Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 11:10 Kim stígur úr brynvörðum lestarvagni sínum við komuna til Hanoi í morgun. Vísir/EPA Undirbúningur fyrir leiðtogafund Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nú í hámæli. Kim mætti til Víetnam með lest í morgun og Trump er væntanlegur síðar í dag. Fyrsti fundur þeirra verður á morgun. Kim steig út úr lest sinni í Hanoi klukkan 8:22 að staðartíma í morgun. Hann hafði þá ferðast um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang í alls 65 klukkustundir, að sögn Washington Post. Víetnamskir embættismenn tóku á móti leiðtoganum unga sem fékk heiðursvörð á lestarstöðinni. Þar steig Kim upp í Mercedes-eðalvagn sem tólf lífverðir fylgdu á hlaupum. Búist er við Trump með flugi til Víetnam um klukkan 21:00 að staðartíma, klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Trump og Kim munu funda undir fjögur augu annað kvöld. Að því loknu verður kvöldverður þar sem tveir gestir og túlkar fylgja hvorum þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Washington Post segir að með Trump í för verði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins. Annar fundur er fyrirhugaður á fimmtudag. Átta mánuðir eru liðnir frá því að leiðtogarnir hittust í Singapúr en það var fyrsti fundur sitjandi Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu. Aðalumræðuefni þeirra verður afkjarnavopnun og refsiaðgerðir. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Kim heldur til fundar við Trump Leiðtoginn ferðast með lest til Hanoi. 23. febrúar 2019 22:58 Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Sjá meira
Undirbúningur fyrir leiðtogafund Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nú í hámæli. Kim mætti til Víetnam með lest í morgun og Trump er væntanlegur síðar í dag. Fyrsti fundur þeirra verður á morgun. Kim steig út úr lest sinni í Hanoi klukkan 8:22 að staðartíma í morgun. Hann hafði þá ferðast um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang í alls 65 klukkustundir, að sögn Washington Post. Víetnamskir embættismenn tóku á móti leiðtoganum unga sem fékk heiðursvörð á lestarstöðinni. Þar steig Kim upp í Mercedes-eðalvagn sem tólf lífverðir fylgdu á hlaupum. Búist er við Trump með flugi til Víetnam um klukkan 21:00 að staðartíma, klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Trump og Kim munu funda undir fjögur augu annað kvöld. Að því loknu verður kvöldverður þar sem tveir gestir og túlkar fylgja hvorum þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Washington Post segir að með Trump í för verði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins. Annar fundur er fyrirhugaður á fimmtudag. Átta mánuðir eru liðnir frá því að leiðtogarnir hittust í Singapúr en það var fyrsti fundur sitjandi Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu. Aðalumræðuefni þeirra verður afkjarnavopnun og refsiaðgerðir.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Kim heldur til fundar við Trump Leiðtoginn ferðast með lest til Hanoi. 23. febrúar 2019 22:58 Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Sjá meira
Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30