Sérfræðingur Eflingar segir ríkisstjórnina ögra verkalýðshreyfingunni Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2019 19:30 Sérfræðingur Eflingar í skattamálum segir stjórnvöld ógna verkalýðshreyfingunni mikið með tillögum sínum í skattamálum sem skili ekki einu sinni til baka þeim bótum sem skertar hafi verið á undanförnum árum hjá lægst launaða fólkinu. Ríkisstjórnin ætli öllum sömu lágu krónutöluna í skattalækkunum í stað þess að lækka skatta mest á lægst launuðu hópana eins og svigrúm sé til. Indriði Þorláksson og Stefán Ólafsson mótuðu skattatillögur fyrir verkalýðshreyfinguna sem kynnt var fyrir skömmu og segir Stefán tillögur ríkisstjórnarinnar frá í gær gerólíkar þeirra tillögum. „Meðal annars að því leytinu til að að þeir eru með svipaða krónutöluhækkun í skattalækkun sem gengur upp allan stigann. Líka fyrir hátekjufólk nema fyrir hluta af þeim sem verið hafa að nýta samsköttun hjóna,“ segir Stefán. Í raun ætli ríkisstjórnin að veita fjórum milljörðum að rúmlega fjórtán til að lækka skatta hátekjufólks með 900 þúsund krónur og meira í tekjur, þannig að allir fengju um 6.700 krónur í skattalækkun á mánuði. „Okkar tillögur gerðu ráð fyrir allt að 20 þúsund króna skattalækkun hjá fullvinnandi fólki með laun á bilinu 350 til 400 þúsund. Lífeyrisþegar eru þar mikið til líka. Síðan átti skattalækkunin í okkar tillögum að fara rólega lækkandi upp að 900 þúsund og stoppa þar,“ segir Stefán. Verkalýðshreyfingin hafi viljað nýta svigrúmið fyrir þá lægst launuðu. Þá sé svigrúm ríkissjóðs mun meira en stjórnvöld haldi fram. „Tillaga okkar sem færir um það bil þrisvar sinnum meiri skattalækkun á allan þorra vinnandi fólks heldur en þessi tillaga hefði kostað ríkið um 30 milljarða í tekjutap,“ segir Stefán. Það sé um helmingi meira í tekjutap en tillögur ríkisstjórnarinnar geri ráð fyrir. Hægt sé að fjármagna tillögur verkalýðshreyfingar með því að lækka afgang á fjárlögum úr 29 milljörðum í 16. „Þetta var eins átakalaust og nokkuð getur verið í okkar þjóðarbúskap að gera. En viljann til að gera þetta með þeim hætti vantaði greinilega hjá ríksistjórninni.“ Það sé kredda að ríghalda í afgang á fjárlögum samkvæmt fjármálaáætlun. „Ríkisstjórnin er að ögra í grundvallaratriðum verkalýðshreyfingunni mikið með þessu. Við þurfum ekki annað en horfa á að þeir eru að bjóða skattalækkun upp á 14,7 milljarða. Ríkið sparaði sér 19,7 milljarða í útgjöldum til húsnæðisstuðnings á síðustu sjö árum. Þeir eru ekki einu sinni að skila því til baka. Þannig að þetta er mjög snautlegt framlag,“ segir Stefán Ólafsson. Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Sérfræðingur Eflingar í skattamálum segir stjórnvöld ógna verkalýðshreyfingunni mikið með tillögum sínum í skattamálum sem skili ekki einu sinni til baka þeim bótum sem skertar hafi verið á undanförnum árum hjá lægst launaða fólkinu. Ríkisstjórnin ætli öllum sömu lágu krónutöluna í skattalækkunum í stað þess að lækka skatta mest á lægst launuðu hópana eins og svigrúm sé til. Indriði Þorláksson og Stefán Ólafsson mótuðu skattatillögur fyrir verkalýðshreyfinguna sem kynnt var fyrir skömmu og segir Stefán tillögur ríkisstjórnarinnar frá í gær gerólíkar þeirra tillögum. „Meðal annars að því leytinu til að að þeir eru með svipaða krónutöluhækkun í skattalækkun sem gengur upp allan stigann. Líka fyrir hátekjufólk nema fyrir hluta af þeim sem verið hafa að nýta samsköttun hjóna,“ segir Stefán. Í raun ætli ríkisstjórnin að veita fjórum milljörðum að rúmlega fjórtán til að lækka skatta hátekjufólks með 900 þúsund krónur og meira í tekjur, þannig að allir fengju um 6.700 krónur í skattalækkun á mánuði. „Okkar tillögur gerðu ráð fyrir allt að 20 þúsund króna skattalækkun hjá fullvinnandi fólki með laun á bilinu 350 til 400 þúsund. Lífeyrisþegar eru þar mikið til líka. Síðan átti skattalækkunin í okkar tillögum að fara rólega lækkandi upp að 900 þúsund og stoppa þar,“ segir Stefán. Verkalýðshreyfingin hafi viljað nýta svigrúmið fyrir þá lægst launuðu. Þá sé svigrúm ríkissjóðs mun meira en stjórnvöld haldi fram. „Tillaga okkar sem færir um það bil þrisvar sinnum meiri skattalækkun á allan þorra vinnandi fólks heldur en þessi tillaga hefði kostað ríkið um 30 milljarða í tekjutap,“ segir Stefán. Það sé um helmingi meira í tekjutap en tillögur ríkisstjórnarinnar geri ráð fyrir. Hægt sé að fjármagna tillögur verkalýðshreyfingar með því að lækka afgang á fjárlögum úr 29 milljörðum í 16. „Þetta var eins átakalaust og nokkuð getur verið í okkar þjóðarbúskap að gera. En viljann til að gera þetta með þeim hætti vantaði greinilega hjá ríksistjórninni.“ Það sé kredda að ríghalda í afgang á fjárlögum samkvæmt fjármálaáætlun. „Ríkisstjórnin er að ögra í grundvallaratriðum verkalýðshreyfingunni mikið með þessu. Við þurfum ekki annað en horfa á að þeir eru að bjóða skattalækkun upp á 14,7 milljarða. Ríkið sparaði sér 19,7 milljarða í útgjöldum til húsnæðisstuðnings á síðustu sjö árum. Þeir eru ekki einu sinni að skila því til baka. Þannig að þetta er mjög snautlegt framlag,“ segir Stefán Ólafsson.
Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
„Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07
Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58
Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42