Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um tvo menn sem reyndu að tæla barn upp í bifreið sem þeir voru í. Barst tilkynningin til lögreglunnar í Kópavogi um klukkan ellefu í morgun, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.
Þá var einnig tilkynnt um innbrot í bifreið í austurborginni og úr honum stolið fjölda verkfæra. Þá barst einnig tilkynning um innbrot og þjófnað í fyrirtæki á áttunda tímanum í morgun.
