Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. mars 2019 06:00 Þjónusta hótela mun skerðast vegna verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Verkfall hótelþerna í Eflingu hefst klukkan tíu í dag og mun standa til miðnættis. Þetta varð ekki endanlega ljóst fyrr en dómur Félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunarinnar lá fyrir eftir hádegi í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist hlakka mikið til. „Mér finnst þetta vera mjög merkilegur dagur. Það er ótrúlega langt síðan verka- og láglaunafólk á höfuðborgarsvæðinu fór í verkfall.“ Sólveig Anna segir að félaginu hafi borist tilkynningar um hótel sem hyggist fremja verkfallsbrot. „Við munum taka smá verkfallsvörslurúnt og förum allavega á eitt hótel til að vera með aktíva verkfallsvörslu. Við höfum fengið ábendingu um að þar sé ætlunin að láta aðra starfsmenn ganga í störf þernanna sem við tökum mjög alvarlega.“ Efling mun standa fyrir dagskrá í Gamla bíói frá klukkan tíu í dag og farið verður í kröfugöngu klukkan 16. Ljóst er að verkfallið mun skerða þjónustu hótela að einhverju leyti. Aðilar í hótelgeiranum hafa miklar áhyggjur af stöðunni komi til víðtækari verkfallsaðgerða. „Við hefðum ekki notað þessa aðferð nema við værum mjög örugg um að þetta mætti. En það er frábært að fá það staðfest að við megum nota þessa aðferð. Við fögnum því mikið,“ segir Sólveig Anna um þá niðurstöðu Félagsdóms að boðað verkfall hótelþerna í félaginu væri í samræmi við lög.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eftir að dómur var kveðinn upp í Félagsdómi í gær.vísir/vilhelmVerkfallið sem hefst klukkan tíu í dag ber upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna. „Fyrsta verkfallið er á þessum merkisdegi. Það er bara eitthvað til að gleðjast yfir. Ég get varla verið eina konan í þessari borg sem gleðst og fagnar innilega,“ segir Sólveig Anna. Hún segist halda að félagsmenn sínir sem væru að fara að taka þátt í aðgerðunum gleddust líka. „Þær konur og þeir karlar sem raunverulega aðhyllast kvenfrelsi og styðja raunverulega kvenréttindabaráttu, sem í grunninn snýst ekki síst um efnahagslegt frelsi, hljóta að fagna gríðarlega.“ Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir stöðuna snúna. „Við þurfum ekki að loka hótelunum og við getum tekið við þeim gestum sem eru að koma en þeir gestir sem þegar eru hér fá skerta þjónustu.“ Hann segir tjónið nú þegar orðið gríðarlegt. „Við þolum ekki marga daga af verkföllum. Við erum nú þegar að upplifa kólnun í greininni. Staðan er mjög viðkvæm og við þurfum að gæta að orðsporinu.“ Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótels Sögu, tekur í svipaðan streng. „Þetta þýðir auðvitað skerta þjónustu fyrir okkar gesti. Við reynum okkar allra besta en auðvitað er þetta heilmikið áfall fyrir okkur.“ Ingibjörg segir að þeir örfáu starfsmenn sem megi ganga í störf þernanna verði lengur að þrífa herbergin. „Þetta er auðvitað löglega boðað verkfall og við pössum okkur að fara algjörlega að lögum og reglum í þessu. Það er réttur fólks að fara í verkfall.“ Hún segist líka hafa áhyggjur af framhaldinu. „Þetta hefur verið að segja til sín og bókunarstaðan fyrir næstu mánuði er bara miklu slakari en við höfum séð í mörg ár. Þetta gerir illt verra. Við höfum verið í átaki við að efla það en svo spyrst þetta út og það hægir enn þá meira á.“Grafalvarleg staða „Núna er í gangi stærsta ferðakauparáðstefna sem Ísland tekur þátt í, ITB í Berlín, og mér skilst að á básunum þar sé aðalumræðuefnið verkföllin á Íslandi. Þó við komumst í gegnum daginn þá er fólk að leika sér með þetta fjöregg þjóðarinnar sem ferðaþjónustan er. Það er grafalvarlegt,“ segir Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Hann segir að á síðustu fimm árum hafi laun Eflingarfólks hækkað um 75 prósent í evrum talið. Ísland sé nú orðinn dýrasti áfangastaður í heimi. Tölum ekki af léttúð „Niðurstaðan er sú að verkfallið kemur til framkvæmda og það er mikilvægt að við tölum ekki um verkföll af léttúð. Þau valda miklu tjóni í hagkerfinu og samfélaginu og miklu álagi á þeim vinnustöðum sem þau taka til. Það getur enginn hlakkað til verkfalla,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Það sé mikilvægt fyrir alla aðila að leikreglur séu skýrar og dómur Félagsdóms skýri þær að einhverju leyti. „Við höfum brýnt það fyrir okkar atvinnurekendum að hlíta lögum um vinnulöggjöfina í hvívetna og ég árétta það hér með.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Verkfall hótelþerna í Eflingu hefst klukkan tíu í dag og mun standa til miðnættis. Þetta varð ekki endanlega ljóst fyrr en dómur Félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunarinnar lá fyrir eftir hádegi í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist hlakka mikið til. „Mér finnst þetta vera mjög merkilegur dagur. Það er ótrúlega langt síðan verka- og láglaunafólk á höfuðborgarsvæðinu fór í verkfall.“ Sólveig Anna segir að félaginu hafi borist tilkynningar um hótel sem hyggist fremja verkfallsbrot. „Við munum taka smá verkfallsvörslurúnt og förum allavega á eitt hótel til að vera með aktíva verkfallsvörslu. Við höfum fengið ábendingu um að þar sé ætlunin að láta aðra starfsmenn ganga í störf þernanna sem við tökum mjög alvarlega.“ Efling mun standa fyrir dagskrá í Gamla bíói frá klukkan tíu í dag og farið verður í kröfugöngu klukkan 16. Ljóst er að verkfallið mun skerða þjónustu hótela að einhverju leyti. Aðilar í hótelgeiranum hafa miklar áhyggjur af stöðunni komi til víðtækari verkfallsaðgerða. „Við hefðum ekki notað þessa aðferð nema við værum mjög örugg um að þetta mætti. En það er frábært að fá það staðfest að við megum nota þessa aðferð. Við fögnum því mikið,“ segir Sólveig Anna um þá niðurstöðu Félagsdóms að boðað verkfall hótelþerna í félaginu væri í samræmi við lög.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eftir að dómur var kveðinn upp í Félagsdómi í gær.vísir/vilhelmVerkfallið sem hefst klukkan tíu í dag ber upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna. „Fyrsta verkfallið er á þessum merkisdegi. Það er bara eitthvað til að gleðjast yfir. Ég get varla verið eina konan í þessari borg sem gleðst og fagnar innilega,“ segir Sólveig Anna. Hún segist halda að félagsmenn sínir sem væru að fara að taka þátt í aðgerðunum gleddust líka. „Þær konur og þeir karlar sem raunverulega aðhyllast kvenfrelsi og styðja raunverulega kvenréttindabaráttu, sem í grunninn snýst ekki síst um efnahagslegt frelsi, hljóta að fagna gríðarlega.“ Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir stöðuna snúna. „Við þurfum ekki að loka hótelunum og við getum tekið við þeim gestum sem eru að koma en þeir gestir sem þegar eru hér fá skerta þjónustu.“ Hann segir tjónið nú þegar orðið gríðarlegt. „Við þolum ekki marga daga af verkföllum. Við erum nú þegar að upplifa kólnun í greininni. Staðan er mjög viðkvæm og við þurfum að gæta að orðsporinu.“ Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótels Sögu, tekur í svipaðan streng. „Þetta þýðir auðvitað skerta þjónustu fyrir okkar gesti. Við reynum okkar allra besta en auðvitað er þetta heilmikið áfall fyrir okkur.“ Ingibjörg segir að þeir örfáu starfsmenn sem megi ganga í störf þernanna verði lengur að þrífa herbergin. „Þetta er auðvitað löglega boðað verkfall og við pössum okkur að fara algjörlega að lögum og reglum í þessu. Það er réttur fólks að fara í verkfall.“ Hún segist líka hafa áhyggjur af framhaldinu. „Þetta hefur verið að segja til sín og bókunarstaðan fyrir næstu mánuði er bara miklu slakari en við höfum séð í mörg ár. Þetta gerir illt verra. Við höfum verið í átaki við að efla það en svo spyrst þetta út og það hægir enn þá meira á.“Grafalvarleg staða „Núna er í gangi stærsta ferðakauparáðstefna sem Ísland tekur þátt í, ITB í Berlín, og mér skilst að á básunum þar sé aðalumræðuefnið verkföllin á Íslandi. Þó við komumst í gegnum daginn þá er fólk að leika sér með þetta fjöregg þjóðarinnar sem ferðaþjónustan er. Það er grafalvarlegt,“ segir Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Hann segir að á síðustu fimm árum hafi laun Eflingarfólks hækkað um 75 prósent í evrum talið. Ísland sé nú orðinn dýrasti áfangastaður í heimi. Tölum ekki af léttúð „Niðurstaðan er sú að verkfallið kemur til framkvæmda og það er mikilvægt að við tölum ekki um verkföll af léttúð. Þau valda miklu tjóni í hagkerfinu og samfélaginu og miklu álagi á þeim vinnustöðum sem þau taka til. Það getur enginn hlakkað til verkfalla,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Það sé mikilvægt fyrir alla aðila að leikreglur séu skýrar og dómur Félagsdóms skýri þær að einhverju leyti. „Við höfum brýnt það fyrir okkar atvinnurekendum að hlíta lögum um vinnulöggjöfina í hvívetna og ég árétta það hér með.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02
Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21