„Betri en Ronda Rousey“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2019 23:00 Maycee Barber. Getty/Mike Roach Dana White og félagar hjá UFC gætu verið búnir að finna nýju stórstjörnuna sína í kvennaflokki en Maycee Barber spáir því sjálf að hún verði jafnstór eða jafnvel stærri en þau Conor McGregor og Ronda Rousey. New York Post fjallar ítarlega um þessa framtíðarstórstjörnu bardagaheimsins. Frábær bardagakona sem elskar sviðsljósið og vill ganga eins langt og Conor McGregor til að tryggja sér umfjöllun og athygli. „Betri en Ronda Rousey“ er fyrirsögnin á íþróttasíðu New York Post. Maycee Barber er enn bara tvítug en hefur unnið alla sex atvinnumannabardaga sína og vann fyrsta UFC-bardagann sinn á rosalegu rothöggi. Barber fór illa með Hannah Cifers á UFC bardagakvöldi í nóvember en hún skildi Cifers eftir vel blóðuga í búrinu. Strax eftir bardagann gekk hún upp að Dana White, forseta UFC, og heimtaði bónus fyrir frammistöðu sína. Það var ljóst þá að Maycee Barber var engin venjulegur nýliði.She wants to be MMA's next big thing https://t.co/JPVHkrcm2P — New York Post Sports (@nypostsports) February 25, 2019„Ég sagði honum að ég muni verða stórt nafn, jafnvel stærra nafn en Conor McGregor og Ronda Rousey og allar hinar stjörnurnar sem hann er með,“ sagði Maycee Barber í viðtali við MMA Fighting. „Ég er ein af verðandi stórstjörnunum hans. Það eru ekki margar slíkar í dag ekki síst hjá konunum. Ég passa vel í slíkt hlutverk með þeirri persónu sem ég vil sýna í búrinu,“ sagði Barber. „Ég veit nákvæmlega hvað ég ætla að gera í mínu lífi og á mínum ferli í blönduðu bardagaíþróttum. Ég þarf ekkert háskólapróf því ég hef þegar öðlast þá þekkingu sem ég þarf. Ég veit hvað ég ætla að gera í framtíðinni,“ sagði Maycee Barber og ekki skemmir mikið fyrir að hún elskar sviðsljósið. „Ég heyri fullt af fólki kvarta yfir því hvað þeir hati viðtölin eða hvað þau kvíði fyrir að fara í myndatöku. Þetta er íþróttin sem þau völdu og þetta fylgir henni. Ef þú ætlar að ná árangri einhverstaðar þá verður að gefa þig alla í þetta. Þú verður að læra að njóta lífsins sem því fylgir. Ég elska þetta allt saman,“ segir Maycee Barber.Twenty-year-old prospect @MayceeBarber has big plans for her UFC career Read full story: https://t.co/1eQFLcOv9jpic.twitter.com/mpcmbTQlwr — MMAFighting.com (@MMAFighting) February 25, 2019 Þótt að Maycee Barber tali sig upp á kostnað Conor McGregor þá fer ekkert á milli mála að hún er hrifinn af Íranum. „McGregor gerði þetta á réttan hátt. Ef hann ætlar að berjast þá verður hann í sviðsljósinu. Hann tekur það því með trompi. Ef hann gerir það af hverju ætti ég ekki að geta það líka?,“ segir Barber. MMA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Dana White og félagar hjá UFC gætu verið búnir að finna nýju stórstjörnuna sína í kvennaflokki en Maycee Barber spáir því sjálf að hún verði jafnstór eða jafnvel stærri en þau Conor McGregor og Ronda Rousey. New York Post fjallar ítarlega um þessa framtíðarstórstjörnu bardagaheimsins. Frábær bardagakona sem elskar sviðsljósið og vill ganga eins langt og Conor McGregor til að tryggja sér umfjöllun og athygli. „Betri en Ronda Rousey“ er fyrirsögnin á íþróttasíðu New York Post. Maycee Barber er enn bara tvítug en hefur unnið alla sex atvinnumannabardaga sína og vann fyrsta UFC-bardagann sinn á rosalegu rothöggi. Barber fór illa með Hannah Cifers á UFC bardagakvöldi í nóvember en hún skildi Cifers eftir vel blóðuga í búrinu. Strax eftir bardagann gekk hún upp að Dana White, forseta UFC, og heimtaði bónus fyrir frammistöðu sína. Það var ljóst þá að Maycee Barber var engin venjulegur nýliði.She wants to be MMA's next big thing https://t.co/JPVHkrcm2P — New York Post Sports (@nypostsports) February 25, 2019„Ég sagði honum að ég muni verða stórt nafn, jafnvel stærra nafn en Conor McGregor og Ronda Rousey og allar hinar stjörnurnar sem hann er með,“ sagði Maycee Barber í viðtali við MMA Fighting. „Ég er ein af verðandi stórstjörnunum hans. Það eru ekki margar slíkar í dag ekki síst hjá konunum. Ég passa vel í slíkt hlutverk með þeirri persónu sem ég vil sýna í búrinu,“ sagði Barber. „Ég veit nákvæmlega hvað ég ætla að gera í mínu lífi og á mínum ferli í blönduðu bardagaíþróttum. Ég þarf ekkert háskólapróf því ég hef þegar öðlast þá þekkingu sem ég þarf. Ég veit hvað ég ætla að gera í framtíðinni,“ sagði Maycee Barber og ekki skemmir mikið fyrir að hún elskar sviðsljósið. „Ég heyri fullt af fólki kvarta yfir því hvað þeir hati viðtölin eða hvað þau kvíði fyrir að fara í myndatöku. Þetta er íþróttin sem þau völdu og þetta fylgir henni. Ef þú ætlar að ná árangri einhverstaðar þá verður að gefa þig alla í þetta. Þú verður að læra að njóta lífsins sem því fylgir. Ég elska þetta allt saman,“ segir Maycee Barber.Twenty-year-old prospect @MayceeBarber has big plans for her UFC career Read full story: https://t.co/1eQFLcOv9jpic.twitter.com/mpcmbTQlwr — MMAFighting.com (@MMAFighting) February 25, 2019 Þótt að Maycee Barber tali sig upp á kostnað Conor McGregor þá fer ekkert á milli mála að hún er hrifinn af Íranum. „McGregor gerði þetta á réttan hátt. Ef hann ætlar að berjast þá verður hann í sviðsljósinu. Hann tekur það því með trompi. Ef hann gerir það af hverju ætti ég ekki að geta það líka?,“ segir Barber.
MMA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira