Staðan flókin og hljóðið þungt í verkalýðshreyfingunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 21:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. Það sé eðli prógressívra skattkerfa að það sem gert sé fyrir neðsta hópinn skili sér upp skalann. Fbl/stefán Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að staðan í kjaraviðræðunum sé flókin og hljóðið þungt í verkalýðshreyfingunni. Þetta sagði hún í Kastljósi á RÚV í kvöld. Hún sagði að viðbrögð verkalýðsforystunnar við skattkerfisbreytingarútspili stjórnvalda hefðu ekki komið sér á óvart. „Það hefur verið þungt hljóð í verkalýðshreyfingunni og ekki síst Eflingu, í raun og veru í heilt ár, þannig að það kemur í raun og veru ekki á óvart.“ Katrín segist hafa fullan skilning á því ef verkalýðsfélögin fjögur, sem eru í samfloti, fari í verkfallsaðgerðir en hún bendir á að innlegg ríkisstjórnarinnar í yfirstandandi kjaraviðræðum sé afrakstur samtala við aðila vinnumarkaðarins. „Jájá, við skulum segja það að tillögum okkar var ekki tekið fagnandi. Það er alveg rétt en við þurfum samt að horfa á það hvað við höfum verið að ræða við verkalýðshreyfinguna því það sem við vorum að ræða í gær er allt afrakstur samtala okkar við aðila vinnumarkaðarins sem hefur staðið yfir í heilt ár. “ Katrín segir að breytingarnar sem stjórnvöld hafa ráðist í séu réttlátar og góðar. Þau hafi ráðist í átak í húsnæðismálum, hækkað hækkað bætur og breytt skattkerfinu í þágu hinna lægst launuðu. „Í gær kynntum við líka fyrirætlanir okkar um að fara í það að lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf. Það er auðvitað risastórt hagsmunamál ekki síst fyrir ungt fjölskyldufólk og það snýst ekki bara um það að skapa fólki betri lífskjör og aukinn tíma með sínum börnum, sem er auðvitað mjög stórt umbótamál í samfélaginu, heldur líka að draga úr kostnaði við daggæslu og annað slíkt sem auðvitað hvílir þungt á ungu fjölskyldufólki.“ Katrín segir að hlutverk stjórnvalda sé að hlusta á verkalýðshreyfinguna og vinna að umbótum en bendir á að ríkisstjórnin sitji ekki við samningaborðið. Aðspurð hvort fyrirhugaðar skattabreytingar séu síðasta boð segist Katrín enn eiga eftir að ræða fleiri tillögur á borð við aukinn stuðning við fyrstu fasteignakaup, vaxtarstig og verðtryggingu. Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Katrín segir aðgerðir koma barnafólki á lægstu launum vel Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. 19. febrúar 2019 20:02 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að staðan í kjaraviðræðunum sé flókin og hljóðið þungt í verkalýðshreyfingunni. Þetta sagði hún í Kastljósi á RÚV í kvöld. Hún sagði að viðbrögð verkalýðsforystunnar við skattkerfisbreytingarútspili stjórnvalda hefðu ekki komið sér á óvart. „Það hefur verið þungt hljóð í verkalýðshreyfingunni og ekki síst Eflingu, í raun og veru í heilt ár, þannig að það kemur í raun og veru ekki á óvart.“ Katrín segist hafa fullan skilning á því ef verkalýðsfélögin fjögur, sem eru í samfloti, fari í verkfallsaðgerðir en hún bendir á að innlegg ríkisstjórnarinnar í yfirstandandi kjaraviðræðum sé afrakstur samtala við aðila vinnumarkaðarins. „Jájá, við skulum segja það að tillögum okkar var ekki tekið fagnandi. Það er alveg rétt en við þurfum samt að horfa á það hvað við höfum verið að ræða við verkalýðshreyfinguna því það sem við vorum að ræða í gær er allt afrakstur samtala okkar við aðila vinnumarkaðarins sem hefur staðið yfir í heilt ár. “ Katrín segir að breytingarnar sem stjórnvöld hafa ráðist í séu réttlátar og góðar. Þau hafi ráðist í átak í húsnæðismálum, hækkað hækkað bætur og breytt skattkerfinu í þágu hinna lægst launuðu. „Í gær kynntum við líka fyrirætlanir okkar um að fara í það að lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf. Það er auðvitað risastórt hagsmunamál ekki síst fyrir ungt fjölskyldufólk og það snýst ekki bara um það að skapa fólki betri lífskjör og aukinn tíma með sínum börnum, sem er auðvitað mjög stórt umbótamál í samfélaginu, heldur líka að draga úr kostnaði við daggæslu og annað slíkt sem auðvitað hvílir þungt á ungu fjölskyldufólki.“ Katrín segir að hlutverk stjórnvalda sé að hlusta á verkalýðshreyfinguna og vinna að umbótum en bendir á að ríkisstjórnin sitji ekki við samningaborðið. Aðspurð hvort fyrirhugaðar skattabreytingar séu síðasta boð segist Katrín enn eiga eftir að ræða fleiri tillögur á borð við aukinn stuðning við fyrstu fasteignakaup, vaxtarstig og verðtryggingu.
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Katrín segir aðgerðir koma barnafólki á lægstu launum vel Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. 19. febrúar 2019 20:02 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
„Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07
Katrín segir aðgerðir koma barnafólki á lægstu launum vel Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. 19. febrúar 2019 20:02
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16