Lést af völdum snjall-lyfs Ari Brynjólfsson skrifar 23. febrúar 2019 07:45 Tianeptine er selt undir vörumerkinu Stablon. Nordicphotos/Getty Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara nú við neyslu á efninu tianeptine og annarra efna sem seld eru á netinu undir heitinu Nootropics. Talið er að einstaklingur hafi látist hér á landi nýlega eftir að hafa tekið inn tianeptine, efni sem finna má í fæðubótarefnum sem seld eru á netinu. Læknar telja að efnið hafi valdið dauða viðkomandi en ekki er hægt að veita nánari upplýsingar um málið að svo stöddu. Tianeptine er ekki selt hér á landi en það er selt sem þynglyndislyf í sumum Evrópulöndum, Asíu og Suður-Ameríku undir heitunum Coaxil og Stablon. MAST segir það ekki ljóst hvort viðkomandi hafi flutt efnið inn sem lyf eða keypt það sem fæðubótarefni af netinu. Dæmi eru um að tianeptine hafi verið notað af sprautufíklum í Rússlandi og Bandaríkjunum en þegar því er sprautað í æð er víman sambærileg neyslu ópíóða. Einföld leit leiðir í ljós að auðvelt er að nálgast efnið á netinu sem fæðubótarefni, en ekki eru gerðar jafn ríkar kröfur til framleiðslu fæðubótarefna og lyfja. Er efnið þá yfirleitt markaðssett sem „snjall-lyf“ og sagt að það örvi minni, sköpunargáfu og einbeitingu. Sagt er að það „opni heilann“ og geti jafnvel gert einstaklinga gáfaðri. MAST bendir á að engar, eða fáar, rannsóknir styðji staðhæfingar framleiðenda. Vaxandi notkun á Nootropics-efnum valdi áhyggjum því ekki er vitað með vissu hvaða áhrif langtímanotkun þeirra hefur á líkamann og heilastarfsemina. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira
Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara nú við neyslu á efninu tianeptine og annarra efna sem seld eru á netinu undir heitinu Nootropics. Talið er að einstaklingur hafi látist hér á landi nýlega eftir að hafa tekið inn tianeptine, efni sem finna má í fæðubótarefnum sem seld eru á netinu. Læknar telja að efnið hafi valdið dauða viðkomandi en ekki er hægt að veita nánari upplýsingar um málið að svo stöddu. Tianeptine er ekki selt hér á landi en það er selt sem þynglyndislyf í sumum Evrópulöndum, Asíu og Suður-Ameríku undir heitunum Coaxil og Stablon. MAST segir það ekki ljóst hvort viðkomandi hafi flutt efnið inn sem lyf eða keypt það sem fæðubótarefni af netinu. Dæmi eru um að tianeptine hafi verið notað af sprautufíklum í Rússlandi og Bandaríkjunum en þegar því er sprautað í æð er víman sambærileg neyslu ópíóða. Einföld leit leiðir í ljós að auðvelt er að nálgast efnið á netinu sem fæðubótarefni, en ekki eru gerðar jafn ríkar kröfur til framleiðslu fæðubótarefna og lyfja. Er efnið þá yfirleitt markaðssett sem „snjall-lyf“ og sagt að það örvi minni, sköpunargáfu og einbeitingu. Sagt er að það „opni heilann“ og geti jafnvel gert einstaklinga gáfaðri. MAST bendir á að engar, eða fáar, rannsóknir styðji staðhæfingar framleiðenda. Vaxandi notkun á Nootropics-efnum valdi áhyggjum því ekki er vitað með vissu hvaða áhrif langtímanotkun þeirra hefur á líkamann og heilastarfsemina.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira