Segir kröfur gagnvart stjórnvöldum ekki koma samningaviðræðunum við Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 16:38 Sólveig Anna Jónsdóttir var ekki sátt við orð framkvæmdastjóra SA við fjölmiðla í dag. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir kjaraviðræður verkalýðsfélaganna fjögurra við Samtök atvinnulífsins sem farið hafa fram undanfarið hjá ríkissáttasemjara ekki koma kröfum félaganna gagnvart stjórnvöldum við. Viðræðunum var slitið í dag. Hún segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, eitthvað hafa misskilið hlutina ef hann telji að það hafi komið fram á fundinum að félögin fjögur hafi fallið frá kröfum sínum gagnvart stjórnvöldum. „Það er hins vegar jákvætt að við fengum það fram hjá viðsemjendum okkar hér í dag að ófrávíkjanlegar kröfur þeirra á hendur stjórnvöldum eru niðurfallnar. Það er ákveðið fagnaðarefni fyrir alla sem sitja við samningaborðið þar sem það einfaldar okkur gerð kjarasamnings,“ sagði Halldór Benjamín við fréttamenn eftir að fundi lauk í dag.Klippa: Halldór Benjamín um viðræðuslit Sólveig Anna og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, voru svo spurð út í þessi orð Halldórs í viðtali við fjölmiðla. „Ég held að þarna hafi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eitthvað verið að misskilja hlutina. Hér í þessu herbergi höfum við einungis verið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þannig að hverjar kröfur okkar eru gagnvart stjórnvöldum og svoleiðis koma þessum samningaviðræðum ekkert við og mér finnst þetta sérlega óviðeigandi yfirlýsing frá honum,“ sagði Sólveig Anna.Klippa: Sólveig Anna og Ragnar Þór um viðræðuslit Tillögur stjórnvalda í skattamálum voru kynntar fyrr í vikunni. Verkalýðsforystan lýsti yfir reiði og miklum vonbrigðum með tillögurnar þar sem hún hafði búist við meiru frá stjórnvöldum. Kjaramál Tengdar fréttir Endatakmarkið ekki breyst þrátt fyrir slitin Kjaradeilur Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra, sem slitu viðræðunum í dag, eru komnar á annað stig að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. 21. febrúar 2019 15:35 Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað á verkalýðshreyfinguna Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað eftir sjónarmiðum verkalýðshreyfingarinnar við mótun skattatillagna sinna. Stjórnvöld geti hins vegar ekki borið ábyrgð á væntingum um lækkun skatta umfram þá skatta sem ríkið innheimti af lægstu launum. 21. febrúar 2019 13:29 „Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 21. febrúar 2019 15:43 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir kjaraviðræður verkalýðsfélaganna fjögurra við Samtök atvinnulífsins sem farið hafa fram undanfarið hjá ríkissáttasemjara ekki koma kröfum félaganna gagnvart stjórnvöldum við. Viðræðunum var slitið í dag. Hún segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, eitthvað hafa misskilið hlutina ef hann telji að það hafi komið fram á fundinum að félögin fjögur hafi fallið frá kröfum sínum gagnvart stjórnvöldum. „Það er hins vegar jákvætt að við fengum það fram hjá viðsemjendum okkar hér í dag að ófrávíkjanlegar kröfur þeirra á hendur stjórnvöldum eru niðurfallnar. Það er ákveðið fagnaðarefni fyrir alla sem sitja við samningaborðið þar sem það einfaldar okkur gerð kjarasamnings,“ sagði Halldór Benjamín við fréttamenn eftir að fundi lauk í dag.Klippa: Halldór Benjamín um viðræðuslit Sólveig Anna og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, voru svo spurð út í þessi orð Halldórs í viðtali við fjölmiðla. „Ég held að þarna hafi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eitthvað verið að misskilja hlutina. Hér í þessu herbergi höfum við einungis verið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þannig að hverjar kröfur okkar eru gagnvart stjórnvöldum og svoleiðis koma þessum samningaviðræðum ekkert við og mér finnst þetta sérlega óviðeigandi yfirlýsing frá honum,“ sagði Sólveig Anna.Klippa: Sólveig Anna og Ragnar Þór um viðræðuslit Tillögur stjórnvalda í skattamálum voru kynntar fyrr í vikunni. Verkalýðsforystan lýsti yfir reiði og miklum vonbrigðum með tillögurnar þar sem hún hafði búist við meiru frá stjórnvöldum.
Kjaramál Tengdar fréttir Endatakmarkið ekki breyst þrátt fyrir slitin Kjaradeilur Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra, sem slitu viðræðunum í dag, eru komnar á annað stig að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. 21. febrúar 2019 15:35 Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað á verkalýðshreyfinguna Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað eftir sjónarmiðum verkalýðshreyfingarinnar við mótun skattatillagna sinna. Stjórnvöld geti hins vegar ekki borið ábyrgð á væntingum um lækkun skatta umfram þá skatta sem ríkið innheimti af lægstu launum. 21. febrúar 2019 13:29 „Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 21. febrúar 2019 15:43 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Endatakmarkið ekki breyst þrátt fyrir slitin Kjaradeilur Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra, sem slitu viðræðunum í dag, eru komnar á annað stig að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. 21. febrúar 2019 15:35
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað á verkalýðshreyfinguna Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað eftir sjónarmiðum verkalýðshreyfingarinnar við mótun skattatillagna sinna. Stjórnvöld geti hins vegar ekki borið ábyrgð á væntingum um lækkun skatta umfram þá skatta sem ríkið innheimti af lægstu launum. 21. febrúar 2019 13:29
„Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 21. febrúar 2019 15:43