Halldór Jóhann: Við erum að spila með menn á annarri löppinni líka Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 8. mars 2019 22:56 Halldór er á sínu síðasta tímabili með FH. VÍSIR/DANÍEL „ÍR liðið er bara mjög gott og þeir eru komnir með alla sína menn til baka. Það er reynsla í þessu liði hjá þeim, Stulli, Stephen, Þrándur og Bjöggi, þetta eru reyndir menn og þeir hafa spilað mjög vel uppá síðkastið,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir sigurinn gegn ÍR í undanúrslitum bikarsins í kvöld. „Við vissum það fyrir leik að við þyrftum að eiga mjög góðan leik til þess að vinna þá. Við áttum kannski ekki mjög góðan leik samt en það dugði til að vinna í dag. FH náði að stjórna hraða leiksins og refsuðu ÍR ítrekað fyrir þeirra tæknifeila. Halldór segir að það hafi líka verið planið enda vissu þeir sem var að leikur ÍR er oft sveiflukenndur og því mikilvægt að halda boltanum „Það var líka uppleggið hjá okkur, við höfum séð marga ÍR leiki og þeir eru að tapa töluvert af boltum, við vitum það bara. Það eru töluverðar sveiflur á leiknum hjá þeim.“ „Það var bara algjört skilyrði hjá okkur að við þyrftum að halda boltanum innan okkar raða og kasta honum ekki frá okkur,“ segir Halldór en leikskipulag hans gekk vel í kvöld eins og oft áður. „Við vorum ragir sóknarlega sérstaklega í byrjun og framan af en þegar við náðum góðri stjórn á leiknum fannst mér þetta rúlla ágætlega hjá okkur. Fengum kannski fullt af óttarleg aula mörkum á okkur en þetta er bara þannig þegar maður er spila í undanúrslitum í bikar að spennustigið er hátt.“ FH mætir Val í úrslitaleiknum á morgun. Þessi lið þekkjast vel og býst Halldór við hörku viðureign þar sem bæði lið geta unnið. Halldór vill ekki meina að Valsliðið sé eitthvað laskaðara en þeir þrátt fyrir að FH-ingar séu búnir að endurheimta flest alla sína leikmenn. „Eins og allir þessir úrslita leikir þá leggst þetta bara vel í mig, menn þurfa bara að undirbúa sig vel. Það er ekki langur tími til að undirbúa sig en liðin þekkjast vel frá síðustu árum.“ Það er alltaf eitthvað extra sem þú þarft í úrslitaleikjum og við þurfum klárlega eitthvað extra á morgun. Við þurfum að eiga einn af okkar bestu leikjum í vetur til að vinna Val á morgun.“ „Hversu mikið laskaðari en við eru þeir? Ég held að Aggi verði með á morgun og Robbi var með áðan. Við erum að spila með menn á annarri löppinni líka, það er engin að pæla í því þegar komið er inní úrslitaleikinn, það vilja allir spila þennan leik,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH - ÍR 25-24 | FH er komið í úrslitaleikinn eftir spennutrylli í Höllinni FH hafði betur gegn ÍR í seinni undanúrslita leik kvöldsins. FH mætir Val á morgun í úrslitaleiknum 8. mars 2019 22:45 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
„ÍR liðið er bara mjög gott og þeir eru komnir með alla sína menn til baka. Það er reynsla í þessu liði hjá þeim, Stulli, Stephen, Þrándur og Bjöggi, þetta eru reyndir menn og þeir hafa spilað mjög vel uppá síðkastið,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir sigurinn gegn ÍR í undanúrslitum bikarsins í kvöld. „Við vissum það fyrir leik að við þyrftum að eiga mjög góðan leik til þess að vinna þá. Við áttum kannski ekki mjög góðan leik samt en það dugði til að vinna í dag. FH náði að stjórna hraða leiksins og refsuðu ÍR ítrekað fyrir þeirra tæknifeila. Halldór segir að það hafi líka verið planið enda vissu þeir sem var að leikur ÍR er oft sveiflukenndur og því mikilvægt að halda boltanum „Það var líka uppleggið hjá okkur, við höfum séð marga ÍR leiki og þeir eru að tapa töluvert af boltum, við vitum það bara. Það eru töluverðar sveiflur á leiknum hjá þeim.“ „Það var bara algjört skilyrði hjá okkur að við þyrftum að halda boltanum innan okkar raða og kasta honum ekki frá okkur,“ segir Halldór en leikskipulag hans gekk vel í kvöld eins og oft áður. „Við vorum ragir sóknarlega sérstaklega í byrjun og framan af en þegar við náðum góðri stjórn á leiknum fannst mér þetta rúlla ágætlega hjá okkur. Fengum kannski fullt af óttarleg aula mörkum á okkur en þetta er bara þannig þegar maður er spila í undanúrslitum í bikar að spennustigið er hátt.“ FH mætir Val í úrslitaleiknum á morgun. Þessi lið þekkjast vel og býst Halldór við hörku viðureign þar sem bæði lið geta unnið. Halldór vill ekki meina að Valsliðið sé eitthvað laskaðara en þeir þrátt fyrir að FH-ingar séu búnir að endurheimta flest alla sína leikmenn. „Eins og allir þessir úrslita leikir þá leggst þetta bara vel í mig, menn þurfa bara að undirbúa sig vel. Það er ekki langur tími til að undirbúa sig en liðin þekkjast vel frá síðustu árum.“ Það er alltaf eitthvað extra sem þú þarft í úrslitaleikjum og við þurfum klárlega eitthvað extra á morgun. Við þurfum að eiga einn af okkar bestu leikjum í vetur til að vinna Val á morgun.“ „Hversu mikið laskaðari en við eru þeir? Ég held að Aggi verði með á morgun og Robbi var með áðan. Við erum að spila með menn á annarri löppinni líka, það er engin að pæla í því þegar komið er inní úrslitaleikinn, það vilja allir spila þennan leik,“ sagði Halldór Jóhann að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH - ÍR 25-24 | FH er komið í úrslitaleikinn eftir spennutrylli í Höllinni FH hafði betur gegn ÍR í seinni undanúrslita leik kvöldsins. FH mætir Val á morgun í úrslitaleiknum 8. mars 2019 22:45 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Leik lokið: FH - ÍR 25-24 | FH er komið í úrslitaleikinn eftir spennutrylli í Höllinni FH hafði betur gegn ÍR í seinni undanúrslita leik kvöldsins. FH mætir Val á morgun í úrslitaleiknum 8. mars 2019 22:45