Weinstein rýfur þögnina til þess að neita að hafa viljað Affleck í aðalhlutverk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2019 14:02 Weinstein og Paltrow sjást hér fyrir miðri mynd. Myndin er tekin á óskarsverðlaunahátíðinni árið 1999 þegar kvikmyndin Shakespeare in Love vann til fjölda verðlauna. Vísir/Getty Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið af fjölmörgum konum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, segist aldrei hafa viljað að Ben Affleck myndi leika hlutverk William Shakespeare í kvikmyndinni Shakespeare in Love. Yfirlýsing Weinstein þess efnis þykir koma nokkuð á óvart enda hefur hann lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla um þær fjölmörgu ásakanir á hendur honum sem voru þungamiðjan í #Metoo byltingunni svokölluðu. Hefur hann nær alfarið haldið sig fyrir utan sviðsljósið frá því að ásakanirnar voru settar fram. Tilefni yfirlýsingar Weinstein eru ummæli Gwyneth Paltrow, sem meðal annars hefur sakað hann um kynferðislega áreitni, í viðtali við Variety sem birt var í vikunni. Þar fór hún um víðan völl og sagði meðal annars að Weinstein hafi viljað að Ben Affleck tæki að sér aðalhlutverkið í óskarsverðlaunamyndinni Shakespeare in Love sem kom út árið 1998. Í viðtalinu kemur fram að leikstjóri myndarinnar og einn framleiðandi hennar staðfesti þessa frásögn Paltrow, sem hlaut óskarsverðlaunin fyrir leik hennar í myndinni. Eitthvað virðist þetta hafa farið öfugt ofan í Weinstein sem sendi yfirlýsingu til Variety þar sem hann þvertók fyrir að hafa krafist þess að Affleck myndi leika aðalhlutverkið, sem leikið var af Joseph Fiennes. „Aðrir leikarar sem komu til greina voru aðeins Russel Crowe og Ethan Hawke, enginn annar. Ben Affleck stóð sig mjög vel sem Ned Alleyn, sem er hlutverkið sem hann kom til greina í,“ segir í yfirlýsingu Weinstein. Weinstein hefur sem fyrr segir látið lítið fyrir sér fara en hann undirbýr nú varnir sínar í dómsmáli gegn honum í New York-ríki. Tvær konur hafa sakað hann um nauðgun. Hann neitar sök. Bíó og sjónvarp MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Verjandi Weinstein að hætta Búist er við því að Ben Brafman, verjandi kvikmyndaframleiðandas Harvey Weinstein, muni hætta sem verjandi hans. Líklegt er að það verði til þes að fresta þinghaldi í dómsmáli gegn Weinstein. 15. janúar 2019 08:26 Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22 Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið af fjölmörgum konum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, segist aldrei hafa viljað að Ben Affleck myndi leika hlutverk William Shakespeare í kvikmyndinni Shakespeare in Love. Yfirlýsing Weinstein þess efnis þykir koma nokkuð á óvart enda hefur hann lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla um þær fjölmörgu ásakanir á hendur honum sem voru þungamiðjan í #Metoo byltingunni svokölluðu. Hefur hann nær alfarið haldið sig fyrir utan sviðsljósið frá því að ásakanirnar voru settar fram. Tilefni yfirlýsingar Weinstein eru ummæli Gwyneth Paltrow, sem meðal annars hefur sakað hann um kynferðislega áreitni, í viðtali við Variety sem birt var í vikunni. Þar fór hún um víðan völl og sagði meðal annars að Weinstein hafi viljað að Ben Affleck tæki að sér aðalhlutverkið í óskarsverðlaunamyndinni Shakespeare in Love sem kom út árið 1998. Í viðtalinu kemur fram að leikstjóri myndarinnar og einn framleiðandi hennar staðfesti þessa frásögn Paltrow, sem hlaut óskarsverðlaunin fyrir leik hennar í myndinni. Eitthvað virðist þetta hafa farið öfugt ofan í Weinstein sem sendi yfirlýsingu til Variety þar sem hann þvertók fyrir að hafa krafist þess að Affleck myndi leika aðalhlutverkið, sem leikið var af Joseph Fiennes. „Aðrir leikarar sem komu til greina voru aðeins Russel Crowe og Ethan Hawke, enginn annar. Ben Affleck stóð sig mjög vel sem Ned Alleyn, sem er hlutverkið sem hann kom til greina í,“ segir í yfirlýsingu Weinstein. Weinstein hefur sem fyrr segir látið lítið fyrir sér fara en hann undirbýr nú varnir sínar í dómsmáli gegn honum í New York-ríki. Tvær konur hafa sakað hann um nauðgun. Hann neitar sök.
Bíó og sjónvarp MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Verjandi Weinstein að hætta Búist er við því að Ben Brafman, verjandi kvikmyndaframleiðandas Harvey Weinstein, muni hætta sem verjandi hans. Líklegt er að það verði til þes að fresta þinghaldi í dómsmáli gegn Weinstein. 15. janúar 2019 08:26 Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22 Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Verjandi Weinstein að hætta Búist er við því að Ben Brafman, verjandi kvikmyndaframleiðandas Harvey Weinstein, muni hætta sem verjandi hans. Líklegt er að það verði til þes að fresta þinghaldi í dómsmáli gegn Weinstein. 15. janúar 2019 08:26
Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22
Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58