir á indverska hluta Kasmír. Rauður þráður í þessu orðaskaki er að annað ríkið fullyrðir eitthvað um árás sem hitt ríkið segir svo ósatt. Pakistanar sögðu Indverja ekki hafa fellt neina í þjálfunarbúðaárásinni, Indverjar segja Pakistana hafa verið hrakta á brott áður en þeir náðu að gera loftárás og segja þá hafa skotið niður eina flugvél, ekki tvær. „Aðgerðin í dag var gerð í sjálfsvarnarskyni. Við ætlum ekki að lýsa henni sem neins konar sigri. Við völdum skotmark okkar og tryggðum að enginn annar yrði fyrir skaða. Þrátt fyrir mikla hæfni okkar og hernaðarstyrk viljum við sækja í átt að friði,“ sagði Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersins, um árás gærdagsins.Sjá einnig: Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans og krikketgoðsögn, sagði pakistönsk stjórnvöld hafa boðið Indverjum aðstoð sína eftir Pulwama-árásina. „Við högnumst ekki á starfsemi hryðjuverkasamtaka innan landamæranna. En ég óttaðist samt á þeim tíma að Indverjar myndu hundsa boðið og grípa til aðgerða […] Þegar Indverjar gerðu árás í gærmorgun ræddi ég við herforingja. Við ákváðum að flýta okkur ekki um of heldur lögðum mat á stöðuna til að forðast mannfall almennra borgara,“ sagði Khan. Indverjar kröfðust þess í gær að Pakistanar leystu herflugmanninn úr haldi í snatri og mótmæltu dreifingu ljósmynda af fanganum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu sagði að slíkt væri brot gegn alþjóðalögum og Genfarsáttmálanum. Undir þetta tók Arup Raha, fyrrverandi hershöfðingi í indverska flughernum. „Við fylgjum alþjóðalögum um stríðsfanga. En andstæðingar okkar fylgja Genfarsáttmálanum ekki alfarið. Ég hélt að þeir myndu ekki sýna slíka heimsku á meðan alþjóðasamfélagið fylgist allt með.“ Rajnath Singh, innanríkisráðherra Indlands, sagði að Pakistanar hefðu um langt skeið reynt að koma á óreiðuástandi á Indlandi. Þeir væru nú að reyna að rægja indversk stjórnvöld. ESB, Bandaríkin, Kína, Þýskaland og fleiri hafa lýst yfir áhyggjum af togstreitunni á milli kjarnorkuveldanna. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, lét í sér heyra í gær og kallaði eftir því að bæði ríkin reyndu að forðast frekari stigmögnun. „Við eigum í reglulegu sambandi við bæði ríkin og hvetjum til þess að þau ræðist við,“ sagði May. Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Stjórnvöld í Pakistan sögðust í gær hafa grandað tveimur indverskum herflugvélum og handtekið einn flugmann. Árásin fylgir í kjölfar þess að Indverjar sögðust hafa gert loftárás á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM sem eru í Pakistan. Pakistanar sögðu þá frásögn reyndar skáldskap, til þess gerðan að auka fylgi ríkisstjórnar Narendras Modi í aðdraganda kosninga. Togstreitan á milli kjarnorkuveldanna tveggja hefur aukist gríðarlega frá því JeM-liði felldi fjörutíu Indverja í Pulwama í indverska hluta Kasmír fyrir tveimur vikum. Indverjar áfellast Pakistana, segja að þeir ættu að hafa upprætt starfsemi JeM fyrir löngu. Síðan þá hafa Indverjar sagst hafa gert fyrrnefnda árás, hermenn skotið hvorir á aðra á hinum eiginlegu landamærum í Kasmír og Pakistanar sagst hafa gert loftárásir á indverska hluta Kasmír. Rauður þráður í þessu orðaskaki er að annað ríkið fullyrðir eitthvað um árás sem hitt ríkið segir svo ósatt. Pakistanar sögðu Indverja ekki hafa fellt neina í þjálfunarbúðaárásinni, Indverjar segja Pakistana hafa verið hrakta á brott áður en þeir náðu að gera loftárás og segja þá hafa skotið niður eina flugvél, ekki tvær. „Aðgerðin í dag var gerð í sjálfsvarnarskyni. Við ætlum ekki að lýsa henni sem neins konar sigri. Við völdum skotmark okkar og tryggðum að enginn annar yrði fyrir skaða. Þrátt fyrir mikla hæfni okkar og hernaðarstyrk viljum við sækja í átt að friði,“ sagði Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersins, um árás gærdagsins.Sjá einnig: Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans og krikketgoðsögn, sagði pakistönsk stjórnvöld hafa boðið Indverjum aðstoð sína eftir Pulwama-árásina. „Við högnumst ekki á starfsemi hryðjuverkasamtaka innan landamæranna. En ég óttaðist samt á þeim tíma að Indverjar myndu hundsa boðið og grípa til aðgerða […] Þegar Indverjar gerðu árás í gærmorgun ræddi ég við herforingja. Við ákváðum að flýta okkur ekki um of heldur lögðum mat á stöðuna til að forðast mannfall almennra borgara,“ sagði Khan. Indverjar kröfðust þess í gær að Pakistanar leystu herflugmanninn úr haldi í snatri og mótmæltu dreifingu ljósmynda af fanganum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu sagði að slíkt væri brot gegn alþjóðalögum og Genfarsáttmálanum. Undir þetta tók Arup Raha, fyrrverandi hershöfðingi í indverska flughernum. „Við fylgjum alþjóðalögum um stríðsfanga. En andstæðingar okkar fylgja Genfarsáttmálanum ekki alfarið. Ég hélt að þeir myndu ekki sýna slíka heimsku á meðan alþjóðasamfélagið fylgist allt með.“ Rajnath Singh, innanríkisráðherra Indlands, sagði að Pakistanar hefðu um langt skeið reynt að koma á óreiðuástandi á Indlandi. Þeir væru nú að reyna að rægja indversk stjórnvöld. ESB, Bandaríkin, Kína, Þýskaland og fleiri hafa lýst yfir áhyggjum af togstreitunni á milli kjarnorkuveldanna. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, lét í sér heyra í gær og kallaði eftir því að bæði ríkin reyndu að forðast frekari stigmögnun. „Við eigum í reglulegu sambandi við bæði ríkin og hvetjum til þess að þau ræðist við,“ sagði May.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00
Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40
Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45