FH tók gullið á heimavelli Anton Ingi Leifsson skrifar 24. febrúar 2019 17:26 Guðbjörg Jóna vann til gullverðlauna i dag. vísir/getty Annar dagur meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Kaplakrika í dag en fjölmargar greinar voru á dagskránni í dag. FH stóð uppi sem sigurvegari í heildarstigakeppninni. Hafnarfjarðarliðið nældi sér í 50 stig en í öðru sætinu var ÍR með 48 stig. Breiðablik var svo í þriðja sætinu með 21 stig. Í kvennaflokki var það hins vegar ÍR sem vann en þær nældu í 29 stig. FH lenti í öðru sætinu með stigi minna og Breiðablik var í þriðja sætinu með tíu stig. FH vann hins vegar í karlaflokki með þremur stigum. Þeir fengu 22 stig og ÍR-ingarnir voru í öðru sætinu með nítján stig. Breiðablik endaði í þriðja sætinu með ellefu stig. Kormákur Ari Hafliðason, FH, kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi karla en hann kom í mark á 22,21 sekúndum. Þetta var hans besti tími. Hinrik Snær Steinsson var annar og Guðmundur Ágúst Thoroddsen, Aftureldingu, þriðji. Hinrik Snær kom hins vegar fyrstur í mark í 400 metra hlaupi en hann hljóp á sínum besta tíma eða 48,87 sekúndum. Nú var Kormákur annar en í þriðja sætinu var Bjarni Anton Theodórsson úr Fjölni. Í 3000 metra hlaupi karla voru ÍR-ingar í þremur efstu sætunum. Þórlófur Ingi Þórsson kom fyrstur í mark á nýju meti en hann hljóp á níu mínútum og níu sekúndum. Vilhjálmur Þór Svansson og Vignir Már Lýðsson komu næstir. Í sömu grein í kvennaflokki var það Elín Edda Sigurðardóttir sem stóð uppi sem sigurvegari. Hún hljóp á 10:12,98 sem er hennar besti tími en Fríða Rún Þórðardóttir var í öðru sæti. Helga Guðný Elíasdóttir var í þriðja sæti. Boðhlaupsveit FH kom fyrst í mark í 4x400 metra hlaupi karla er hún hljóp á 3:26,74. Sveit Breiðabliks var um fjórum sekúndum á eftir Hafnarfjarðarliðinu en í þriðja sæti voru Fjölnismenn. ÍR stóð uppi sigurvegari kvennamegin en þær hlupu á 3:54,02. FH var í öðru sæti rúmri sekúndu á eftir ÍR-ingunum en í þriðja sætinu var B-sveit ÍR. Ísak Óli Traustason var fljótastur í mark í 60 metra grindahlaupi er hann kom í mark á 8,27 sekúndum. Sindri Magnússon og Dagur Fannar Einarsson voru í næstu sætum á eftir.María Rún vann til verðlauna í dag.vísir/sentMaría Rún Gunnlaugsdóttir, FH, var fljótust í kvennaflokki í grindahlaupi. Fjóla Signý Hannesdóttir var í öðru sætinu og Hildigunnur Þórarinsdóttir var sú þriðja. Kristján Viggó Sigfinnsson, Ármanni, stökk hæst í hástökki karla en hann stökk 1,97. Bjarki Rúnar Kristinsson var annar og ÍR-ingurinn Kolbeinn Tómas Jónsson var þriðji. Ísak Óli Traustason stökk lengst í langstökki karla en hann stökk 6,80 metra. Gunnar Eyjólfsson var annar og Hermann Orri Svavarsson var í þriðja sætinu á sínu besta stökki. Kvennamegin var það Hafdís Sigurðardóttir sem stökk lengst eða 6,18 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir var í öðru sætinu og Birna Kristín Kristjánsdóttir í því þriðja. Ólympíuverðlaunahafinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi kvenna en hún var um 40 sekúndubrotum á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur. Í þriðja sætinu var Agnes Kristjánsdóttir. Í 800 metra hlaupi kvenna kom Ingibjörg Sigurðardóttir fyrst í mark, á undan Söru Mjöll Smárdaóttur og Sólrúnu Soffíu Arnardóttur. Í stangarstökki kvenna var það Bogey Ragnheiður Leósdóttir, FH, sem stökk hæst og stóð uppi sem sigurvegari en Stella Dögg Eiríksdóttir Blöndal var í öðru sæti. Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir var í þriðja sætinu. Síðasta grein dagsins var svo kúluvarp kvenna en þar var María Rún öflugust og kastaði sitt besta kast eða 12,75 metra. Irma Gunnarsdóttir var önnur og Helga Margrét Haraldsdóttir var í því þriðja. Frjálsar íþróttir Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Annar dagur meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Kaplakrika í dag en fjölmargar greinar voru á dagskránni í dag. FH stóð uppi sem sigurvegari í heildarstigakeppninni. Hafnarfjarðarliðið nældi sér í 50 stig en í öðru sætinu var ÍR með 48 stig. Breiðablik var svo í þriðja sætinu með 21 stig. Í kvennaflokki var það hins vegar ÍR sem vann en þær nældu í 29 stig. FH lenti í öðru sætinu með stigi minna og Breiðablik var í þriðja sætinu með tíu stig. FH vann hins vegar í karlaflokki með þremur stigum. Þeir fengu 22 stig og ÍR-ingarnir voru í öðru sætinu með nítján stig. Breiðablik endaði í þriðja sætinu með ellefu stig. Kormákur Ari Hafliðason, FH, kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi karla en hann kom í mark á 22,21 sekúndum. Þetta var hans besti tími. Hinrik Snær Steinsson var annar og Guðmundur Ágúst Thoroddsen, Aftureldingu, þriðji. Hinrik Snær kom hins vegar fyrstur í mark í 400 metra hlaupi en hann hljóp á sínum besta tíma eða 48,87 sekúndum. Nú var Kormákur annar en í þriðja sætinu var Bjarni Anton Theodórsson úr Fjölni. Í 3000 metra hlaupi karla voru ÍR-ingar í þremur efstu sætunum. Þórlófur Ingi Þórsson kom fyrstur í mark á nýju meti en hann hljóp á níu mínútum og níu sekúndum. Vilhjálmur Þór Svansson og Vignir Már Lýðsson komu næstir. Í sömu grein í kvennaflokki var það Elín Edda Sigurðardóttir sem stóð uppi sem sigurvegari. Hún hljóp á 10:12,98 sem er hennar besti tími en Fríða Rún Þórðardóttir var í öðru sæti. Helga Guðný Elíasdóttir var í þriðja sæti. Boðhlaupsveit FH kom fyrst í mark í 4x400 metra hlaupi karla er hún hljóp á 3:26,74. Sveit Breiðabliks var um fjórum sekúndum á eftir Hafnarfjarðarliðinu en í þriðja sæti voru Fjölnismenn. ÍR stóð uppi sigurvegari kvennamegin en þær hlupu á 3:54,02. FH var í öðru sæti rúmri sekúndu á eftir ÍR-ingunum en í þriðja sætinu var B-sveit ÍR. Ísak Óli Traustason var fljótastur í mark í 60 metra grindahlaupi er hann kom í mark á 8,27 sekúndum. Sindri Magnússon og Dagur Fannar Einarsson voru í næstu sætum á eftir.María Rún vann til verðlauna í dag.vísir/sentMaría Rún Gunnlaugsdóttir, FH, var fljótust í kvennaflokki í grindahlaupi. Fjóla Signý Hannesdóttir var í öðru sætinu og Hildigunnur Þórarinsdóttir var sú þriðja. Kristján Viggó Sigfinnsson, Ármanni, stökk hæst í hástökki karla en hann stökk 1,97. Bjarki Rúnar Kristinsson var annar og ÍR-ingurinn Kolbeinn Tómas Jónsson var þriðji. Ísak Óli Traustason stökk lengst í langstökki karla en hann stökk 6,80 metra. Gunnar Eyjólfsson var annar og Hermann Orri Svavarsson var í þriðja sætinu á sínu besta stökki. Kvennamegin var það Hafdís Sigurðardóttir sem stökk lengst eða 6,18 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir var í öðru sætinu og Birna Kristín Kristjánsdóttir í því þriðja. Ólympíuverðlaunahafinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi kvenna en hún var um 40 sekúndubrotum á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur. Í þriðja sætinu var Agnes Kristjánsdóttir. Í 800 metra hlaupi kvenna kom Ingibjörg Sigurðardóttir fyrst í mark, á undan Söru Mjöll Smárdaóttur og Sólrúnu Soffíu Arnardóttur. Í stangarstökki kvenna var það Bogey Ragnheiður Leósdóttir, FH, sem stökk hæst og stóð uppi sem sigurvegari en Stella Dögg Eiríksdóttir Blöndal var í öðru sæti. Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir var í þriðja sætinu. Síðasta grein dagsins var svo kúluvarp kvenna en þar var María Rún öflugust og kastaði sitt besta kast eða 12,75 metra. Irma Gunnarsdóttir var önnur og Helga Margrét Haraldsdóttir var í því þriðja.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira