Lengri og betri ævir Þorvaldur Gylfason skrifar 21. febrúar 2019 07:00 Stokkhólmur – Öra framför heimsins má m.a. ráða af því hversu miklu lengur en forfeður okkar og formæður við fáum nú flest að draga lífsandann hér á jörð. Svo er fyrir að þakka framþróun læknavísindanna jafnframt framförum á öðrum sviðum, t.d. í efnahagsmálum og stjórnmálum. Betra hagskipulag, betri hagstjórn og betra stjórnarfar hafa víða lyft oki fátæktar af æ fleira fólki og lengt ævirnar. Heimsmet í langlífi um aldamótin 1800 áttu Belgía og Holland. Þar gátu nýfædd börn þá vænzt þess að ná 40 ára aldri að jafnaði. Meðalævi Bandaríkjamanna og Breta var þá ári skemmri eða 39 ár. Meðalævi Indverja var 25 ár. Tíður barnadauði hélt meðalævinni niðri. Um aldamótin 1900 blasti nýr veruleiki við. Nú tilheyrði heimsmetið Noregi og Svíþjóð (53 ár) og Danmörku (52 ár). Meðalævi Íslendinga var þá 47 ár eins og í Bretlandi borið saman við 49 ár í Bandaríkjunum. Meðal þeirra landa sem staðtölur ná yfir svo langt aftur í tímann sat Bangladess á botninum með 22 ár og Indland með 24 ár, einu ári minna en 100 árum fyrr. Eftir það tók að rofa til. Frá 1960 hefur meðalævi heimsbyggðarinnar lengzt um 19 ár eða úr 53 árum 1960 í 72 ár 2016. Hér munar mest um öra framför Indlands og Kína undangengin 30-40 ár enda býr um þriðjungur jarðarbúa í þessum tveim löndum. Munurinn á langlífi í ólíkum löndum hefur minnkað. Árið 1960 var meðalævilengd um heiminn (53 ár) rösklega 70% af heimsmetinu sem Norðmenn áttu þá (74 ár). Árið 2016 var meðalævilengd um heiminn (72 ár) rösklega 85% af heimsmetinu sem hafði flutzt frá Noregi til Hong Kong (84 ár). Heilbrigði og langlífi er eftir þessu jafnar skipt milli landa en áður var. Sama á við um aðra lífskjarakvarða svo sem tekjur. Þeim er nú einnig jafnar skipt milli landa en áður enda þótt ójöfnuður í skiptingu auðs og tekna innan einstakra landa hafi allvíða færzt í vöxt. Margt bendir með líku lagi til aukinnar misskiptingar heilbrigðis og langlífis innan einstakra landa, t.d. í Bandaríkjunum. Kortlagning þeirrar skiptingar er enn á frumstigi. Aðeins þrisvar frá aldamótunum 1900 hefur það gerzt að meðalævi manna hefur dregizt saman á heimsvísu eins og sænski lýðheilsuprófessorinn Hans Rosling hefur lýst í bókum sínum. Fyrst gerðist það í fyrri heimsstyrjöldinni 1914-1918 eða þar um bil, ekki vegna mannfalls aðallega heldur vegna Spænsku veikinnar. Næst styttist meðalævin í síðari heimsstyrjöldinni 1939-1945 og þá vegna mannfalls af völdum styrjaldarinnar beint og óbeint. Hitler og Stalín voru fjöldamorðingar. Loks styttist meðalævi heimsbyggðarinnar um 1960. Hvers vegna? spyrð þú nú forviða, lesandi minn góður. Svarið er Maó Tse Tung og stjórnarhættir hans (stóra stökkið, menningarbyltingin o.fl.). Meðalævi Kínverja hrapaði úr 50 árum 1958 í 32 ár 1960 og náði sér ekki á strik aftur fyrr en 1963 (52 ár). Kínverjar voru nógu margir til þess að morðæðið sem rann á Maó og þau hin náði að kýla niður heimsmeðaltalið. Þessi upprifjun á við nú m.a. vegna þess að meðalævi Bandaríkjamanna styttist 2015, 2016 og 2017. Samdráttur meðalævinnar þrjú ár í röð hefur ekki átt sér stað þar í landi síðan í fyrri heimsstyrjöld. Langlífi í Bretlandi stóð í stað frá 2011 til 2016. Það hefur ekki gerzt þar áður. Þessar upplýsingar þarf að skoða í samhengi við þá staðreynd að fjöldi Bandaríkjamanna og Breta telur sig hafa borið skarðan hlut frá borði mörg undangengin ár. Þegar mikill vöxtur helzt í hendur við misskiptingu getur farið svo að margir telji sig sitja eftir með sárt ennið. Hér virðist liggja hluti skýringarinnar á því hvers vegna bandarískir kjósendur gerðu Donald Trump að forseta sínum og brezkir kjósendur ákváðu að yfirgefa ESB 2016. Hvort er verra, Trump eða Brexit? Kannski Brexit þar eð afleiðingar illa undirbúinnar útgöngu kunna að vara lengur en seta Trumps á forsetastóli. Þetta hefði ekki þurft að fara svona. Brezka stjórnin hefur notað tímann frá þjóðaratkvæðagreiðslunni svo illa að Bretar munu líklega hrökklast öfugir út úr ESB í lok marz. Nú sigla skip frá Asíu áleiðis til Bretlands án þess að vita hvaða tollameðferð varningurinn sem þau flytja muni fá. Langlífi stóð í stað á Íslandi 2012-2016 en jókst annars staðar um Norðurlönd. Slík stöðnun er sjaldgæf og hefur aðeins tvisvar áður átt sér stað á Íslandi. Háværari kröfur launþega nú en áður um kjarabætur handa þeim sem höllum fæti standa getur verið gagnlegt að skoða í samhengi við ástand Bandaríkjanna og Bretlands og úrslit kosninga þar, einkum ef í ljós kemur að hrunið kunni að hafa spillt heilsu manna og langlífi og ekki bara efnahag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorvaldur Gylfason Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Stokkhólmur – Öra framför heimsins má m.a. ráða af því hversu miklu lengur en forfeður okkar og formæður við fáum nú flest að draga lífsandann hér á jörð. Svo er fyrir að þakka framþróun læknavísindanna jafnframt framförum á öðrum sviðum, t.d. í efnahagsmálum og stjórnmálum. Betra hagskipulag, betri hagstjórn og betra stjórnarfar hafa víða lyft oki fátæktar af æ fleira fólki og lengt ævirnar. Heimsmet í langlífi um aldamótin 1800 áttu Belgía og Holland. Þar gátu nýfædd börn þá vænzt þess að ná 40 ára aldri að jafnaði. Meðalævi Bandaríkjamanna og Breta var þá ári skemmri eða 39 ár. Meðalævi Indverja var 25 ár. Tíður barnadauði hélt meðalævinni niðri. Um aldamótin 1900 blasti nýr veruleiki við. Nú tilheyrði heimsmetið Noregi og Svíþjóð (53 ár) og Danmörku (52 ár). Meðalævi Íslendinga var þá 47 ár eins og í Bretlandi borið saman við 49 ár í Bandaríkjunum. Meðal þeirra landa sem staðtölur ná yfir svo langt aftur í tímann sat Bangladess á botninum með 22 ár og Indland með 24 ár, einu ári minna en 100 árum fyrr. Eftir það tók að rofa til. Frá 1960 hefur meðalævi heimsbyggðarinnar lengzt um 19 ár eða úr 53 árum 1960 í 72 ár 2016. Hér munar mest um öra framför Indlands og Kína undangengin 30-40 ár enda býr um þriðjungur jarðarbúa í þessum tveim löndum. Munurinn á langlífi í ólíkum löndum hefur minnkað. Árið 1960 var meðalævilengd um heiminn (53 ár) rösklega 70% af heimsmetinu sem Norðmenn áttu þá (74 ár). Árið 2016 var meðalævilengd um heiminn (72 