Seðlabankastjóri boðaður á opinn fund í næstu viku Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. mars 2019 07:00 Búast má við að Már Guðmundsson fái erfiðar spurningar á opnum fundi í næstu viku. Fréttablaðið/Anton Brink Már Guðmundsson seðlabankastjóri mun sitja fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Á fundi nefndarinnar síðastliðinn miðvikudag fór umboðsmaður Alþingis hörðum orðum um stjórnsýslu bankans á tímum gjaldeyrishafta, og gagnrýndi meðal annars opinberar yfirlýsingar forsvarsmanna bankans um þá sem sættu eftirliti og upplýsingagjöf við fjölmiðla um húsleitina hjá Samherja árið 2012. „Eins og málið lítur út á þessu stigi er það auðvitað grafalvarlegt. Við bíðum þó eftir svörum og skýringum frá fulltrúum Seðlabankans í næstu viku og eftir það ætti staðan að vera aðeins skýrari,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir málið hafa verið lengi hjá nefndinni og að fundur nefndarinnar með fulltrúum Seðlabankans sé löngu ákveðinn. Á fyrrnefndum fundi nefndarinnar sagði umboðsmaður það ekki samræmast hlutverki forsvarsmanna eftirlitsstofnana að lýsa opinberlega efasemdum um sakleysi manna eftir að mál þeirra hafi verið felld niður vegna galla á regluverki eða annarra formgalla. Umboðsmanni varð einnig tíðrætt um þau orð Más Guðmundssonar í bréfi til forsætisráðherra, sem birt var á vef bankans í lok febrúar, að húsleitin hjá Samherja árið 2012 hefði haft ákveðin fælingaráhrif. Í bréfinu er fælingarmætti húsleitarinnar lýst þannig að tekist hafi að stöðva útstreymi aflandskróna og bæta virkni skilaskyldu. Með húsleitinni hafi verið send skýr skilaboð um að Seðlabankanum hafi verið alvara með því að framfylgja höftunum. Í máli umboðsmanns kom einnig fram að hann teldi ástæðu til að kanna nánar hver hafi verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í að upplýsa starfsmann Ríkisútvarpsins um fyrirhugaða húsleit en við íþyngjandi rannsóknarúrræði eins og húsleit ríkir þagnarskylda á starfsmönnum sem að henni koma, ekki aðeins vegna rannsóknarhagsmuna heldur einnig vegna réttar borgaranna til að teljast saklausir uns sekt þeirra er sönnuð. Umboðsmaður sagði Samherjamálið og framkvæmd gjaldeyriseftirlitsins gefa tilefni til að huga betur að aðgreiningu verkefna hjá stofnunum sem er falið eftirlitshlutverk og vald til að beita viðurlögum. Slík verkefni fari ekki endilega vel saman við önnur verkefni viðkomandi stofnunar. Þessum vanda er einnig lýst í fyrrnefndu bréfi Más til forsætisráðherra. Hann greinir þar frá því þegar starfsmenn bankans svari upplýsingabeiðnum fjölmiðla með vísan til þagnarskylduákvæða sé því jafnan verr tekið en í tilvikum annarra eftirlitsstofnana, lögreglu og saksóknara. Það kunni að skýrast af því að starfsmenn bankans tjái sig gjarnan opinberlega um önnur verkefni bankans eins og peningastefnu og fjármálastöðugleika. Þá segir í bréfinu að Seðlabankinn eigi erfiðara með að draga sig inn í skel þar sem þögn sé gjarnan túlkuð sem svo að hlutir þoli ekki dagsljósið og neikvæð smitáhrif á aðra starfsemi geti haft neikvæð smitáhrif í meiri mæli en í tilvikum sérhæfðari eftirlitsstofnana, lögreglu og saksóknara. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri mun sitja fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Á fundi nefndarinnar síðastliðinn miðvikudag fór umboðsmaður Alþingis hörðum orðum um stjórnsýslu bankans á tímum gjaldeyrishafta, og gagnrýndi meðal annars opinberar yfirlýsingar forsvarsmanna bankans um þá sem sættu eftirliti og upplýsingagjöf við fjölmiðla um húsleitina hjá Samherja árið 2012. „Eins og málið lítur út á þessu stigi er það auðvitað grafalvarlegt. Við bíðum þó eftir svörum og skýringum frá fulltrúum Seðlabankans í næstu viku og eftir það ætti staðan að vera aðeins skýrari,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir málið hafa verið lengi hjá nefndinni og að fundur nefndarinnar með fulltrúum Seðlabankans sé löngu ákveðinn. Á fyrrnefndum fundi nefndarinnar sagði umboðsmaður það ekki samræmast hlutverki forsvarsmanna eftirlitsstofnana að lýsa opinberlega efasemdum um sakleysi manna eftir að mál þeirra hafi verið felld niður vegna galla á regluverki eða annarra formgalla. Umboðsmanni varð einnig tíðrætt um þau orð Más Guðmundssonar í bréfi til forsætisráðherra, sem birt var á vef bankans í lok febrúar, að húsleitin hjá Samherja árið 2012 hefði haft ákveðin fælingaráhrif. Í bréfinu er fælingarmætti húsleitarinnar lýst þannig að tekist hafi að stöðva útstreymi aflandskróna og bæta virkni skilaskyldu. Með húsleitinni hafi verið send skýr skilaboð um að Seðlabankanum hafi verið alvara með því að framfylgja höftunum. Í máli umboðsmanns kom einnig fram að hann teldi ástæðu til að kanna nánar hver hafi verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í að upplýsa starfsmann Ríkisútvarpsins um fyrirhugaða húsleit en við íþyngjandi rannsóknarúrræði eins og húsleit ríkir þagnarskylda á starfsmönnum sem að henni koma, ekki aðeins vegna rannsóknarhagsmuna heldur einnig vegna réttar borgaranna til að teljast saklausir uns sekt þeirra er sönnuð. Umboðsmaður sagði Samherjamálið og framkvæmd gjaldeyriseftirlitsins gefa tilefni til að huga betur að aðgreiningu verkefna hjá stofnunum sem er falið eftirlitshlutverk og vald til að beita viðurlögum. Slík verkefni fari ekki endilega vel saman við önnur verkefni viðkomandi stofnunar. Þessum vanda er einnig lýst í fyrrnefndu bréfi Más til forsætisráðherra. Hann greinir þar frá því þegar starfsmenn bankans svari upplýsingabeiðnum fjölmiðla með vísan til þagnarskylduákvæða sé því jafnan verr tekið en í tilvikum annarra eftirlitsstofnana, lögreglu og saksóknara. Það kunni að skýrast af því að starfsmenn bankans tjái sig gjarnan opinberlega um önnur verkefni bankans eins og peningastefnu og fjármálastöðugleika. Þá segir í bréfinu að Seðlabankinn eigi erfiðara með að draga sig inn í skel þar sem þögn sé gjarnan túlkuð sem svo að hlutir þoli ekki dagsljósið og neikvæð smitáhrif á aðra starfsemi geti haft neikvæð smitáhrif í meiri mæli en í tilvikum sérhæfðari eftirlitsstofnana, lögreglu og saksóknara.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira