Hélt sér á lífi í 101 sólarhring með skunkaveiðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 10:56 Kingston er aftur kominn í faðm eigenda sinna eftir 101 sólarhring á vergangi. AP/Ben Lepe Hundurinn Kingston er aftur kominn í faðm eigenda eftir að þeir urðu viðskila í mannskæðustu skógareldum Kaliforníuríkis. Síðast sást til Kingston í nóvember síðastliðnum, þegar hann stökk af pallbíl eigendanna þegar þeir yfirgáfu bæinn Paradise sem varð hvað verst úti í skógareldunum. Ekkert hafði því spurst til Kingston, sem er 12 ára gamall af tegundinni Akita, í um 101 sólarhring. Það var ekki fyrr en starfsmaður dýraathvarfs klófesti hann síðastliðinn sunnudag sem eigendur Kingston áttaðu sig á því að hann væri enn á lífi svo löngu síðar. Talið er að Kingston hafi haldið í sér lífi með því að veiða sér skunka til matar. Eigendur hans segja að hundurinn hafi gert það áður, auk þess sem það myndi útskýra óþefinn af honum. „Ég felldi tár þegar ég komst að því að hann væri enn á lífi,“ segir Gabriel Ballejos, einn eigenda Kingston, í samtali við AP. „Ég er svo stoltur af honum, ég hreinlega trúi þessu ekki. Hann er ótrúlega þrautseigur.“ Eigendurnir höfðu auglýst eftir Kingston með ýmis konar dreifimiðum og færslum á netinu. Sá sem að lokum bar kennsl á Kingston hafði einmitt rekið í augun í eina slíka færslu. Starfsmenn dýraathvarfs á svæðinu sáu stóran hund á upptökum öryggismyndavéla um helgina og ákváðu að leggja fyrir hann gildru. „Þegar ég kíkti svo í gildruna á sunnudag var hundurinn þar niðurkominn,“ segir hundafangarinn Ben Lepe við fréttamann AP. „Það er góð tilhugsun að vita til þess að hundurinn mun fá góða umönnun.“ Um 18 þúsund heimili í Kaliforníu urðu eldunum að bráð, sem brutust út þann 8. nóvember, og næstum 90 manns létu lífið. Bandaríkin Dýr Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Telja að sum fórnarlömb kjarreldanna finnist aldrei Eldurinn sem gjöreyðilagði bæinn Paradís í Kaliforníu brann svo heitt að lík gætu hafa brunnið upp til agna. 19. nóvember 2018 12:01 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Hundurinn Kingston er aftur kominn í faðm eigenda eftir að þeir urðu viðskila í mannskæðustu skógareldum Kaliforníuríkis. Síðast sást til Kingston í nóvember síðastliðnum, þegar hann stökk af pallbíl eigendanna þegar þeir yfirgáfu bæinn Paradise sem varð hvað verst úti í skógareldunum. Ekkert hafði því spurst til Kingston, sem er 12 ára gamall af tegundinni Akita, í um 101 sólarhring. Það var ekki fyrr en starfsmaður dýraathvarfs klófesti hann síðastliðinn sunnudag sem eigendur Kingston áttaðu sig á því að hann væri enn á lífi svo löngu síðar. Talið er að Kingston hafi haldið í sér lífi með því að veiða sér skunka til matar. Eigendur hans segja að hundurinn hafi gert það áður, auk þess sem það myndi útskýra óþefinn af honum. „Ég felldi tár þegar ég komst að því að hann væri enn á lífi,“ segir Gabriel Ballejos, einn eigenda Kingston, í samtali við AP. „Ég er svo stoltur af honum, ég hreinlega trúi þessu ekki. Hann er ótrúlega þrautseigur.“ Eigendurnir höfðu auglýst eftir Kingston með ýmis konar dreifimiðum og færslum á netinu. Sá sem að lokum bar kennsl á Kingston hafði einmitt rekið í augun í eina slíka færslu. Starfsmenn dýraathvarfs á svæðinu sáu stóran hund á upptökum öryggismyndavéla um helgina og ákváðu að leggja fyrir hann gildru. „Þegar ég kíkti svo í gildruna á sunnudag var hundurinn þar niðurkominn,“ segir hundafangarinn Ben Lepe við fréttamann AP. „Það er góð tilhugsun að vita til þess að hundurinn mun fá góða umönnun.“ Um 18 þúsund heimili í Kaliforníu urðu eldunum að bráð, sem brutust út þann 8. nóvember, og næstum 90 manns létu lífið.
Bandaríkin Dýr Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Telja að sum fórnarlömb kjarreldanna finnist aldrei Eldurinn sem gjöreyðilagði bæinn Paradís í Kaliforníu brann svo heitt að lík gætu hafa brunnið upp til agna. 19. nóvember 2018 12:01 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45
Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27
Telja að sum fórnarlömb kjarreldanna finnist aldrei Eldurinn sem gjöreyðilagði bæinn Paradís í Kaliforníu brann svo heitt að lík gætu hafa brunnið upp til agna. 19. nóvember 2018 12:01