ár) rösklega 85% af heimsmetinu sem hafði flutzt frá Noregi til Hong Kong (84 ár). Heilbrigði og langlífi er eftir þessu jafnar skipt milli landa en áður var. Sama á við um aðra lífskjarakvarða svo sem tekjur. Þeim er nú einnig jafnar skipt milli landa en áður enda þótt ójöfnuður í skiptingu auðs og tekna innan einstakra landa hafi allvíða færzt í vöxt. Margt bendir með líku lagi til aukinnar misskiptingar heilbrigðis og langlífis innan einstakra landa, t.d. í Bandaríkjunum. Kortlagning þeirrar skiptingar er enn á frumstigi. Aðeins þrisvar frá aldamótunum 1900 hefur það gerzt að meðalævi manna hefur dregizt saman á heimsvísu eins og sænski lýðheilsuprófessorinn Hans Rosling hefur lýst í bókum sínum. Fyrst gerðist það í fyrri heimsstyrjöldinni 1914-1918 eða þar um bil, ekki vegna mannfalls aðallega heldur vegna Spænsku veikinnar. Næst styttist meðalævin í síðari heimsstyrjöldinni 1939-1945 og þá vegna mannfalls af völdum styrjaldarinnar beint og óbeint. Hitler og Stalín voru fjöldamorðingar. Loks styttist meðalævi heimsbyggðarinnar um 1960. Hvers vegna? spyrð þú nú forviða, lesandi minn góður. Svarið er Maó Tse Tung og stjórnarhættir hans (stóra stökkið, menningarbyltingin o.fl.). Meðalævi Kínverja hrapaði úr 50 árum 1958 í 32 ár 1960 og náði sér ekki á strik aftur fyrr en 1963 (52 ár). Kínverjar voru nógu margir til þess að morðæðið sem rann á Maó og þau hin náði að kýla niður heimsmeðaltalið. Þessi upprifjun á við nú m.a. vegna þess að meðalævi Bandaríkjamanna styttist 2015, 2016 og 2017. Samdráttur meðalævinnar þrjú ár í röð hefur ekki átt sér stað þar í landi síðan í fyrri heimsstyrjöld. Langlífi í Bretlandi stóð í stað frá 2011 til 2016. Það hefur ekki gerzt þar áður. Þessar upplýsingar þarf að skoða í samhengi við þá staðreynd að fjöldi Bandaríkjamanna og Breta telur sig hafa borið skarðan hlut frá borði mörg undangengin ár. Þegar mikill vöxtur helzt í hendur við misskiptingu getur farið svo að margir telji sig sitja eftir með sárt ennið. Hér virðist liggja hluti skýringarinnar á því hvers vegna bandarískir kjósendur gerðu Donald Trump að forseta sínum og brezkir kjósendur ákváðu að yfirgefa ESB 2016. Hvort er verra, Trump eða Brexit? Kannski Brexit þar eð afleiðingar illa undirbúinnar útgöngu kunna að vara lengur en seta Trumps á forsetastóli. Þetta hefði ekki þurft að fara svona. Brezka stjórnin hefur notað tímann frá þjóðaratkvæðagreiðslunni svo illa að Bretar munu líklega hrökklast öfugir út úr ESB í lok marz. Nú sigla skip frá Asíu áleiðis til Bretlands án þess að vita hvaða tollameðferð varningurinn sem þau flytja muni fá. Langlífi stóð í stað á Íslandi 2012-2016 en jókst annars staðar um Norðurlönd. Slík stöðnun er sjaldgæf og hefur aðeins tvisvar áður átt sér stað á Íslandi. Háværari kröfur launþega nú en áður um kjarabætur handa þeim sem höllum fæti standa getur verið gagnlegt að skoða í samhengi við ástand Bandaríkjanna og Bretlands og úrslit kosninga þar, einkum ef í ljós kemur að hrunið kunni að hafa spillt heilsu manna og langlífi og ekki bara efnahag.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar