Vitni lýsir hrottalegri árás á unga konu við Háaleitisbraut Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 15:52 Árásin var gerð við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar, þ.e. innan svæðisins sem afmarkað er af rauðum hring á myndinni. Vísir Karlmaður sem handtekinn var fyrir líkamsárás við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar um hádegisbil í dag verður yfirheyrður á morgun. Tvær ungar konur urðu fyrir árás mannsins en aðeins var minnst á eina í fyrstu tilkynningu lögreglu um málið. Vitni sem kom að árásinni lýsir henni sem „hrottalegri“. Lögregla sendi út tilkynningu um málið á þriðja tímanum í dag. Þar segir að maður í annarlegu ástandi sé grunaður um að hafa sparkað í bifreið og í framhaldinu gengið í skrokk á ökumanninum, ungri konu sem flutt var á slysadeild til skoðunar.Áður komið við sögu lögreglu Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn, sem var gangandi vegfarandi á svæðinu, hafi verið handtekinn klukkan eitt og færður í fangageymslu. Hann verði yfirheyrður á morgun sökum „mjög annarlegs ástands“. Búið er að taka skýrslu af nokkrum vitnum að árásinni. Að sögn Guðmundar hefur maðurinn áður komið við sögu lögreglu. Guðmundur segir manninn hafa ráðist á ökumann bílsins og unga konu á svipuðu reki, að því er virðist að tilefnislausu. Konurnar eru báðar um átján ára en þær slösuðust ekki alvarlega í árásinni. „Þær eru náttúrulega í sjokki. Þetta eru ungar stelpur, önnur nýorðin átján,“ segir Guðmundur. Henti konunni inn í runna og stappaði á henni Snorri Barón Jónsson framkvæmdastjóri lýsir því á Facebook í dag að hann hafi orðið vitni að árásinni við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar ásamt vini sínum í hádeginu í dag. Hann lýsir árásinni sem „hrottalegri“. „Fullvaxta karlmaður gekk hrottalega í skrokk á ungri konu uppi á gangstétt á mótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar eftir að hafa orðið ósáttur við að bíllinn sem hún ók skagaði lítillega inná gangbrautina. Hann byrjaði á að sparka í bílinn hennar og garga duglega á hana,“ skrifar Snorri. Þá segir hann manninn hafa „hjólað í“ konuna þegar hún steig út úr bílnum og hafið barsmíðar. „Við Jens vorum fastir á rauðu ljósi hinum megin við og gátum ekki brugðist við fyrr en hann var búinn að ná að lumbra ansi duglega á henni, henda henni inn í runna og stappa á henni þar.“ Snorri segir stúlkuna hafa verið í miklu áfalli en lögregla og sjúkrabíll hafi fljótlega komið á vettvang. Snorri vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Vísir náði tali af honum í dag en færsluna má sjá hér að neðan. Lögreglumál Tengdar fréttir Handtekinn við Háaleitisbraut eftir árás á unga konu Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn við Háaleitisbraut í hádeginu í dag, grunaður um að hafa sparkað í bíl og svo í kjölfarið ráðist á ökumanninn, unga konu. 20. febrúar 2019 14:44 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Sjá meira
Karlmaður sem handtekinn var fyrir líkamsárás við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar um hádegisbil í dag verður yfirheyrður á morgun. Tvær ungar konur urðu fyrir árás mannsins en aðeins var minnst á eina í fyrstu tilkynningu lögreglu um málið. Vitni sem kom að árásinni lýsir henni sem „hrottalegri“. Lögregla sendi út tilkynningu um málið á þriðja tímanum í dag. Þar segir að maður í annarlegu ástandi sé grunaður um að hafa sparkað í bifreið og í framhaldinu gengið í skrokk á ökumanninum, ungri konu sem flutt var á slysadeild til skoðunar.Áður komið við sögu lögreglu Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn, sem var gangandi vegfarandi á svæðinu, hafi verið handtekinn klukkan eitt og færður í fangageymslu. Hann verði yfirheyrður á morgun sökum „mjög annarlegs ástands“. Búið er að taka skýrslu af nokkrum vitnum að árásinni. Að sögn Guðmundar hefur maðurinn áður komið við sögu lögreglu. Guðmundur segir manninn hafa ráðist á ökumann bílsins og unga konu á svipuðu reki, að því er virðist að tilefnislausu. Konurnar eru báðar um átján ára en þær slösuðust ekki alvarlega í árásinni. „Þær eru náttúrulega í sjokki. Þetta eru ungar stelpur, önnur nýorðin átján,“ segir Guðmundur. Henti konunni inn í runna og stappaði á henni Snorri Barón Jónsson framkvæmdastjóri lýsir því á Facebook í dag að hann hafi orðið vitni að árásinni við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar ásamt vini sínum í hádeginu í dag. Hann lýsir árásinni sem „hrottalegri“. „Fullvaxta karlmaður gekk hrottalega í skrokk á ungri konu uppi á gangstétt á mótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar eftir að hafa orðið ósáttur við að bíllinn sem hún ók skagaði lítillega inná gangbrautina. Hann byrjaði á að sparka í bílinn hennar og garga duglega á hana,“ skrifar Snorri. Þá segir hann manninn hafa „hjólað í“ konuna þegar hún steig út úr bílnum og hafið barsmíðar. „Við Jens vorum fastir á rauðu ljósi hinum megin við og gátum ekki brugðist við fyrr en hann var búinn að ná að lumbra ansi duglega á henni, henda henni inn í runna og stappa á henni þar.“ Snorri segir stúlkuna hafa verið í miklu áfalli en lögregla og sjúkrabíll hafi fljótlega komið á vettvang. Snorri vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Vísir náði tali af honum í dag en færsluna má sjá hér að neðan.
Lögreglumál Tengdar fréttir Handtekinn við Háaleitisbraut eftir árás á unga konu Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn við Háaleitisbraut í hádeginu í dag, grunaður um að hafa sparkað í bíl og svo í kjölfarið ráðist á ökumanninn, unga konu. 20. febrúar 2019 14:44 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Sjá meira
Handtekinn við Háaleitisbraut eftir árás á unga konu Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn við Háaleitisbraut í hádeginu í dag, grunaður um að hafa sparkað í bíl og svo í kjölfarið ráðist á ökumanninn, unga konu. 20. febrúar 2019 14:44