Er ég tuddi á skólalóð? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 24. febrúar 2019 07:00 Ég hef mikla samúð með öllum þeim starfsmönnum borgarinnar sem sinna sínu starfi af alúð og samviskusemi. Að vinna á vinnustað þar sem æðstu valdhafar borgarinnar hafa brugðist skyldum sínum og viðhaft ámælisverða stjórnsýslu hefur skaðleg áhrif á vinnustaðamenningu og starfsfólkið. Þegar vinnustaður er umtalaður vegna ámælisverðrar stjórnsýslu eða einhvers annars líður öllum illa. Ég get vel ímyndað mér að starfsmönnum Landsbankans hafi t.d. liðið illa þegar verið var að gagnrýna ofurlaun bankastjórans og fjölmörg önnur sambærileg dæmi mætti nefna. Hverjum hefði dottið í hug að öll þessi mál, tveir dómar, skýrsla Innri endurskoðunar um braggann, ákvörðun Persónuverndar vegna kosninganna í vor og fleiri ættu eftir að koma upp á yfirborðið á aðeins örfáum mánuðum? Í skýrslu Innri endurskoðunar er sagt frá því að einstaka starfsmenn hafi broti reglur og yfirmenn brugðist skyldum sínum þegar kemur að eftirliti og framkvæmd. Þetta er ekki auðvelt og allra síst fyrir þá sem bornir eru alvarlegum sökum af Innri endurskoðun og Persónuvernd sem dæmi. Þetta hefur eðlilega kallað á sterk viðbrögð minnihlutans og borgarbúa. Hefði minnihlutinn ekki brugðist við væri hann ekki að vinna vinnuna sína. Í stuttu máli er staðan sú að ef æðstu embættismenn hefðu sinnt skyldum sínum og ábyrgð sem og sinnt eftirliti hefðu þessi mál ekki orðið til, alla vega ekki öll. Þá væri umræðan í borginni sennilega léttari og jákvæðari. En eru borgarfulltrúar minnihlutans tuddar á skólalóð? Eða eitthvað þaðan af síður verra þegar þeir fara yfir innihald þessara gagna og kalla eftir ábyrgð æðstu yfirmanna? Varla. Væri ekki nær að þeir sem segja þetta líti í eigin barm og spyrja sig af hverju eru öll þessi læti? Það er fyrst og fremst ábyrgðarleysi og þöggunartilburðir æðstu yfirmanna borgarinnar sem er ástæða þess að fjöldi starfsmanna líður illa í vinnunni sinni. Með því að kalla borgarfulltrúa minnihlutans, einhverja eða alla, tudda eða hrekkjusvín eru þessir æðstu embættismenn að dreifa athyglinni frá sér og sínu klúðri í störfum sínum. Það er ekki erfitt að sjá í gegnum þetta. Umræðan hefur verið býsna einsleit, alla vega í einstaka fjölmiðlum. Ég er ekki tuddi á skólalóð. Ég hef ekki tekið þessi orð borgarritara til mín enda ekki hallmælt starfsfólki sem vinnur sína vinnu af samviskusemi og alúð. Ég hef hins vegar í pontu lesið upp úr skýrslu Innri endurskoðunar, dómsúrskurðum og skýrslu Persónuverndar þar sem fram kemur með skýrum hætti að borgin fór á svig við persónuverndarlög. Starfsmenn borgarinnar eiga alla mína samúð ekki síst vegna þess að þeir vinna undir stjórn einstaklinga sem hafa ekki sinnt skyldum sínum. Ég kalla eftir að æðstu valdhafar taki ábyrgð á þessum alvarlegu málum svo starfsmenn borgarinnar geti stundað sína vinnu áhyggjulausir.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef mikla samúð með öllum þeim starfsmönnum borgarinnar sem sinna sínu starfi af alúð og samviskusemi. Að vinna á vinnustað þar sem æðstu valdhafar borgarinnar hafa brugðist skyldum sínum og viðhaft ámælisverða stjórnsýslu hefur skaðleg áhrif á vinnustaðamenningu og starfsfólkið. Þegar vinnustaður er umtalaður vegna ámælisverðrar stjórnsýslu eða einhvers annars líður öllum illa. Ég get vel ímyndað mér að starfsmönnum Landsbankans hafi t.d. liðið illa þegar verið var að gagnrýna ofurlaun bankastjórans og fjölmörg önnur sambærileg dæmi mætti nefna. Hverjum hefði dottið í hug að öll þessi mál, tveir dómar, skýrsla Innri endurskoðunar um braggann, ákvörðun Persónuverndar vegna kosninganna í vor og fleiri ættu eftir að koma upp á yfirborðið á aðeins örfáum mánuðum? Í skýrslu Innri endurskoðunar er sagt frá því að einstaka starfsmenn hafi broti reglur og yfirmenn brugðist skyldum sínum þegar kemur að eftirliti og framkvæmd. Þetta er ekki auðvelt og allra síst fyrir þá sem bornir eru alvarlegum sökum af Innri endurskoðun og Persónuvernd sem dæmi. Þetta hefur eðlilega kallað á sterk viðbrögð minnihlutans og borgarbúa. Hefði minnihlutinn ekki brugðist við væri hann ekki að vinna vinnuna sína. Í stuttu máli er staðan sú að ef æðstu embættismenn hefðu sinnt skyldum sínum og ábyrgð sem og sinnt eftirliti hefðu þessi mál ekki orðið til, alla vega ekki öll. Þá væri umræðan í borginni sennilega léttari og jákvæðari. En eru borgarfulltrúar minnihlutans tuddar á skólalóð? Eða eitthvað þaðan af síður verra þegar þeir fara yfir innihald þessara gagna og kalla eftir ábyrgð æðstu yfirmanna? Varla. Væri ekki nær að þeir sem segja þetta líti í eigin barm og spyrja sig af hverju eru öll þessi læti? Það er fyrst og fremst ábyrgðarleysi og þöggunartilburðir æðstu yfirmanna borgarinnar sem er ástæða þess að fjöldi starfsmanna líður illa í vinnunni sinni. Með því að kalla borgarfulltrúa minnihlutans, einhverja eða alla, tudda eða hrekkjusvín eru þessir æðstu embættismenn að dreifa athyglinni frá sér og sínu klúðri í störfum sínum. Það er ekki erfitt að sjá í gegnum þetta. Umræðan hefur verið býsna einsleit, alla vega í einstaka fjölmiðlum. Ég er ekki tuddi á skólalóð. Ég hef ekki tekið þessi orð borgarritara til mín enda ekki hallmælt starfsfólki sem vinnur sína vinnu af samviskusemi og alúð. Ég hef hins vegar í pontu lesið upp úr skýrslu Innri endurskoðunar, dómsúrskurðum og skýrslu Persónuverndar þar sem fram kemur með skýrum hætti að borgin fór á svig við persónuverndarlög. Starfsmenn borgarinnar eiga alla mína samúð ekki síst vegna þess að þeir vinna undir stjórn einstaklinga sem hafa ekki sinnt skyldum sínum. Ég kalla eftir að æðstu valdhafar taki ábyrgð á þessum alvarlegu málum svo starfsmenn borgarinnar geti stundað sína vinnu áhyggjulausir.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun