Guðbjörg Jóna Íslandsmeistari í 60 metra hlaupi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 16:19 Guðbjörg Jóna skaust upp á stjörnuhimininn síðasta sumar mynd/skjáskot Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er Íslandsmeistari í 60 metra hlaupi innanhúss. Juan Ramon Borges vann á sjónarmun í sömu vegalengd. Guðbjörg kom fyrst í mark í úrslitunum í 60 metra hlaupi á Meistaramóti Íslands sem haldið er í Kaplakrika um helgina. Sigurtíminn var 7,54 sekúndur, þrettán sekúndubrotum betri en hjá Hafdísi Sigurðardóttur sem lenti í öðru sæti. Andrea Torfadóttir varð þriðja á 7,69 sem er jöfnun á hennar besta árangri. Íslandsmetið í greininni á Tiana Ósk Whitworth frá því í fyrra 7,47 sekúndur. Í karlaflokki hreppti Juan Ramon Borges Íslandsmeistaratitilinn. Hann kom í mark á sama tíma og Ísak Óli Traustason, 7,07 sekúndum, en vann á sjónarmun. Þriðji varð Guðmundur Ágúst Thoroddsen á 7,12 sekúndum. Guðbjörg Jóna var einnig á meðal keppenda í 400 metra hlaupi en þar varð hún að gera sér silfrið að góðu. Hún kom í mark á 56,38 sekúndum en sigurtíminn var 56,22. Hann átti Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH. Mark Wesley Johnson gerði sér lítið fyrir og vann stangarstökk karla en hann er nýbúinn að draga fram skóna af hillunni. Hann stökk hæst 4,50 metra. Guðmundur Karl Úlfarsson varð annar og Þovaldur Tumi Baldursson þriðji. María Rún Gunnlaugsdóttir hreppti Íslandsmeistaratitilinn í hástökki með því að stökkva 1,70 metra. Kristín Liv Svabo Jónsdóttir varð önnur og Helga Þóra Sigurjónsdóttir þriðja. Í þrístökki var Irma Gunnarsdóttir hlutskörpust með stökki upp á 12,03 metra sem er bæting á hennar besta árangri. Hún vann með nokkrum yfirburðum en Hildigunnur Þórarinsdóttir var önnur með lengst 11,71 metra. Kristinn Torfason vann þrístökkskeppni karla með stökki upp á 14,30 metra. Bjarki Rúnar Kristinsson varð annar og Viktor Logi Pétursson þriðji. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er Íslandsmeistari í 60 metra hlaupi innanhúss. Juan Ramon Borges vann á sjónarmun í sömu vegalengd. Guðbjörg kom fyrst í mark í úrslitunum í 60 metra hlaupi á Meistaramóti Íslands sem haldið er í Kaplakrika um helgina. Sigurtíminn var 7,54 sekúndur, þrettán sekúndubrotum betri en hjá Hafdísi Sigurðardóttur sem lenti í öðru sæti. Andrea Torfadóttir varð þriðja á 7,69 sem er jöfnun á hennar besta árangri. Íslandsmetið í greininni á Tiana Ósk Whitworth frá því í fyrra 7,47 sekúndur. Í karlaflokki hreppti Juan Ramon Borges Íslandsmeistaratitilinn. Hann kom í mark á sama tíma og Ísak Óli Traustason, 7,07 sekúndum, en vann á sjónarmun. Þriðji varð Guðmundur Ágúst Thoroddsen á 7,12 sekúndum. Guðbjörg Jóna var einnig á meðal keppenda í 400 metra hlaupi en þar varð hún að gera sér silfrið að góðu. Hún kom í mark á 56,38 sekúndum en sigurtíminn var 56,22. Hann átti Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH. Mark Wesley Johnson gerði sér lítið fyrir og vann stangarstökk karla en hann er nýbúinn að draga fram skóna af hillunni. Hann stökk hæst 4,50 metra. Guðmundur Karl Úlfarsson varð annar og Þovaldur Tumi Baldursson þriðji. María Rún Gunnlaugsdóttir hreppti Íslandsmeistaratitilinn í hástökki með því að stökkva 1,70 metra. Kristín Liv Svabo Jónsdóttir varð önnur og Helga Þóra Sigurjónsdóttir þriðja. Í þrístökki var Irma Gunnarsdóttir hlutskörpust með stökki upp á 12,03 metra sem er bæting á hennar besta árangri. Hún vann með nokkrum yfirburðum en Hildigunnur Þórarinsdóttir var önnur með lengst 11,71 metra. Kristinn Torfason vann þrístökkskeppni karla með stökki upp á 14,30 metra. Bjarki Rúnar Kristinsson varð annar og Viktor Logi Pétursson þriðji.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira