Segir Ísland sitja í súpunni vegna óbilgirni ESB og ásóknar heildsala Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 20:30 Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir frumvarp landbúnaðaráðherra, sem meðal annars heimilar innflutning á fersku kjöti, vera til marks um að íslensk stjórnvöld séu að gefa sig undan þrýstingi heildsala og Evrópusambandsins. Hann er ekki tilbúinn að svo stöddu að segja til um það hvort Framsóknarflokkurinn muni styðja frumvarpið. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar var birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar er kveðið á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum innan evrópska efnahagssvæðisins. Frumvarpinu er meðal annars ætlað að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands sem fallið hafa gegn íslenska ríkinu vegna þeirra innflutningshafta sem ríkja í núgildandi löggjöf.Sjá einnig: Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðarFélag atvinnurekenda fagnar frumvarpinu og segir það löngu tímabært. Íslensk stjórnvöld geti ekki lengur farið á svig við alþjóðlegar skuldbindingar. Sindra Sigurgeirssyni, formanni Bændasamtakanna, hugnast aftur á móti ekki hið boðaða frumvarp.Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna.Visir/Egill„Ég hef skilning á því að menn geta ekki endalaust brotið lög en það hlýtur að vera hægt að fara og semja,“ segir Sindri. „Við náttúrlega búum á eyju þar sem að við erum með einangraða búfjárstofna og höfum alveg einstaka stöðu. Við erum með mikinn hreinleika í íslenskum landbúnaði, lægstu sýklalyfjanotkun í veröldinni þannig að við höfum einstaka stöðu og það er mjög eðlilegt að við verjum hana eftir fremsta megni,“ svarar Sindri þegar hann er spurður hvort það sé ekki ósanngjörn krafa að vilja flytja út íslenskar landbúnaðarafurðir en á sama tíma hefta innflutning.Hugsanlega stærsta pólitíska umræða næstu áratuga Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir Ísland vera í sérstöðu til að verjast þeirri ógn sem hann segir að blasi við vegna hugsanlegs sýklalyfjaónæmis. Frumvarpið taki ekki nógu vel á þeim þætti. „Óbilgirni Evrópusambandsins og ásókn íslenskra heildsala og stóru matvælafyrirtækjanna í Evrópu um að græða peninga og vera nokk sama um heilsufar manna og dýra veldur því að við sitjum í þessari súpu,“ segir Sigurður Ingi. Hann kveðst skilja þá stöðu sem landbúnaðarráðherra sé í en segir að þingið verði að skoða málið vel þegar þar að kemur. Spurður hvort Framsóknarflokkurinn muni styðja frumvarpið segir hann of snemmt að segja til um það. „Við munum, og höfum lýst efasemdum um að þetta sé nóg þannig að við munum örugglega leitast leiða við það. Nú er þetta í samráðsgátt, þetta hefur ekki komið fyrir ríkisstjórn, þannig að það er nú kannski full fljótt að vera að ræða um stuðning við einstaka greinar í einhverju frumvarpi sem er ekki komið fram,“ segir Sigurður Ingi. Hann ítrekar sérstöðu Íslands hvað varðar það að geta varist því sem hann kallar sýklalyfjaónæmisógn. „Þetta gæti orðið stærsta pólitíska umræða næstu áratuga og ég er hræddur um að ef við tökum ekki á henni núna að þá muni fólk eftir 20-30 ár velta fyrir sér hvaða hagsmuni voru menn að verja í kringum 2019?“ segir Sigurður Ingi. Evrópusambandið Landbúnaður Tengdar fréttir Leggja til afnám leyfisveitingakerfisins vegna innflutnings á kjöti og eggjum Íslenska ríkið mátti ekki takmarka innflutning erlends kjöts við að það hefði verið fryst. 20. febrúar 2019 17:41 Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. 21. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir frumvarp landbúnaðaráðherra, sem meðal annars heimilar innflutning á fersku kjöti, vera til marks um að íslensk stjórnvöld séu að gefa sig undan þrýstingi heildsala og Evrópusambandsins. Hann er ekki tilbúinn að svo stöddu að segja til um það hvort Framsóknarflokkurinn muni styðja frumvarpið. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar var birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar er kveðið á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum innan evrópska efnahagssvæðisins. Frumvarpinu er meðal annars ætlað að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands sem fallið hafa gegn íslenska ríkinu vegna þeirra innflutningshafta sem ríkja í núgildandi löggjöf.Sjá einnig: Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðarFélag atvinnurekenda fagnar frumvarpinu og segir það löngu tímabært. Íslensk stjórnvöld geti ekki lengur farið á svig við alþjóðlegar skuldbindingar. Sindra Sigurgeirssyni, formanni Bændasamtakanna, hugnast aftur á móti ekki hið boðaða frumvarp.Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna.Visir/Egill„Ég hef skilning á því að menn geta ekki endalaust brotið lög en það hlýtur að vera hægt að fara og semja,“ segir Sindri. „Við náttúrlega búum á eyju þar sem að við erum með einangraða búfjárstofna og höfum alveg einstaka stöðu. Við erum með mikinn hreinleika í íslenskum landbúnaði, lægstu sýklalyfjanotkun í veröldinni þannig að við höfum einstaka stöðu og það er mjög eðlilegt að við verjum hana eftir fremsta megni,“ svarar Sindri þegar hann er spurður hvort það sé ekki ósanngjörn krafa að vilja flytja út íslenskar landbúnaðarafurðir en á sama tíma hefta innflutning.Hugsanlega stærsta pólitíska umræða næstu áratuga Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir Ísland vera í sérstöðu til að verjast þeirri ógn sem hann segir að blasi við vegna hugsanlegs sýklalyfjaónæmis. Frumvarpið taki ekki nógu vel á þeim þætti. „Óbilgirni Evrópusambandsins og ásókn íslenskra heildsala og stóru matvælafyrirtækjanna í Evrópu um að græða peninga og vera nokk sama um heilsufar manna og dýra veldur því að við sitjum í þessari súpu,“ segir Sigurður Ingi. Hann kveðst skilja þá stöðu sem landbúnaðarráðherra sé í en segir að þingið verði að skoða málið vel þegar þar að kemur. Spurður hvort Framsóknarflokkurinn muni styðja frumvarpið segir hann of snemmt að segja til um það. „Við munum, og höfum lýst efasemdum um að þetta sé nóg þannig að við munum örugglega leitast leiða við það. Nú er þetta í samráðsgátt, þetta hefur ekki komið fyrir ríkisstjórn, þannig að það er nú kannski full fljótt að vera að ræða um stuðning við einstaka greinar í einhverju frumvarpi sem er ekki komið fram,“ segir Sigurður Ingi. Hann ítrekar sérstöðu Íslands hvað varðar það að geta varist því sem hann kallar sýklalyfjaónæmisógn. „Þetta gæti orðið stærsta pólitíska umræða næstu áratuga og ég er hræddur um að ef við tökum ekki á henni núna að þá muni fólk eftir 20-30 ár velta fyrir sér hvaða hagsmuni voru menn að verja í kringum 2019?“ segir Sigurður Ingi.
Evrópusambandið Landbúnaður Tengdar fréttir Leggja til afnám leyfisveitingakerfisins vegna innflutnings á kjöti og eggjum Íslenska ríkið mátti ekki takmarka innflutning erlends kjöts við að það hefði verið fryst. 20. febrúar 2019 17:41 Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. 21. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Leggja til afnám leyfisveitingakerfisins vegna innflutnings á kjöti og eggjum Íslenska ríkið mátti ekki takmarka innflutning erlends kjöts við að það hefði verið fryst. 20. febrúar 2019 17:41
Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15
Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00
Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. 21. febrúar 2019 14:15