Aníta Hinriksdóttir, Íslandsmethafi í 800 metra hlaupi kvenna, keppir ekki á Evrópumeistaramótinu innanhúss í frjálsíþróttum um næstu helgi vegna meiðsla.
Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, staðfestir þetta við RÚV í dag en hún var með keppnisrétt sem hún getur ekki nýtt vegna meiðslanna.
Fram kemur í frétt RÚV að Aníta fór að finna fyrir meiðslunum á Reykjavíkurleiknum í Laugardalshöll í byrjun febrúar en eftir Norðurlandamótið um helgina var ljóst að hún þyrfti að afþakka boðið á EM.
Aníta varð í þriðja sæti á EM innanhúss 2017 og komst í úrslitin á EM 2015. Þá komst hún í undanúrslit á sama móti 2013 og í úrslitahlaupið á HM innanhúss árið 2016 í Portland í Bandaríkjunum.
Aníta keppir ekki á EM
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti




„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn

„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn