Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Sveinn Arnarsson skrifar 21. febrúar 2019 07:00 Kristján Þór stendur í stórræðum bæði með hvalveiðar og nú innflutning á hráu kjöti. Fréttablaðið/Ernir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur kynnt frumvarp sitt sem felur í sér að frystiskylda á innfluttu kjöti verði afnumin og heimilt verði að flytja inn hrátt kjöt, hrá egg og ógerilsneydda mjólk. Á sama tíma verði brugðist við með mótvægisaðgerðum til þess að verja íslenska búfjárstofna. Frumvarpið var kynnt í gær og hefur valdið mikilli gremju í hópi bænda sem telja þetta frumvarp geta haft alvarlegar afleiðingar. Nái frumvarpið fram að ganga á vorþingi munu hömlur á innflutningi á hráu kjöti falla niður í byrjun sláturtíðar íslenskra lamba, þann 1. september næstkomandi.Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss.Ástæða þess að frumvarp þetta kemur fram nú er að bregðast þarf við dómi EFTA-dómstólsins frá árinu 2017 en hann komst að þeirri niðurstöðu að frystiskylda stjórnvalda bryti í bága við EES-samninginn. Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir við sýklafræðideild Landspítalans, hefur um nokkra hríð bent á þær hættur sem skapast af óheftum innflutningi á hráu kjöti til landsins. Hann telur þær mótvægisaðgerðir sem landbúnaðarráðherra ætlar að setja á laggirnar vera góðar. „Þetta nýja lagafrumvarp er hægt að sættast á með þeim fyrirvara að mótvægisaðgerðunum verði framfylgt. Í þeim eru mjög mikilvægar varnir,“ segir Karl. Með frumvarpinu fær Matvælastofnun heimild til að annast framkvæmd sýnatöku hjá matvælafyrirtækjum. Einnig að annast eftirlit í formi skyndiskoðana og sýnatöku og hins vegar þegar rökstuddur grunur er um að afurðir séu heilsuspillandi eða óhæfar til manneldis.Verði frumvapið að lögum má hrátt kjöt koma til landsins eftir 1. september næstkomandi.Halla Signý Kristjánsdóttir, 2. varaformaður atvinnuveganefndar þingsins, segir hins vegar að sér lítist ekki á frumvarpið. „Að einhverju leyti er þetta uppgjöf að mínu mati,“ segir Halla Signý. „Ég tel að við eigum að halda í frystiskylduna og að gefa okkur rýmri tíma í að skoða dóminn og fara yfir hann. Við erum ekki að svelta hér á landi,“ segir Halla Signý. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og einnig í meirihluta atvinnuveganefndar líkt og Halla Signý, segir frumvarpið eiga eftir að koma til kasta atvinnuveganefndar. „Ég skil vel að ráðherra þurfi að einhverju leyti að bregðast við dómnum sem féll í nóvember 2017 þar sem engin leið er til að halda í frystiskylduna. Það er verið að reyna að koma með mótvægisaðgerðir á móti sem skipta máli.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur kynnt frumvarp sitt sem felur í sér að frystiskylda á innfluttu kjöti verði afnumin og heimilt verði að flytja inn hrátt kjöt, hrá egg og ógerilsneydda mjólk. Á sama tíma verði brugðist við með mótvægisaðgerðum til þess að verja íslenska búfjárstofna. Frumvarpið var kynnt í gær og hefur valdið mikilli gremju í hópi bænda sem telja þetta frumvarp geta haft alvarlegar afleiðingar. Nái frumvarpið fram að ganga á vorþingi munu hömlur á innflutningi á hráu kjöti falla niður í byrjun sláturtíðar íslenskra lamba, þann 1. september næstkomandi.Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss.Ástæða þess að frumvarp þetta kemur fram nú er að bregðast þarf við dómi EFTA-dómstólsins frá árinu 2017 en hann komst að þeirri niðurstöðu að frystiskylda stjórnvalda bryti í bága við EES-samninginn. Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir við sýklafræðideild Landspítalans, hefur um nokkra hríð bent á þær hættur sem skapast af óheftum innflutningi á hráu kjöti til landsins. Hann telur þær mótvægisaðgerðir sem landbúnaðarráðherra ætlar að setja á laggirnar vera góðar. „Þetta nýja lagafrumvarp er hægt að sættast á með þeim fyrirvara að mótvægisaðgerðunum verði framfylgt. Í þeim eru mjög mikilvægar varnir,“ segir Karl. Með frumvarpinu fær Matvælastofnun heimild til að annast framkvæmd sýnatöku hjá matvælafyrirtækjum. Einnig að annast eftirlit í formi skyndiskoðana og sýnatöku og hins vegar þegar rökstuddur grunur er um að afurðir séu heilsuspillandi eða óhæfar til manneldis.Verði frumvapið að lögum má hrátt kjöt koma til landsins eftir 1. september næstkomandi.Halla Signý Kristjánsdóttir, 2. varaformaður atvinnuveganefndar þingsins, segir hins vegar að sér lítist ekki á frumvarpið. „Að einhverju leyti er þetta uppgjöf að mínu mati,“ segir Halla Signý. „Ég tel að við eigum að halda í frystiskylduna og að gefa okkur rýmri tíma í að skoða dóminn og fara yfir hann. Við erum ekki að svelta hér á landi,“ segir Halla Signý. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og einnig í meirihluta atvinnuveganefndar líkt og Halla Signý, segir frumvarpið eiga eftir að koma til kasta atvinnuveganefndar. „Ég skil vel að ráðherra þurfi að einhverju leyti að bregðast við dómnum sem féll í nóvember 2017 þar sem engin leið er til að halda í frystiskylduna. Það er verið að reyna að koma með mótvægisaðgerðir á móti sem skipta máli.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Sjá meira