Enski boltinn

Setti met hjá Man. United í Meistaradeildinni í gær en fer í skólann á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mason Greenwood fagnar með Marcus Rashford eftir hið mikilvæga mark þess síðarnefnda.
Mason Greenwood fagnar með Marcus Rashford eftir hið mikilvæga mark þess síðarnefnda. Getty/Chloe Knott
Ole Gunnar Solskjær hefur náð frábærum árangri með lið Manchester United síðan að hann tók við liðinu í desember og í gær komst liðið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að vera með tíu leikmenn frá vegna meiðsla og leikbanna.

Ole Gunnar þekkir „Manchester United-leiðina“ betur en flestir enda spilaði hann í ellefu ár undir stjórn Sir Alex Ferguson. Sir Alex var alltaf óhræddur að gefa ungum leikmönnum tækifæri og það hefur Ole Gunnar gert líka.

Í gær sendi hann hinn sautján ára gamla Mason Greenwood inn á völlinn á æsispennandi lokamínútum leiksins þegar Manchester United vann 3-1 útisigur á Paris Saint Germain og komst flestum að óvörum áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Mason Greenwood er fæddur í október 2001 og var þarna að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir aðallið Manchester United. Hann varð um yngsti leikmaður Manchester United í Meistaradeildinni frá upphafi eða aðeins 17 ára og 156 daga gamall. Gerard Pique, núverandi leikmaður Barcelona, átti gamla félagsmetið hjá Manchester United.





Greenwood kom inná fyrir Ashley Young á 87. mínútu og spilað þrjár síðustu mínútur venjulegs leiktíma og svo níu mínútur af uppbótartíma.

Manchester United fékk VAR-vítaspyrnu á þessum tíma og úr henni skoraði Marcus Rashford markið sem kom United-liðinu áfram.

Þetta hafa verið ótrúlegir dagar fyrir hinn sautján ára gamla Mason Greenwood en það var örugglega nógu mikið stökk að fá að ferðast með aðalliðinu til Parísar hvað þá að spila síðan þessar sögulegu lokamínútur leiksins.

Það breytir samt ekki því að Mason Greenwood þarf að mæta aftur í skólann á morgun. Hann er nemandi við Ashton on Mersey skólann. Manchester United er með samning við skólann um að leikmenn hjá knattspyrnuakademíu félagsins fái að stunda þar nám með fótboltaiðkun sinni.

Táningarnir Brandon Williams, James Garner, Angel Gomes og Tahith Chong voru líka í hóp Manchester United á Parc des Princes leikvanginum í París í gærkvöldi.












Tengdar fréttir

Gáfu Manchester United aðeins þrjú prósent líkur

Þetta var svo sannarlega vika óvæntra úrslita í Meistaradeildinni í fótbolta og líkindareikningurinn hjá þeim virtustu í faginu leit ekki vel út í leikslok á bæði þriðjudags- og miðvikudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×