Deilur innan Repúblikanaflokksins um neyðarástand Trump Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2019 11:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Líklegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings muni fordæma yfirlýsingu Donald Trump, forseta bandaríkjanna, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þrátt fyrir að Repúblikanaflokkurinn sé með meirihluta í öldungadeildinni. Starfsmenn Hvíta hússins hafa hringt ítrekað í þingmenn á undanförnum dögum og þrýst á þá sem hafa ekki lýst yfir stuðningi við Trump. Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum í síðasta mánuði eftir að þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni komust að samkomulagi um að fjárveitingar til öryggismála á landamærunum. Það gerði forsetinn til að fá aðgang að neyðarsjóðum bandaríska hersins til að byggja múr og girðingar á landamærunum þar sem hann var ekki sáttur við hve litlu fé átti að veita til byggingar múrs í fjárlögum. Við eðlilegar kringumstæður væru neyðarsjóðir hersins notaðir vegna hamfara, byggingar varnarvirkja og innviða. Öldungadeildarþingmenn Repúlbikanaflokksins hafa farið fram á upplýsingar um hvaða byggingarverkefnum hersins bygging múrs myndi koma niður á. Varnarmálaráðuneytið hefur þó ekki veitt slíkar upplýsingar, samkvæmt Washington Post. Einhverjir þingmenn segjast vissir um að þær upplýsingar séu ekki til.Vísa hver á annan Þingmaðurinn John Boozman segir herinn hafa sagt að verið sé að bíða eftir upplýsingum frá Heimavarnaráðuneytinu og þær séu nauðsynlegar svo hægt sé að ákveða hvaðan peningarnir eiga að koma. Kirstjen Nielsen, heimavarnaráðherra, vísaði þó í vikunni til Varnarmálaráðuneytisins þegar þingmenn kröfðust svara frá henni. Margir þingmenn Repúblikanaflokksins eru ósáttir við neyðarástandsyfirlýsingu Trump. Þeir segja hana skapa slæmt fordæmi svo komandi forsetar Demókrataflokksins gætu einnig lýst yfir neyðarástandi til að grípa til umfangsmikilla aðgerða varðandi umhverfisvernd og byssueign. Þá segja einhverjir að hann sé að stíga út fyrir valdsvið sitt en fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem stjórnað er af Demókrataflokknum, hefur í raun vald yfir buddu Bandaríkjanna. Politico segir líklegt að um tíu þingmenn Repúblikanaflokksins séu mótfallnir ætlunum Trump og muni mögulega greiða atkvæði með tillögunni um að fordæma yfirlýsingu forsetans þegar kosið verður um hana, líklega í næstu viku. Þú þyrfti Trump að beita neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn og fella tillöguna.Einn þingmaður Repúblikaflokksins, Mike Lee, ætlar sér að leggja fram lagafrumvarp sem myndi í raun gera forsetum Bandaríkjanna ómögulegt að lýsa yfir neyðarástandi án þess að báðar deildir þingsins samþykki slíkar yfirlýsingar. Ron Johnson, þingmaður Repúblikanaflokksins, ræddi við fjölmiðla í gær. Þá sagðist hann hafa miklar áhyggjur af yfirlýsingu Trump og að hann væri að fara lengra með viðkomandi lög en áður hefði verið gert. Hann ætlaði hins vegar að styðja Trump. „Forsetinn tekur þessu mjög persónulega. Í hans huga ertu annað hvort að styðja hann, eða styðja Nancy Pelosi.“ Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Líklegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings muni fordæma yfirlýsingu Donald Trump, forseta bandaríkjanna, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þrátt fyrir að Repúblikanaflokkurinn sé með meirihluta í öldungadeildinni. Starfsmenn Hvíta hússins hafa hringt ítrekað í þingmenn á undanförnum dögum og þrýst á þá sem hafa ekki lýst yfir stuðningi við Trump. Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum í síðasta mánuði eftir að þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni komust að samkomulagi um að fjárveitingar til öryggismála á landamærunum. Það gerði forsetinn til að fá aðgang að neyðarsjóðum bandaríska hersins til að byggja múr og girðingar á landamærunum þar sem hann var ekki sáttur við hve litlu fé átti að veita til byggingar múrs í fjárlögum. Við eðlilegar kringumstæður væru neyðarsjóðir hersins notaðir vegna hamfara, byggingar varnarvirkja og innviða. Öldungadeildarþingmenn Repúlbikanaflokksins hafa farið fram á upplýsingar um hvaða byggingarverkefnum hersins bygging múrs myndi koma niður á. Varnarmálaráðuneytið hefur þó ekki veitt slíkar upplýsingar, samkvæmt Washington Post. Einhverjir þingmenn segjast vissir um að þær upplýsingar séu ekki til.Vísa hver á annan Þingmaðurinn John Boozman segir herinn hafa sagt að verið sé að bíða eftir upplýsingum frá Heimavarnaráðuneytinu og þær séu nauðsynlegar svo hægt sé að ákveða hvaðan peningarnir eiga að koma. Kirstjen Nielsen, heimavarnaráðherra, vísaði þó í vikunni til Varnarmálaráðuneytisins þegar þingmenn kröfðust svara frá henni. Margir þingmenn Repúblikanaflokksins eru ósáttir við neyðarástandsyfirlýsingu Trump. Þeir segja hana skapa slæmt fordæmi svo komandi forsetar Demókrataflokksins gætu einnig lýst yfir neyðarástandi til að grípa til umfangsmikilla aðgerða varðandi umhverfisvernd og byssueign. Þá segja einhverjir að hann sé að stíga út fyrir valdsvið sitt en fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem stjórnað er af Demókrataflokknum, hefur í raun vald yfir buddu Bandaríkjanna. Politico segir líklegt að um tíu þingmenn Repúblikanaflokksins séu mótfallnir ætlunum Trump og muni mögulega greiða atkvæði með tillögunni um að fordæma yfirlýsingu forsetans þegar kosið verður um hana, líklega í næstu viku. Þú þyrfti Trump að beita neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn og fella tillöguna.Einn þingmaður Repúblikaflokksins, Mike Lee, ætlar sér að leggja fram lagafrumvarp sem myndi í raun gera forsetum Bandaríkjanna ómögulegt að lýsa yfir neyðarástandi án þess að báðar deildir þingsins samþykki slíkar yfirlýsingar. Ron Johnson, þingmaður Repúblikanaflokksins, ræddi við fjölmiðla í gær. Þá sagðist hann hafa miklar áhyggjur af yfirlýsingu Trump og að hann væri að fara lengra með viðkomandi lög en áður hefði verið gert. Hann ætlaði hins vegar að styðja Trump. „Forsetinn tekur þessu mjög persónulega. Í hans huga ertu annað hvort að styðja hann, eða styðja Nancy Pelosi.“
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira