Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum Ari Brynjólfsson skrifar 27. febrúar 2019 06:00 Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður framsóknar. Framsóknarflokkurinn hefur ekki gefið það út hvort flokkurinn muni styðja frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, sagði á þingi í gær að Framsóknarmenn muni bregðast við málinu af hörku og það eigi að leita allra leiða til þess að verja sérstöðu Íslands á sviði landbúnaðarmála. Flokkurinn hélt fund á Hótel Sögu í síðustu viku um hrein matvæli og heilbrigði dýra. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir fundinn hafa þétt raðirnar í flokknum í andstöðu við frumvarpið og skapað samstöðu sem flokknum hefur vantað í kjölfar klofnings flokksins fyrir einu og hálfu ári síðan. Daginn fyrir fundinn var frumvarpið sett í samráðsgátt stjórnvalda en frumvarpið heimilar innflutning á hráu kjöti og eggjum frá löndum innan EES. Kristján Þór sagði í síðustu viku að stjórnvöld hafi ekki átt annarra kosta völ í kjölfar dóma Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins. „Við Framsóknarmenn teljum að nauðsynlegt sé að bregðast við af talsverðri hörku í málinu en það getur verið að við þurfum einfaldlega að horfa á þetta sem tvö mál,“ sagði Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Annars vegar sé að bregðast við dómunum og hins vegar að verja sérstöðu Íslands þegar kemur að heilsu búfjár og sjúkdómastöðu. „Evrópusambandið hefur ekki léð máls á að skilja þann hluta málsins og ég tel að við eigum að taka það upp og gera samhliða.“ Guðni segir frumvarpið uppgjöf og það þurfi að fara lengra með málið. „Forsendurnar eru breyttar frá því ég var ráðherra og barðist gegn þessu. Þá var verið að tala um gin- og klaufaveiki, í dag erum við að tala um eitruð matvæli. Kjöt sem er svikin vara og veldur skaða,“ segir Guðni. „Þetta á ekki að vera neitt álitamál. Mér finnst að ríkisstjórnin ætti að taka málið upp á vettvangi EES. Þar eru greinilega fyrirvarar sem snúa að dýraheilsu og dýravernd.“ Varðandi stöðuna í flokknum segir Guðni klofning Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr flokknum og átök hans og Sigurðar Inga hafa haft sín áhrif. Flokkurinn sé hins vegar að þétta raðirnar með andstöðu við frumvarpið. „Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn, segir í ljóði. Þá dó barn. Stundum þarf það til svo menn þjappist saman og sjái sína hagsmuni.“ Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Samkeppnismál Tengdar fréttir Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 Segir Ísland sitja í súpunni vegna óbilgirni ESB og ásóknar heildsala Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir frumvarp landbúnaðraráðherra, sem meðal annars heimilar innflutning á fersku kjöti, vera til marks um að íslensk stjórnvöld séu að gefa sig undan þrýstingi heildsala og Evrópusambandsins. 21. febrúar 2019 20:30 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. 21. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur ekki gefið það út hvort flokkurinn muni styðja frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, sagði á þingi í gær að Framsóknarmenn muni bregðast við málinu af hörku og það eigi að leita allra leiða til þess að verja sérstöðu Íslands á sviði landbúnaðarmála. Flokkurinn hélt fund á Hótel Sögu í síðustu viku um hrein matvæli og heilbrigði dýra. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir fundinn hafa þétt raðirnar í flokknum í andstöðu við frumvarpið og skapað samstöðu sem flokknum hefur vantað í kjölfar klofnings flokksins fyrir einu og hálfu ári síðan. Daginn fyrir fundinn var frumvarpið sett í samráðsgátt stjórnvalda en frumvarpið heimilar innflutning á hráu kjöti og eggjum frá löndum innan EES. Kristján Þór sagði í síðustu viku að stjórnvöld hafi ekki átt annarra kosta völ í kjölfar dóma Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins. „Við Framsóknarmenn teljum að nauðsynlegt sé að bregðast við af talsverðri hörku í málinu en það getur verið að við þurfum einfaldlega að horfa á þetta sem tvö mál,“ sagði Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Annars vegar sé að bregðast við dómunum og hins vegar að verja sérstöðu Íslands þegar kemur að heilsu búfjár og sjúkdómastöðu. „Evrópusambandið hefur ekki léð máls á að skilja þann hluta málsins og ég tel að við eigum að taka það upp og gera samhliða.“ Guðni segir frumvarpið uppgjöf og það þurfi að fara lengra með málið. „Forsendurnar eru breyttar frá því ég var ráðherra og barðist gegn þessu. Þá var verið að tala um gin- og klaufaveiki, í dag erum við að tala um eitruð matvæli. Kjöt sem er svikin vara og veldur skaða,“ segir Guðni. „Þetta á ekki að vera neitt álitamál. Mér finnst að ríkisstjórnin ætti að taka málið upp á vettvangi EES. Þar eru greinilega fyrirvarar sem snúa að dýraheilsu og dýravernd.“ Varðandi stöðuna í flokknum segir Guðni klofning Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr flokknum og átök hans og Sigurðar Inga hafa haft sín áhrif. Flokkurinn sé hins vegar að þétta raðirnar með andstöðu við frumvarpið. „Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn, segir í ljóði. Þá dó barn. Stundum þarf það til svo menn þjappist saman og sjái sína hagsmuni.“
Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Samkeppnismál Tengdar fréttir Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 Segir Ísland sitja í súpunni vegna óbilgirni ESB og ásóknar heildsala Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir frumvarp landbúnaðraráðherra, sem meðal annars heimilar innflutning á fersku kjöti, vera til marks um að íslensk stjórnvöld séu að gefa sig undan þrýstingi heildsala og Evrópusambandsins. 21. febrúar 2019 20:30 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. 21. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15
Segir Ísland sitja í súpunni vegna óbilgirni ESB og ásóknar heildsala Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir frumvarp landbúnaðraráðherra, sem meðal annars heimilar innflutning á fersku kjöti, vera til marks um að íslensk stjórnvöld séu að gefa sig undan þrýstingi heildsala og Evrópusambandsins. 21. febrúar 2019 20:30
Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00
Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. 21. febrúar 2019 14:15