Boðað til fundar í flokksráði Miðflokksins í mars Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. febrúar 2019 06:00 Þingflokkur Miðflokksins styrktist um tvo menn í gær þegar Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason gengu til liðs við flokkinn. Fréttablaðið/ERNIR Flokksráð Miðflokksins kemur saman 30. mars í Suðvesturkjördæmi. Það var Birgir Þórarinsson, einn þingmanna flokksins, sem óskaði eftir fundi í flokksráði í því skyni að stokka upp í skipan trúnaðarstarfa í þingflokknum. Miðflokkurinn virðist annars hafa mikinn vind í seglin þrátt fyrir að enn sé stutt liðið frá fjaðrafokinu í kringum upptökurnar á Klaustri. Unnið er að stofnun ungliðahreyfingar í flokknum, „UNGIR X-M“ og mun hreyfingin funda í fyrsta sinn um komandi helgi. Þá bættust tveir nýir þingmenn við þingflokk flokksins í gær, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason. Var þingflokkurinn áberandi í þingstörfum í gær. Röðuðu allir níu þingmenn flokksins sér á mælendaskrá í umræðu um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. Aðrir þingmenn blönduðu sér lítt í umræðuna en þó kom til snarpra orðaskipta milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Smára McCarthy, þingmanns Pírata, en sá síðarnefndi lýsti efasemdum um heilindi þingmanna Miðflokksins í umræðu um málið. Sigmundur Davíð brást illa við ummælum þingmannsins og sagði Smára fara með meiðyrði og eðlilegt væri að vísa ummælunum til siðanefndar þingsins. Þingmenn Miðflokksins voru enn að ræða frumvarpið í þingsal þegar blaðið fór í prentun. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45 Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Ólafur og Karl Gauti á fyrsta þingflokksfundinum með Miðflokknum Þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason mættu á sinn fyrsta þingflokksfund hjá Miðflokknum í dag en þeir gengu til liðs við flokkinn fyrir helgi. 26. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira
Flokksráð Miðflokksins kemur saman 30. mars í Suðvesturkjördæmi. Það var Birgir Þórarinsson, einn þingmanna flokksins, sem óskaði eftir fundi í flokksráði í því skyni að stokka upp í skipan trúnaðarstarfa í þingflokknum. Miðflokkurinn virðist annars hafa mikinn vind í seglin þrátt fyrir að enn sé stutt liðið frá fjaðrafokinu í kringum upptökurnar á Klaustri. Unnið er að stofnun ungliðahreyfingar í flokknum, „UNGIR X-M“ og mun hreyfingin funda í fyrsta sinn um komandi helgi. Þá bættust tveir nýir þingmenn við þingflokk flokksins í gær, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason. Var þingflokkurinn áberandi í þingstörfum í gær. Röðuðu allir níu þingmenn flokksins sér á mælendaskrá í umræðu um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. Aðrir þingmenn blönduðu sér lítt í umræðuna en þó kom til snarpra orðaskipta milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Smára McCarthy, þingmanns Pírata, en sá síðarnefndi lýsti efasemdum um heilindi þingmanna Miðflokksins í umræðu um málið. Sigmundur Davíð brást illa við ummælum þingmannsins og sagði Smára fara með meiðyrði og eðlilegt væri að vísa ummælunum til siðanefndar þingsins. Þingmenn Miðflokksins voru enn að ræða frumvarpið í þingsal þegar blaðið fór í prentun.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45 Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Ólafur og Karl Gauti á fyrsta þingflokksfundinum með Miðflokknum Þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason mættu á sinn fyrsta þingflokksfund hjá Miðflokknum í dag en þeir gengu til liðs við flokkinn fyrir helgi. 26. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira
Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45
Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11
Ólafur og Karl Gauti á fyrsta þingflokksfundinum með Miðflokknum Þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason mættu á sinn fyrsta þingflokksfund hjá Miðflokknum í dag en þeir gengu til liðs við flokkinn fyrir helgi. 26. febrúar 2019 12:45