Messi var hetjan er Barca tók tíu stiga forystu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 17:15 Vísir/Getty Lionel Messi skoraði sína fimmtugust þrennu í sigri Barcelona á Sevilla í spænsku La Liga deildinni í dag. Heimamenn í Sevilla komust yfir með glæsilegri skyndisókn sem kom upp úr misheppnaðari sendingu Messi. Wissam Ben Yedder þeysti upp völlinn og lagði boltann á Jesus Navas sem kláraði færið. Messi bætti hins vegar fyrir mistökin fjórum mínútum seinna með glæsiskoti eftir fyrirgjöf Ivan Rakitic. Sevilla komst aftur yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar Marc-Andre ter Stegen gerði sig sekann um hrikaleg mistök í marki Barcelona. Hann sendi boltann beint á andstæðingana sem þökkuðu fyrir sig, Gabriel Mercado skoraði af stuttu færi. Aftur kom Messi til bjargar og jafnaði fyrir Börsunga. Að þessu sinni var það Tomas Vaclik í marki Sevilla sem gaf boltann á andstæðingana og Messi refsaði. Mikil gjafmildi á báða bóga í þessum leik. Messi fullkomnaði svo þrennuna þegar hann kom Barcelona yfir á 85. mínútu. Frákastið frá skoti Carles Alena féll fyrir Messi sem skoraði af stuttu færi. Hans þrítugasta og sjötta mark gegn Sevilla á ferlinum. Í uppbótartíma gulltryggði Luis Suarez sigur Barcelona eftir stoðsendingu frá Messi. Barcelona er því með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar en Atletico Madrid á leik til góða. Spænski boltinn
Lionel Messi skoraði sína fimmtugust þrennu í sigri Barcelona á Sevilla í spænsku La Liga deildinni í dag. Heimamenn í Sevilla komust yfir með glæsilegri skyndisókn sem kom upp úr misheppnaðari sendingu Messi. Wissam Ben Yedder þeysti upp völlinn og lagði boltann á Jesus Navas sem kláraði færið. Messi bætti hins vegar fyrir mistökin fjórum mínútum seinna með glæsiskoti eftir fyrirgjöf Ivan Rakitic. Sevilla komst aftur yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar Marc-Andre ter Stegen gerði sig sekann um hrikaleg mistök í marki Barcelona. Hann sendi boltann beint á andstæðingana sem þökkuðu fyrir sig, Gabriel Mercado skoraði af stuttu færi. Aftur kom Messi til bjargar og jafnaði fyrir Börsunga. Að þessu sinni var það Tomas Vaclik í marki Sevilla sem gaf boltann á andstæðingana og Messi refsaði. Mikil gjafmildi á báða bóga í þessum leik. Messi fullkomnaði svo þrennuna þegar hann kom Barcelona yfir á 85. mínútu. Frákastið frá skoti Carles Alena féll fyrir Messi sem skoraði af stuttu færi. Hans þrítugasta og sjötta mark gegn Sevilla á ferlinum. Í uppbótartíma gulltryggði Luis Suarez sigur Barcelona eftir stoðsendingu frá Messi. Barcelona er því með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar en Atletico Madrid á leik til góða.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti