Óumdeilt að fiskur sleppur úr sjókvíum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. febrúar 2019 07:41 Ekki var talin þörf á unhverfismati fyrir 1.700 tonna seiðaeldi á landi á Árskógssandi. FBL/AUÐUNN Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir óumdeilt að á Íslandi, líkt og annars staðar, sleppi fiskur úr sjókvíum þrátt fyrir að fylgt sé norskum staðli eða öðrum sambærilegum alþjóðlegum stöðlum enda skilja aðeins net fiskinn frá sjónum í sjókvíaeldi. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar þar sem fjallað er um kæru vegna seiðaeldis Laxa fiskeldis á landi í Þorlákshöfn. Kærunni var vísað frá. Nefndin segir að þegar fiskur er í kerum á landi sé komið í veg fyrir að hann sleppi í gegnum fráveitu með grindum á kerum og á frárennsli, auk þess sem frárennslisvatn sé hreinsað. Kærendur voru Veiðifélag Árnesinga, Náttúruverndarsamtök Íslands og náttúruverndarfélagið Laxinn lifi sem kröfðust þess að ákvörðun Umhverfisstofnunar um að gefa út starfsleyfi fyrir allt að 500 tonna seiðaeldi á ári í Þorlákshöfn yrði afturkölluð. Úrskurðarnefndin segir að í landeldi sé helst að seiði sleppi ef óhöpp verða við dælingu í brunnbát. „En eðli máls samkvæmt fer slík dæling eingöngu fram þegar seiði hafa náð ákveðinni stærð og eru afhent til brottflutnings. Þá er því ekki saman að jafna að seiði sleppi, sem ef til vill eru ekki lífvænleg, eða fullvaxta fiskur,“ segir nefndin. Kærunum var vísað frá þar sem náttúruverndarsamtökin tvenn ættu ekki aðild að málinu því seiðaeldið væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt Skipulagsstofnun. Það hefði ekki raunhæft gildi fyrir hagsmuni veiðifélagsins að fá leyst úr ágreiningi um starfsleyfið. Veiðifélagið teldi sig eiga aðild að lífríki Ölfusár og vatnasvæði hennar væri stefnt í hættu en þeir hagsmunir væru ekki nógu miklir til að skapa félaginu kæruaðild. Í kæru veiðifélagsins sagði að það teldi seiðaeldið skapa hættu fyrir villta laxa- og silungastofna, meðal annars með lúsafári, sjúkdómasmiti og erfðamengun frá erlendum og framandi laxastofni. „Víst sé að eldisfiskurinn muni dreifa sér í veiðiár á Suðurlandi, Faxaflóa og jafnvel víðar um land og setja þar í hættu laxa- og silungsstofna, svo að ekki sé minnst á stórfellda saur- og fóðurleifamengun í nágrenni eldisstöðvarinnar,“ segir um málsrök veiðifélagsins í úrskurðinum þar sem auk fyrrgreindra atriða um líkindi á að fiskur sleppi er tiltekið að líkur á uppsöfnun næringarefna séu litlar. Þá hefur úrskurðarnefndin hafnað kröfum Náttúruverndarsamtaka Íslands og náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi um að ógilda ákvörðun Skipulagsstofnunar um að eldi á allt að 1.200 tonnum af seiðum á ári á Árskógssandi skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Í sama máli var vísað frá sama kæruefni frá Veiðifélagi Fnjóskár og Veiðifélagi Eyjafjarðar sem töldust ekki hafa næga hagsmuni í málinu.Uppfært. Í fyrri útgáfu stóð að kært hefði verið vegna seiðeldis Ísþórs. Hið rétt er að kært var vegna seiðeldis Laxa fiskeldis. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Fiskeldi Umhverfismál Ölfus Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir óumdeilt að á Íslandi, líkt og annars staðar, sleppi fiskur úr sjókvíum þrátt fyrir að fylgt sé norskum staðli eða öðrum sambærilegum alþjóðlegum stöðlum enda skilja aðeins net fiskinn frá sjónum í sjókvíaeldi. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar þar sem fjallað er um kæru vegna seiðaeldis Laxa fiskeldis á landi í Þorlákshöfn. Kærunni var vísað frá. Nefndin segir að þegar fiskur er í kerum á landi sé komið í veg fyrir að hann sleppi í gegnum fráveitu með grindum á kerum og á frárennsli, auk þess sem frárennslisvatn sé hreinsað. Kærendur voru Veiðifélag Árnesinga, Náttúruverndarsamtök Íslands og náttúruverndarfélagið Laxinn lifi sem kröfðust þess að ákvörðun Umhverfisstofnunar um að gefa út starfsleyfi fyrir allt að 500 tonna seiðaeldi á ári í Þorlákshöfn yrði afturkölluð. Úrskurðarnefndin segir að í landeldi sé helst að seiði sleppi ef óhöpp verða við dælingu í brunnbát. „En eðli máls samkvæmt fer slík dæling eingöngu fram þegar seiði hafa náð ákveðinni stærð og eru afhent til brottflutnings. Þá er því ekki saman að jafna að seiði sleppi, sem ef til vill eru ekki lífvænleg, eða fullvaxta fiskur,“ segir nefndin. Kærunum var vísað frá þar sem náttúruverndarsamtökin tvenn ættu ekki aðild að málinu því seiðaeldið væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt Skipulagsstofnun. Það hefði ekki raunhæft gildi fyrir hagsmuni veiðifélagsins að fá leyst úr ágreiningi um starfsleyfið. Veiðifélagið teldi sig eiga aðild að lífríki Ölfusár og vatnasvæði hennar væri stefnt í hættu en þeir hagsmunir væru ekki nógu miklir til að skapa félaginu kæruaðild. Í kæru veiðifélagsins sagði að það teldi seiðaeldið skapa hættu fyrir villta laxa- og silungastofna, meðal annars með lúsafári, sjúkdómasmiti og erfðamengun frá erlendum og framandi laxastofni. „Víst sé að eldisfiskurinn muni dreifa sér í veiðiár á Suðurlandi, Faxaflóa og jafnvel víðar um land og setja þar í hættu laxa- og silungsstofna, svo að ekki sé minnst á stórfellda saur- og fóðurleifamengun í nágrenni eldisstöðvarinnar,“ segir um málsrök veiðifélagsins í úrskurðinum þar sem auk fyrrgreindra atriða um líkindi á að fiskur sleppi er tiltekið að líkur á uppsöfnun næringarefna séu litlar. Þá hefur úrskurðarnefndin hafnað kröfum Náttúruverndarsamtaka Íslands og náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi um að ógilda ákvörðun Skipulagsstofnunar um að eldi á allt að 1.200 tonnum af seiðum á ári á Árskógssandi skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Í sama máli var vísað frá sama kæruefni frá Veiðifélagi Fnjóskár og Veiðifélagi Eyjafjarðar sem töldust ekki hafa næga hagsmuni í málinu.Uppfært. Í fyrri útgáfu stóð að kært hefði verið vegna seiðeldis Ísþórs. Hið rétt er að kært var vegna seiðeldis Laxa fiskeldis. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Fiskeldi Umhverfismál Ölfus Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira