Pakistanar heita því að bregðast við árásum Indverja Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2019 15:49 Íbúar yfirgefa heimagert sprengjuskýli í Chakoti nærri landamærum Pakistan og Indlands í Kasmír. AP/Abdul Razaq Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði. Um er að ræða fyrstu árásirnar sem gerðar hafa verið yfir landamæri ríkjanna í Kasmír frá því Indland og Pakistan voru í stríði 1971. Yfirvöld Pakistan segja sprengjurnar hafa lent á óbyggðu svæði en heita því að bregðast við árásinni. Mikil spenna er nú á milli ríkjanna. Ríkisstjórn Indlands segir Pakistana leyfa hryðjuverkasamtökum eins og Jaish-e-Mohammad, JeM, sem hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, að starfa innan landamæra Pakistan. Indverjar segja einnig að öryggissveitir Pakistan hafi komið að árásinni með einhverjum hætti.BBC hefur eftir Vijay Gokhale, utanríkisráðherra Indlands, að fjöldi vígamanna hafi fallið í árásinni og enginn almennur borgari hafi látið lífið. Þá sagði hann að upplýsingar hefðu borist um að JeM-liðar væru að skipuleggja frekari árásir í Indlandi. Því hefði verið nauðsynlegt að ráðast gegn þeim.Forsvarsmenn herafla Pakistan segja hins vegar að enginn hafi fallið í árásunum. Herþotur hafi verið sendar gegn herþotum Indlands og flugmenn þeirra hafi þurft að losa sig við sprengjurnar til að komast á brott. Í kjölfar loftárásanna segja Indverjar að pakistanskir hermenn hafi varpað sprengjum yfir landamæri ríkjanna í Kasmír. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, kallaði öryggisráð landsins saman og fordæmdi árásir Indverja. Hann segir Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hafa fyrirskipað árásirnar til að auka vinsældir sínar í aðdraganda kosninga í maí. Vitni sem BBC ræddi við segjast hafa vaknað við háværar sprengingar klukkan 3:00 í nótt, að staðartíma. Einn bóndi sem rætt var við segir fjögur eða fimm hús hafa orðið fyrir skemmdum í árásunum.AP fréttaveitan segir her Pakistan hafa lokað svæðið af og engum sé hleypt nærri staðnum þar sem sprengjurnar féllu. Því hefur ekki verið hægt að sannreyna hvor aðilinn sé að segja rétt frá, ef einhver er að því.Hér má sjá stutt myndband frá Economist þar sem deilan um Kasmír er útskýrð. Indland Pakistan Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði. Um er að ræða fyrstu árásirnar sem gerðar hafa verið yfir landamæri ríkjanna í Kasmír frá því Indland og Pakistan voru í stríði 1971. Yfirvöld Pakistan segja sprengjurnar hafa lent á óbyggðu svæði en heita því að bregðast við árásinni. Mikil spenna er nú á milli ríkjanna. Ríkisstjórn Indlands segir Pakistana leyfa hryðjuverkasamtökum eins og Jaish-e-Mohammad, JeM, sem hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, að starfa innan landamæra Pakistan. Indverjar segja einnig að öryggissveitir Pakistan hafi komið að árásinni með einhverjum hætti.BBC hefur eftir Vijay Gokhale, utanríkisráðherra Indlands, að fjöldi vígamanna hafi fallið í árásinni og enginn almennur borgari hafi látið lífið. Þá sagði hann að upplýsingar hefðu borist um að JeM-liðar væru að skipuleggja frekari árásir í Indlandi. Því hefði verið nauðsynlegt að ráðast gegn þeim.Forsvarsmenn herafla Pakistan segja hins vegar að enginn hafi fallið í árásunum. Herþotur hafi verið sendar gegn herþotum Indlands og flugmenn þeirra hafi þurft að losa sig við sprengjurnar til að komast á brott. Í kjölfar loftárásanna segja Indverjar að pakistanskir hermenn hafi varpað sprengjum yfir landamæri ríkjanna í Kasmír. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, kallaði öryggisráð landsins saman og fordæmdi árásir Indverja. Hann segir Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hafa fyrirskipað árásirnar til að auka vinsældir sínar í aðdraganda kosninga í maí. Vitni sem BBC ræddi við segjast hafa vaknað við háværar sprengingar klukkan 3:00 í nótt, að staðartíma. Einn bóndi sem rætt var við segir fjögur eða fimm hús hafa orðið fyrir skemmdum í árásunum.AP fréttaveitan segir her Pakistan hafa lokað svæðið af og engum sé hleypt nærri staðnum þar sem sprengjurnar féllu. Því hefur ekki verið hægt að sannreyna hvor aðilinn sé að segja rétt frá, ef einhver er að því.Hér má sjá stutt myndband frá Economist þar sem deilan um Kasmír er útskýrð.
Indland Pakistan Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira