Fólki verði gert mögulegt að breyta kynskráningu sinni í þjóðskrá Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 24. febrúar 2019 20:43 Frumvarp um kynrænt sjálfræði birtist fyrir skemmstu í samráðsgátt stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fer fyrir frumvarpinu og meðal annars er markmiðið að styrkja sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga þar sem eigin skilningur á kynvitund er grundvöllur opinberrar skráningar. Í frumvarpinu má finna ákvæði sem heimilar fólki eldra en 15 ára að breyta kynskráningu sinni einu sinni í þjóðskrá. Ekki er gerð krafa um meðferðir í heilbrigðiskerfinu til að breyta kynskráningu. Börn geta fengið skráningu sinni breytt með heimild foreldra. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir mikla réttarbót felast í frumvarpinu fyrir trans- og intersex fólk. „Það sem að þetta frumvarp myndi í raun gera fólki kleift að gera er að breyta kynskráningu sinni sjálft þegar það er tilbúið til þess og þurfa ekki þá að bíða í ferli hjá transteyminu í eitt og hálft til tvö ár eftir því að fá breytingu á kynskráningu sinni.“ Þá er í frumvarpinu sú nýbreytni að einstaklingar geta skráð sig kynhlutlausa. Það væri til dæmis merkt sem "X" í vegabréfi til að gefa til kynna að viðkomandi er með kynhlutlausa skráningu. Þetta fyrirkomulag þekkist annars staðar og hefur gefist vel. „Þannig að við erum í rauninni bara að stíga þetta skref vonandi í takt við það sem er að gerast í kringum okkur og færa þarna hópum einstaklinga þau sjálfsögðu mannréttindi að vera með skilríki og vera viðurkennd af hinu opinbera í samræmi við það sem þau eru. Þetta er ákvörðun sem fólk tekur að yfirlögðu ráði, einu sinni, og það eru sárafá, ef nokkur, dæmi þess að fólk sé að nota þetta í einhverjum annarlegum tilgangi,“ segir María Alþingi Jafnréttismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Frumvarp um kynrænt sjálfræði birtist fyrir skemmstu í samráðsgátt stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fer fyrir frumvarpinu og meðal annars er markmiðið að styrkja sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga þar sem eigin skilningur á kynvitund er grundvöllur opinberrar skráningar. Í frumvarpinu má finna ákvæði sem heimilar fólki eldra en 15 ára að breyta kynskráningu sinni einu sinni í þjóðskrá. Ekki er gerð krafa um meðferðir í heilbrigðiskerfinu til að breyta kynskráningu. Börn geta fengið skráningu sinni breytt með heimild foreldra. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir mikla réttarbót felast í frumvarpinu fyrir trans- og intersex fólk. „Það sem að þetta frumvarp myndi í raun gera fólki kleift að gera er að breyta kynskráningu sinni sjálft þegar það er tilbúið til þess og þurfa ekki þá að bíða í ferli hjá transteyminu í eitt og hálft til tvö ár eftir því að fá breytingu á kynskráningu sinni.“ Þá er í frumvarpinu sú nýbreytni að einstaklingar geta skráð sig kynhlutlausa. Það væri til dæmis merkt sem "X" í vegabréfi til að gefa til kynna að viðkomandi er með kynhlutlausa skráningu. Þetta fyrirkomulag þekkist annars staðar og hefur gefist vel. „Þannig að við erum í rauninni bara að stíga þetta skref vonandi í takt við það sem er að gerast í kringum okkur og færa þarna hópum einstaklinga þau sjálfsögðu mannréttindi að vera með skilríki og vera viðurkennd af hinu opinbera í samræmi við það sem þau eru. Þetta er ákvörðun sem fólk tekur að yfirlögðu ráði, einu sinni, og það eru sárafá, ef nokkur, dæmi þess að fólk sé að nota þetta í einhverjum annarlegum tilgangi,“ segir María
Alþingi Jafnréttismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira