Real svaraði niðurlægingunni í Meistaradeildinni með þriggja marka sigri á Valladolid Anton Ingi Leifsson skrifar 10. mars 2019 21:45 Leikmenn Real gátu leyft sér að fagna í kvöld. vísir/getty Real Madrid komst aftur á sigurbraut er liðið vann 4-1 sigur á Real Valladolid í fjörugum leik í Valladolid í kvöld. Á fyrsta hálftímanum skoruðu heimamenn í Valladolid tvö mörk en bæði voru þau dæmd af með aðstoðu myndbandsaðstoðardómara. Bæði mörkin voru dæmd af vegna rangstöðu. Það var ekki allt upptalið því gestirnir klúðruðu einnig vítaspyrnu. Vítaspyrna Guardiola fór himin hátt yfir markið. Heimamenn komust að endingu yfir á 29. mínútu er Anuar skoraði. Varnarmaðurinn Raphael Varane jafnaði fyrir Real fimm mínútum síðar er hann kom boltanum í netið eftir hornspyrnu og staðan var jöfn, 1-1, er liðin gengu til búningsherbergja.It was a tough first half for Real Madrid away at Real Valladolid. But they've absolutely cruised in the second 45 minutes! LIVE: https://t.co/vWL1uW2HN6pic.twitter.com/Locd61qFaG— BBC Sport (@BBCSport) March 10, 2019 Real fékk réttilega vítaspyrnu á 51. mínútu og á punktinn steig Karim Benzema. Hann skoraði af miklu öryggi. Benzema var aftur á ferðinni átta mínútum síðar er hann kom Real í 3-1. Það var svo besti fótboltamaður heims að mati Gullboltans, Luka Modric, sem skoraði fjórða og síðasta mark Real eftir frábært einstaklingsframtak. Lokatölur 4-1. Real er í þriðja sætinu með 51 stig, tólf stigum á eftir Börsungum sem eru á toppnum. Nýliðarnir í Valladolid eru í sextánda sætinu, einu stigi frá fallsæti. Spænski boltinn
Real Madrid komst aftur á sigurbraut er liðið vann 4-1 sigur á Real Valladolid í fjörugum leik í Valladolid í kvöld. Á fyrsta hálftímanum skoruðu heimamenn í Valladolid tvö mörk en bæði voru þau dæmd af með aðstoðu myndbandsaðstoðardómara. Bæði mörkin voru dæmd af vegna rangstöðu. Það var ekki allt upptalið því gestirnir klúðruðu einnig vítaspyrnu. Vítaspyrna Guardiola fór himin hátt yfir markið. Heimamenn komust að endingu yfir á 29. mínútu er Anuar skoraði. Varnarmaðurinn Raphael Varane jafnaði fyrir Real fimm mínútum síðar er hann kom boltanum í netið eftir hornspyrnu og staðan var jöfn, 1-1, er liðin gengu til búningsherbergja.It was a tough first half for Real Madrid away at Real Valladolid. But they've absolutely cruised in the second 45 minutes! LIVE: https://t.co/vWL1uW2HN6pic.twitter.com/Locd61qFaG— BBC Sport (@BBCSport) March 10, 2019 Real fékk réttilega vítaspyrnu á 51. mínútu og á punktinn steig Karim Benzema. Hann skoraði af miklu öryggi. Benzema var aftur á ferðinni átta mínútum síðar er hann kom Real í 3-1. Það var svo besti fótboltamaður heims að mati Gullboltans, Luka Modric, sem skoraði fjórða og síðasta mark Real eftir frábært einstaklingsframtak. Lokatölur 4-1. Real er í þriðja sætinu með 51 stig, tólf stigum á eftir Börsungum sem eru á toppnum. Nýliðarnir í Valladolid eru í sextánda sætinu, einu stigi frá fallsæti.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti