Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 13:58 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Mynd/BSRB Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. Þetta kemur fram í ályktun ráðsins sem samþykkt var í morgun.Í ályktuninni er ítrekuð sú stefna bandalagsins að fjölga eigi skattþrepum, eins og ráðgert er samkvæmt tillögunum, en harmað hversu litlar lækkanirnar eru fyrir þá sem lægstar hafa tekjurnar og hversu seint þær eiga að koma til framkvæmda. „Tillögur ríkisstjórnarinnar fela í sér að á næstu þremur árum verði skattbyrði einstaklinga lækkuð sem nemur alls 6.760 krónum mánaðarlega. Breytingarnar eiga að koma í þremur áföngum og á sá fyrsti ekki að koma til framkvæmda fyrr en í byrjun árs 2020 þegar skattbyrðin á að lækka um 2.253 krónur. Það veldur vonbrigðum hve lítil lækkunin er og enn meiri vonbrigðum hversu seint hún á að koma til framkvæmda,“ segir meðal annars í ályktun formannaráðsins. Þá er einnig bent á að lækkunin nái ekki eingöngu til þeirra sem lægstar hafi tekjurnar heldur einnig til þeirra tekjuhærri. Formannaráðið ítrekar að bandalagið sé andvígt því að skattar séu lækkaðir á hátekjufólk. Nýta eigi það svigrúm sem stjórnvöld telji til staðar til skattalækkana til að lækka álögur á tekjulægstu hópana í samfélaginu. Í ályktuninni kallar formannaráðið eftir því að tekið verði upp sérstakt hátekjuþrep í skattkerfinu. „Samfélagið hefur kallað eftir réttlæti í skiptingu tekna og ekki síst í umræðu um ofurlaun. Ein leið til að mæta því ákalli er að innleiða hátekjuþrep í skattkerfið. Samanborið við hin Norðurlöndin er Ísland með færri skattþrep, hærri grunnprósentu og lægri hámarksprósentu. Með því að taka upp hátekjuskatt nýtist skattkerfið betur sem tekjujöfnunartæki,“ segir í ályktuninni. Efnahagsmál Ríkisstjórn Skattar og tollar Tengdar fréttir „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Segir tillögu ríkisstjórnarinnar metnaðarlitla Sérfræðingur hjá Eflingu segir ríkið hafa svigrúm upp á 55 milljarða til að setja í skattalækkanir en núverandi tillaga ríkisstjórnar kosti aðeins 14,7 milljarða. 20. febrúar 2019 12:55 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. Þetta kemur fram í ályktun ráðsins sem samþykkt var í morgun.Í ályktuninni er ítrekuð sú stefna bandalagsins að fjölga eigi skattþrepum, eins og ráðgert er samkvæmt tillögunum, en harmað hversu litlar lækkanirnar eru fyrir þá sem lægstar hafa tekjurnar og hversu seint þær eiga að koma til framkvæmda. „Tillögur ríkisstjórnarinnar fela í sér að á næstu þremur árum verði skattbyrði einstaklinga lækkuð sem nemur alls 6.760 krónum mánaðarlega. Breytingarnar eiga að koma í þremur áföngum og á sá fyrsti ekki að koma til framkvæmda fyrr en í byrjun árs 2020 þegar skattbyrðin á að lækka um 2.253 krónur. Það veldur vonbrigðum hve lítil lækkunin er og enn meiri vonbrigðum hversu seint hún á að koma til framkvæmda,“ segir meðal annars í ályktun formannaráðsins. Þá er einnig bent á að lækkunin nái ekki eingöngu til þeirra sem lægstar hafi tekjurnar heldur einnig til þeirra tekjuhærri. Formannaráðið ítrekar að bandalagið sé andvígt því að skattar séu lækkaðir á hátekjufólk. Nýta eigi það svigrúm sem stjórnvöld telji til staðar til skattalækkana til að lækka álögur á tekjulægstu hópana í samfélaginu. Í ályktuninni kallar formannaráðið eftir því að tekið verði upp sérstakt hátekjuþrep í skattkerfinu. „Samfélagið hefur kallað eftir réttlæti í skiptingu tekna og ekki síst í umræðu um ofurlaun. Ein leið til að mæta því ákalli er að innleiða hátekjuþrep í skattkerfið. Samanborið við hin Norðurlöndin er Ísland með færri skattþrep, hærri grunnprósentu og lægri hámarksprósentu. Með því að taka upp hátekjuskatt nýtist skattkerfið betur sem tekjujöfnunartæki,“ segir í ályktuninni.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Skattar og tollar Tengdar fréttir „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Segir tillögu ríkisstjórnarinnar metnaðarlitla Sérfræðingur hjá Eflingu segir ríkið hafa svigrúm upp á 55 milljarða til að setja í skattalækkanir en núverandi tillaga ríkisstjórnar kosti aðeins 14,7 milljarða. 20. febrúar 2019 12:55 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
„Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07
Segir tillögu ríkisstjórnarinnar metnaðarlitla Sérfræðingur hjá Eflingu segir ríkið hafa svigrúm upp á 55 milljarða til að setja í skattalækkanir en núverandi tillaga ríkisstjórnar kosti aðeins 14,7 milljarða. 20. febrúar 2019 12:55