Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. mars 2019 15:15 Frá atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallið á morgun við hótel eitt í miðbæ Reykjavíkur. vísir/vilhelm Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, Kjósarsýslu að Botnsá, í Hveragerði og Ölfusi. Það kemur því til álita hvort að hótelstjórar, og eftir atvikum framkvæmdastjórar á staðnum, geti gengið í störf ræstingafólks. „Það hefur alltaf verið þannig að þeir sem eru æðstu fulltrúar atvinnurekenda hafa þessa heimild. Það eru dómar fyrir því. Síðan er alltaf ágreiningur um það hversu neðarlega þú megir fara í stjórnendalistann til að segja að þeir megi það,“ segir Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, í samtali við Vísi.Verkfall nái ekki til eiganda fyrirtækis eða stjórnenda Hann nefnir til dæmis dóm varðandi það að forstjóra Flugleiða var heimilt að afgreiða í miðasölunni í Keflavík og ganga í öll störf. „Það er spurning hvort hótelstjórinn megi það eða framkvæmdastjórinn á staðnum. Já, líklega, en ekki þeir sem fara neðar, það myndum við segja,“ segir Magnús. Á vef ASÍ er fjallað ítarlega um það hverjir mega vinna í verkfalli. Þar kemur til dæmis fram að eiganda fyrirtækis sé heimilt að vinna í verkfalli og þá nær verkfall ekki til stjórnenda í fyrirtækjum. Samkvæmt vef ASÍ hefur þó verið talið að heimild stjórnenda til að starfa í verkfalli næði fyrst og fremst til stjórnunarstarfa og stjórnunarsviðs viðkomandi. Þannig væri honum ekki heimilt að ganga í störf undirmanna nema til þess að geta sinnt því sem telst vera hluti af eðlilegum störfum stjórnandans.Fékk skaðabætur vegna verkfallsvörslu á Keflavíkurflugvelli „Nokkrir dómar hafa fallið á undanförnum árum, sem breytt hafa þessari mynd. Af þeim má draga þá ályktun að framkvæmdastjóri eða æðsti yfirmaður í fyrirtæki geti gengið í hvaða störf sem er í fyrirtækinu, án tillits til þess hvort þau störf geti talist heyra undir starfssvið hans. Í verkfalli geti því framkvæmdastjóri haldið úti starfsemi fyrirtækis með því að hlaupa í skarðið,“ segir á vef ASÍ þar sem síðan er vísað í fyrrnefndan dóm varðandi forstjóra Flugleiða og hvaða störfum honum var heimilt að sinna: „Deilt var um rétt forstjóra Flugleiða hf. til að annast afgreiðslu farþega og afhendingu brottfararspjalda í flug. Einstaklingur sem hugðist fara í flug erlendis höfðaði skaðabótamál gegn stéttarfélagi sem hélt uppi verkfallsvörslu í flugstöð og kom í veg fyrir að forstjóri fyrirtækisins sem hafði tekið sér stöðu við afgreiðsluborð við innritun og afhendingu brottfararspjalda farþega gæti sinnt þeirri afgreiðslu. Taldi maðurinn að félagið hefði með ólögmætum hætti hindrað för sína. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að það bryti ekki í bága við ákvæði í lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur eða aðrar réttarreglur að forstjóri Flugleiða hf. innti af hendi framangreind störf í stað undirmanna sinna í verkfalli félagsmanna stéttarfélagsins. Voru manninum dæmdar skaðabætur af þessu tilefni.“Kæmi ekki á óvart ef upp kæmu vafamál Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir erfitt að segja hvort að einhverjir stjórnendur eða eigendur hótela og gistiheimila muni ganga í störf ræstingafólks á morgun. „Ég held að margir atvinnurekendur séu alveg með þessi lög á hreinu og vilja alveg fara eftir þeim. En það kæmi mér ekkert á óvart ef það kæmu upp einhver vafamál og hugsanlega einhver vísvitandi brot, það kæmi mér ekkert á óvart,“ segir Viðar. Verkfall Eflingar hefst, eins og áður segir, klukkan 10 og stendur til miðnættis annað kvöld. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20 „Við fáum að halda kvennaverkfall á morgun“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var sigri hrósandi eftir að Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að boðað verkfall stéttarfélagsins á morgun er löglegt. 7. mars 2019 13:22 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, Kjósarsýslu að Botnsá, í Hveragerði og Ölfusi. Það kemur því til álita hvort að hótelstjórar, og eftir atvikum framkvæmdastjórar á staðnum, geti gengið í störf ræstingafólks. „Það hefur alltaf verið þannig að þeir sem eru æðstu fulltrúar atvinnurekenda hafa þessa heimild. Það eru dómar fyrir því. Síðan er alltaf ágreiningur um það hversu neðarlega þú megir fara í stjórnendalistann til að segja að þeir megi það,“ segir Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, í samtali við Vísi.Verkfall nái ekki til eiganda fyrirtækis eða stjórnenda Hann nefnir til dæmis dóm varðandi það að forstjóra Flugleiða var heimilt að afgreiða í miðasölunni í Keflavík og ganga í öll störf. „Það er spurning hvort hótelstjórinn megi það eða framkvæmdastjórinn á staðnum. Já, líklega, en ekki þeir sem fara neðar, það myndum við segja,“ segir Magnús. Á vef ASÍ er fjallað ítarlega um það hverjir mega vinna í verkfalli. Þar kemur til dæmis fram að eiganda fyrirtækis sé heimilt að vinna í verkfalli og þá nær verkfall ekki til stjórnenda í fyrirtækjum. Samkvæmt vef ASÍ hefur þó verið talið að heimild stjórnenda til að starfa í verkfalli næði fyrst og fremst til stjórnunarstarfa og stjórnunarsviðs viðkomandi. Þannig væri honum ekki heimilt að ganga í störf undirmanna nema til þess að geta sinnt því sem telst vera hluti af eðlilegum störfum stjórnandans.Fékk skaðabætur vegna verkfallsvörslu á Keflavíkurflugvelli „Nokkrir dómar hafa fallið á undanförnum árum, sem breytt hafa þessari mynd. Af þeim má draga þá ályktun að framkvæmdastjóri eða æðsti yfirmaður í fyrirtæki geti gengið í hvaða störf sem er í fyrirtækinu, án tillits til þess hvort þau störf geti talist heyra undir starfssvið hans. Í verkfalli geti því framkvæmdastjóri haldið úti starfsemi fyrirtækis með því að hlaupa í skarðið,“ segir á vef ASÍ þar sem síðan er vísað í fyrrnefndan dóm varðandi forstjóra Flugleiða og hvaða störfum honum var heimilt að sinna: „Deilt var um rétt forstjóra Flugleiða hf. til að annast afgreiðslu farþega og afhendingu brottfararspjalda í flug. Einstaklingur sem hugðist fara í flug erlendis höfðaði skaðabótamál gegn stéttarfélagi sem hélt uppi verkfallsvörslu í flugstöð og kom í veg fyrir að forstjóri fyrirtækisins sem hafði tekið sér stöðu við afgreiðsluborð við innritun og afhendingu brottfararspjalda farþega gæti sinnt þeirri afgreiðslu. Taldi maðurinn að félagið hefði með ólögmætum hætti hindrað för sína. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að það bryti ekki í bága við ákvæði í lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur eða aðrar réttarreglur að forstjóri Flugleiða hf. innti af hendi framangreind störf í stað undirmanna sinna í verkfalli félagsmanna stéttarfélagsins. Voru manninum dæmdar skaðabætur af þessu tilefni.“Kæmi ekki á óvart ef upp kæmu vafamál Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir erfitt að segja hvort að einhverjir stjórnendur eða eigendur hótela og gistiheimila muni ganga í störf ræstingafólks á morgun. „Ég held að margir atvinnurekendur séu alveg með þessi lög á hreinu og vilja alveg fara eftir þeim. En það kæmi mér ekkert á óvart ef það kæmu upp einhver vafamál og hugsanlega einhver vísvitandi brot, það kæmi mér ekkert á óvart,“ segir Viðar. Verkfall Eflingar hefst, eins og áður segir, klukkan 10 og stendur til miðnættis annað kvöld.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20 „Við fáum að halda kvennaverkfall á morgun“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var sigri hrósandi eftir að Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að boðað verkfall stéttarfélagsins á morgun er löglegt. 7. mars 2019 13:22 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02
Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20
„Við fáum að halda kvennaverkfall á morgun“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var sigri hrósandi eftir að Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að boðað verkfall stéttarfélagsins á morgun er löglegt. 7. mars 2019 13:22