Nafngreindu óvænt drenginn sem myrti Aleshu MacPhail Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 21:17 Aaron Thomas Campbell má sjá til vinstri á mynd. Fórnarlamb hans, hin sex ára Alesha MacPhail, er til hægri á mynd. Mynd/Samsett Fjölmiðlum í Bretlandi var í gær leyft að nafngreina drenginn sem fundinn var sekur um morðið á hinni sex ára Aleshu MacPhail. Drengurinn heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem nafngreiningarbanni á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi, að því er fram kemur í frétt The Guardian. Alesha fannst látin í rústum gistiheimilis á skosku eyjunni Bute í fyrrasumar. Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. Pilturinn, sem nú hefur komið fram að er áðurnefndur Campbell, var handtekinn í sumar grunaður um að hafa tekið Aleshu úr rúmi hennar, nauðgað henni og loks myrt hana. Hann var fundinn sekur um morðið og nauðgunina nú í febrúar.Sjá einnig: Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Lög í Skotlandi kveða á um að ungmenni undir lögaldri, sem hafa stöðu sakbornings, þolanda eða vitnis í sakamálum, séu ekki nafngreind opinberlega í umfjöllun um málin. Campbell hafði því ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum þar til nú. Því má þakka formlegri beiðni nokkurra breskra fjölmiðla, þar sem farið var fram á að Campbell yrði nafngreindur á grundvelli almannahagsmuna. Dómarinn í málinu varð við beiðninni og sagði ákvörðun sína m.a. grundvallast á því hversu ógeðfelldur glæpurinn hefði verið. Hann lagði jafnframt áherslu á sérstöðu málsins en þetta er í fyrsta sinn sem banni af þessu tagi er aflétt í Skotlandi. Þá var einnig tekið tillit til þess að Campbell hafði reynt að koma sökinni yfir á annan ungling, hinn átján ára Toni McLachlan. MacLachlan naut ekki nafnleyndar, þar sem hann hafði náð lögaldri, og þótti ósanngjarnt að hinn raunverulegi morðingi gæti falið sig á bak við áðurnefnt lagaákvæði. Gert er ráð fyrir að dómur falli í máli Campbells þann 21. mars næstkomandi en hann á yfir höfði sér fangelsisvist. Þá verður hann ævilangt á skrá yfir kynferðisafbrotamenn í Bretlandi. Bretland Skotland Tengdar fréttir Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37 Minnast sex ára stúlku sem fannst látin í hótelrústum Fyrstu fregnir af hvarfi stúlkunnar bárust á mánudag þegar amma hennar birti færslu þess efnis á Facebook. Voru notendur samfélagsmiðilsins beðnir um að hjálpa til við leitina að MacPhail. 3. júlí 2018 15:46 Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Fjölmiðlum í Bretlandi var í gær leyft að nafngreina drenginn sem fundinn var sekur um morðið á hinni sex ára Aleshu MacPhail. Drengurinn heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem nafngreiningarbanni á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi, að því er fram kemur í frétt The Guardian. Alesha fannst látin í rústum gistiheimilis á skosku eyjunni Bute í fyrrasumar. Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. Pilturinn, sem nú hefur komið fram að er áðurnefndur Campbell, var handtekinn í sumar grunaður um að hafa tekið Aleshu úr rúmi hennar, nauðgað henni og loks myrt hana. Hann var fundinn sekur um morðið og nauðgunina nú í febrúar.Sjá einnig: Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Lög í Skotlandi kveða á um að ungmenni undir lögaldri, sem hafa stöðu sakbornings, þolanda eða vitnis í sakamálum, séu ekki nafngreind opinberlega í umfjöllun um málin. Campbell hafði því ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum þar til nú. Því má þakka formlegri beiðni nokkurra breskra fjölmiðla, þar sem farið var fram á að Campbell yrði nafngreindur á grundvelli almannahagsmuna. Dómarinn í málinu varð við beiðninni og sagði ákvörðun sína m.a. grundvallast á því hversu ógeðfelldur glæpurinn hefði verið. Hann lagði jafnframt áherslu á sérstöðu málsins en þetta er í fyrsta sinn sem banni af þessu tagi er aflétt í Skotlandi. Þá var einnig tekið tillit til þess að Campbell hafði reynt að koma sökinni yfir á annan ungling, hinn átján ára Toni McLachlan. MacLachlan naut ekki nafnleyndar, þar sem hann hafði náð lögaldri, og þótti ósanngjarnt að hinn raunverulegi morðingi gæti falið sig á bak við áðurnefnt lagaákvæði. Gert er ráð fyrir að dómur falli í máli Campbells þann 21. mars næstkomandi en hann á yfir höfði sér fangelsisvist. Þá verður hann ævilangt á skrá yfir kynferðisafbrotamenn í Bretlandi.
Bretland Skotland Tengdar fréttir Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37 Minnast sex ára stúlku sem fannst látin í hótelrústum Fyrstu fregnir af hvarfi stúlkunnar bárust á mánudag þegar amma hennar birti færslu þess efnis á Facebook. Voru notendur samfélagsmiðilsins beðnir um að hjálpa til við leitina að MacPhail. 3. júlí 2018 15:46 Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37
Minnast sex ára stúlku sem fannst látin í hótelrústum Fyrstu fregnir af hvarfi stúlkunnar bárust á mánudag þegar amma hennar birti færslu þess efnis á Facebook. Voru notendur samfélagsmiðilsins beðnir um að hjálpa til við leitina að MacPhail. 3. júlí 2018 15:46
Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56