100 þúsund lítrar af mysu í Lagarfljót í hverri viku Sveinn Arnarsson skrifar 22. febrúar 2019 06:15 Lagarfljótið tekur við um 120 þúsund lítrum af mysu í viku hverri. Ekki hefur verið rannsakað hvaða áhrif það kann að hafa á lífríki í fljótinu að sögn framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Fréttablaðið/GVA Heilbrigðiseftirlit Austurlands gagnrýnir Mjólkursamsöluna harðlega fyrir að hafa ekki efnt eigin loforð um hreinsun á mengandi efnum úr mjólkurstöðinni á Egilsstöðum en það loforð var sett í maí árið 2017. Frá þeim tíma hafa á milli 100 og 120 þúsund tonn af mysu runnið út í fráveitukerfið í viku hverri og þaðan í Lagarfljót. MS segir tafir hafa orðið vegna uppsetningar síubúnaðar. Heilbrigðiseftirlitið samþykkti úrbótaáætlun MS í maí árið 2017. Áætlunin gerði ráð fyrir því að framkvæmdum varðandi hreinsun á fráveituvatni yrði lokið um síðustu áramót.Óljóst er hvaða áhrif mysan kann að hafa á lífríki Lagarfljóts. Algengt er að ferðamenn baði sig í fljótinu á heitum sumardögum.Heilbrigðiseftirlitið fór í eftirlitsferð þann 15. janúar og þar kom í ljós að fyrirtækið hafði ekki farið eftir úrbótaáætluninni. Hvorki var búið að koma á próteinhreinsun né laktósahreinsun sem átti að vera komin fyrir áramót. Á bilinu 100 til 120 þúsund lítrar af mysu renna því í fráveitukerfið og í samtali við Fréttablaðið sagði Leifur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits austurlands, að ekki væri vitað hvaða afleiðingar þetta hefði fyrir lífríkið í Lagarfljóti. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi heilbrigðisnefndar sem hefur áhyggjur áf stöðunni. Gagnrýnir nefndin fyrirtækið í bókun. „Heilbrigðisnefnd átelur fyrirtækið vegna vanefnda á eigin úrbótaáætlun. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að sýni verði tekin af fráveituvatni sem allra fyrst þar sem mælt verður heildarmagn mengandi efna og rennsli frá vinnslunni. Þannig að unnt verði að meta álag á fráveitukerfi og viðtaka,“ segir í bókuninni. Fyrirtækinu er gert að skila inn gögnum fyrir 1. apríl næstkomandi.Sunna Gunnars Marteinsdóttir, upplýsingafulltrúi MS.Sunna Gunnars Marteins, upplýsingafulltrúi MS, segir fyrirtækið hafa skýra stefnu og markmið í frárennslismálum og vilja fara eftir öllum settum reglum og viðmiðum þar að lútandi. „Góð sátt um fyrirkomulag á frárennsli og umhverfismálum eru ótvíræðir hagsmunir Mjólkursamsölunnar. Því miður hafa orðið tafir vegna uppsetningar á fullkomnum síunarbúnaði,“ segir Sunna. Mjólkursamsalan telur að hluti efnanna sem séu í mysunni sé fangaður nú þegar með fituhreinsun en það eigi eftir að prótein- og laktósahreinsa hann. „Lausn þessa máls er hluti af stærri mynd sem Mjólkursamsalan hefur unnið að af miklum metnaði í samvinnu við Kaupfélag Skagfirðinga. Fyrirtækið Heilsuprótein vinnur hágæða prótein úr ostamysu eins og þeirri sem fellur til á Egilsstöðum. Því er farið að líta á mysuna sem rennur frá ostagerðinni sem verðmætt hráefni og bagalegt að það dragist að þetta hráefni skili sér í framleiðsluna á Sauðárkróki.“ Birtist í Fréttablaðinu Fljótsdalshérað Umhverfismál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Austurlands gagnrýnir Mjólkursamsöluna harðlega fyrir að hafa ekki efnt eigin loforð um hreinsun á mengandi efnum úr mjólkurstöðinni á Egilsstöðum en það loforð var sett í maí árið 2017. Frá þeim tíma hafa á milli 100 og 120 þúsund tonn af mysu runnið út í fráveitukerfið í viku hverri og þaðan í Lagarfljót. MS segir tafir hafa orðið vegna uppsetningar síubúnaðar. Heilbrigðiseftirlitið samþykkti úrbótaáætlun MS í maí árið 2017. Áætlunin gerði ráð fyrir því að framkvæmdum varðandi hreinsun á fráveituvatni yrði lokið um síðustu áramót.Óljóst er hvaða áhrif mysan kann að hafa á lífríki Lagarfljóts. Algengt er að ferðamenn baði sig í fljótinu á heitum sumardögum.Heilbrigðiseftirlitið fór í eftirlitsferð þann 15. janúar og þar kom í ljós að fyrirtækið hafði ekki farið eftir úrbótaáætluninni. Hvorki var búið að koma á próteinhreinsun né laktósahreinsun sem átti að vera komin fyrir áramót. Á bilinu 100 til 120 þúsund lítrar af mysu renna því í fráveitukerfið og í samtali við Fréttablaðið sagði Leifur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits austurlands, að ekki væri vitað hvaða afleiðingar þetta hefði fyrir lífríkið í Lagarfljóti. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi heilbrigðisnefndar sem hefur áhyggjur áf stöðunni. Gagnrýnir nefndin fyrirtækið í bókun. „Heilbrigðisnefnd átelur fyrirtækið vegna vanefnda á eigin úrbótaáætlun. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að sýni verði tekin af fráveituvatni sem allra fyrst þar sem mælt verður heildarmagn mengandi efna og rennsli frá vinnslunni. Þannig að unnt verði að meta álag á fráveitukerfi og viðtaka,“ segir í bókuninni. Fyrirtækinu er gert að skila inn gögnum fyrir 1. apríl næstkomandi.Sunna Gunnars Marteinsdóttir, upplýsingafulltrúi MS.Sunna Gunnars Marteins, upplýsingafulltrúi MS, segir fyrirtækið hafa skýra stefnu og markmið í frárennslismálum og vilja fara eftir öllum settum reglum og viðmiðum þar að lútandi. „Góð sátt um fyrirkomulag á frárennsli og umhverfismálum eru ótvíræðir hagsmunir Mjólkursamsölunnar. Því miður hafa orðið tafir vegna uppsetningar á fullkomnum síunarbúnaði,“ segir Sunna. Mjólkursamsalan telur að hluti efnanna sem séu í mysunni sé fangaður nú þegar með fituhreinsun en það eigi eftir að prótein- og laktósahreinsa hann. „Lausn þessa máls er hluti af stærri mynd sem Mjólkursamsalan hefur unnið að af miklum metnaði í samvinnu við Kaupfélag Skagfirðinga. Fyrirtækið Heilsuprótein vinnur hágæða prótein úr ostamysu eins og þeirri sem fellur til á Egilsstöðum. Því er farið að líta á mysuna sem rennur frá ostagerðinni sem verðmætt hráefni og bagalegt að það dragist að þetta hráefni skili sér í framleiðsluna á Sauðárkróki.“
Birtist í Fréttablaðinu Fljótsdalshérað Umhverfismál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira