Net, búð og bíll Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 08:30 Verslun á undir högg að sækja á rótgrónum verslunarstöðum í miðborginni, og víðar. Egill Helgason fjölmiðlamaður rölti á dögunum um sögufrægasta verslunarsvæði borgarinnar, við mót Laugavegar og Skólavörðustígs, og myndaði tóma búðarglugga á yfirgefnu verslunarhúsnæði. Hann sýndi okkur 9 galtóm rými sem flest hýstu áður tísku- eða hönnunarverslanir. Hann velti fyrir sér orsökunum án þess að komast að sérstakri niðurstöðu. Var það leiguverðið, skortur á viðskiptavinum, of margir ferðamenn eða einhæft mannlíf? Auðvitað er engin einhlít skýring. Leiguverð er greinilega of hátt, og opinber gjöld borgaryfirvalda sömuleiðis. Líklega er talsvert til í því að túristarnir, og varningurinn sem þeir vilja, fæli heimafólk, hinn hefðbundna viðskiptavin, frá. En meginskýringin hlýtur að vera breytingin sem er að verða á verslunarmynstri um allan heim. Netverslun verður sífellt stærri hluti af neyslumenningunni. Þeir sem tapa í nýjum veruleika eru auðvitað þeir sem reka hefðbundnar verslanir og finna ekki nýjar leiðir að viðskiptavinum sínum. Þetta er ekki séríslenskt. Á Manhattan stóð um 7% verslunarhúsnæðis autt að jafnaði fyrir örfáum árum. Nú er hlutfallið 25%. Í Bretlandi og Bandaríkjunum heyja hefðbundnir verslunarrisar dauðastríðið. Sears fór í gjaldþrot fyrir örfáum vikum, House of Fraser síðastliðið sumar. Teikn eru á lofti um að Debenhams muni ekki lifa af. Þessi rótgrónu verslunarveldi eiga það sameiginlegt að hafa dagað uppi. Þeim hefur ekki tekist að aðlaga sig netversluninni að neinu ráði, og sitja upp með leigusamninga sem eru fyrirtækjunum myllusteinn um háls. Á þeirra vegum eru hundruð stórverslana sem fólk á æ minna erindi við. Hér gildir það sama. Hagar ákváðu að draga saman seglin í rekstri fataverslana fyrir fáum árum – ekki að ástæðulausu. Stjórnendur stærsta smásölufyrirtækis landsins töldu það vonlausan slag við alþjóðlega netverslun og risafyrirtæki eins og H&M eða Lindex. Sumir halda því fram að verslun í miðbænum eigi undir högg að sækja vegna götulokana eða skorts á bílastæðum. Slíkar skýringar eru fjarstæðukenndar. Í borgum sem við viljum bera Reykjavík saman við er alls staðar verið að þrengja að einkabílnum og gera götur aðlaðandi fyrir gangandi. Þar fyrir utan er sennilega hvergi í miðborg viðlíka bílastæðaflæmi og í hjarta Reykjavíkur. Sú staðreynd að verslun í Reykjavík á undir högg að sækja hefur ekkert með bílastæði að gera. Þvert á móti er umferð um miðborgina margföld á við þann rósrauða tíma sem kaupmenn sem halda slíku fram vísa til. Það voru ekki götulokanir sem urðu hinni ágætu tónlistarbúð Hljómalind að aldurtila, heldur Spotify. Tómu gluggarnir í miðbænum eru hluti af alþjóðlegri þróun og það mun verða eitt helsta verkefni borgaryfirvalda, í Reykjavík og annars staðar, að stuðla að því að miðborgin dafni áfram í breyttri mynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Verslun á undir högg að sækja á rótgrónum verslunarstöðum í miðborginni, og víðar. Egill Helgason fjölmiðlamaður rölti á dögunum um sögufrægasta verslunarsvæði borgarinnar, við mót Laugavegar og Skólavörðustígs, og myndaði tóma búðarglugga á yfirgefnu verslunarhúsnæði. Hann sýndi okkur 9 galtóm rými sem flest hýstu áður tísku- eða hönnunarverslanir. Hann velti fyrir sér orsökunum án þess að komast að sérstakri niðurstöðu. Var það leiguverðið, skortur á viðskiptavinum, of margir ferðamenn eða einhæft mannlíf? Auðvitað er engin einhlít skýring. Leiguverð er greinilega of hátt, og opinber gjöld borgaryfirvalda sömuleiðis. Líklega er talsvert til í því að túristarnir, og varningurinn sem þeir vilja, fæli heimafólk, hinn hefðbundna viðskiptavin, frá. En meginskýringin hlýtur að vera breytingin sem er að verða á verslunarmynstri um allan heim. Netverslun verður sífellt stærri hluti af neyslumenningunni. Þeir sem tapa í nýjum veruleika eru auðvitað þeir sem reka hefðbundnar verslanir og finna ekki nýjar leiðir að viðskiptavinum sínum. Þetta er ekki séríslenskt. Á Manhattan stóð um 7% verslunarhúsnæðis autt að jafnaði fyrir örfáum árum. Nú er hlutfallið 25%. Í Bretlandi og Bandaríkjunum heyja hefðbundnir verslunarrisar dauðastríðið. Sears fór í gjaldþrot fyrir örfáum vikum, House of Fraser síðastliðið sumar. Teikn eru á lofti um að Debenhams muni ekki lifa af. Þessi rótgrónu verslunarveldi eiga það sameiginlegt að hafa dagað uppi. Þeim hefur ekki tekist að aðlaga sig netversluninni að neinu ráði, og sitja upp með leigusamninga sem eru fyrirtækjunum myllusteinn um háls. Á þeirra vegum eru hundruð stórverslana sem fólk á æ minna erindi við. Hér gildir það sama. Hagar ákváðu að draga saman seglin í rekstri fataverslana fyrir fáum árum – ekki að ástæðulausu. Stjórnendur stærsta smásölufyrirtækis landsins töldu það vonlausan slag við alþjóðlega netverslun og risafyrirtæki eins og H&M eða Lindex. Sumir halda því fram að verslun í miðbænum eigi undir högg að sækja vegna götulokana eða skorts á bílastæðum. Slíkar skýringar eru fjarstæðukenndar. Í borgum sem við viljum bera Reykjavík saman við er alls staðar verið að þrengja að einkabílnum og gera götur aðlaðandi fyrir gangandi. Þar fyrir utan er sennilega hvergi í miðborg viðlíka bílastæðaflæmi og í hjarta Reykjavíkur. Sú staðreynd að verslun í Reykjavík á undir högg að sækja hefur ekkert með bílastæði að gera. Þvert á móti er umferð um miðborgina margföld á við þann rósrauða tíma sem kaupmenn sem halda slíku fram vísa til. Það voru ekki götulokanir sem urðu hinni ágætu tónlistarbúð Hljómalind að aldurtila, heldur Spotify. Tómu gluggarnir í miðbænum eru hluti af alþjóðlegri þróun og það mun verða eitt helsta verkefni borgaryfirvalda, í Reykjavík og annars staðar, að stuðla að því að miðborgin dafni áfram í breyttri mynd.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun