Körfubolti

Þurftu ekki Harden til að leggja meistarana að velli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Chris Paul fór illa með meistarana
Chris Paul fór illa með meistarana vísir/getty
James Harden var fjarri góðu gamni vegna veikinda í nótt þegar Houston Rockets sótti meistara Golden State Warriors heim í stórleik næturinnar í NBA körfuboltanum. Þrátt fyrir fjarveru hans vann Rockets sex stiga sigur, 112-118.

Chris Paul fór mikinn þar sem hann skoraði 23 stig auk þess að gefa 17 stoðsendingar. Kevin Durant var atkvæðamestur hjá Warriors með 29 stig en meistararnir eru eftir sem áður á toppi Vesturdeildarinnar.

LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru hins vegar í basli og útlit fyrir að liðið nái ekki í úrslitakeppnina en Lakers beið lægri hlut fyrir New Orleans Pelicans í nótt. Lakers hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum og er í 10.sæti Vesturdeildarinnar en átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina.

LeBron skoraði 27 stig og gaf 12 stoðsendingar í nótt en það skilaði aðeins þrettán stiga tapi gegn Pelicans, 128-115 og það þrátt fyrir að Pelicans léki án sinnar skærustu stjörnu, Anthony Davis. Jrue Holiday var stigahæstur í liði Pelicans með 27 stig.

Úrslit næturinnar

Philadelphia 76ers 115-130 Portland Trail Blazers

Atlanta Hawks 120-112 Phoenix Suns

Charlotte Hornets 115-117 Brooklyn Nets 

Cleveland Cavaliers 112-107 Memphis Grizzlies

Washington Wizards 112-119 Indiana Pacers 

New Orleans Pelicans 128-115 Los Angeles Lakers

Miami Heat 96-119 Detroit Pistons

Chicago Bulls 126-116 Boston Celtics

Oklahoma City Thunder 116-119 Sacramento Kings

Milwaukee Bucks 140-128 Minnesota Timberwolves 

Golden State Warriors 112-118 Houston Rockets 

Utah Jazz 125-109 Dallas Mavericks

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×