Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2019 15:00 Heiðveig María má koma aftur. Sem lögmanni hennar þykir kostulegt, því brottrekstur hennar var dæmdur ólöglegur., visir/vilhelm Heiðveigu Maríu Einarsdóttur sjómanni og lögfræðingi, sem var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, hefur verið boðið að koma aftur í félagið. Að auki hefur henni verið, sem einskonar sárabót, boðið að taka sæti í saminganefnd sjómanna á fiskiskipum vegna komandi kjarasamninga. Þetta kemur fram í bréfi sem Heiðveigu Maríu var sent í gær og Vísir greindi frá að væri á leiðinni. Félagsdómur felldi nýverið þann dóm að brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ væri ólögmætur, hin svokallaða þriggja ára reglasem hindraði framboð hennar stæðist ekki og var Sjómannafélag Íslands dæmt til 1,5 milljóna króna sektar vegna þessara brota.Fær að sitja í samninganefnd Bréfið er ekki langt en undir það ritar Bergur Þorkelsson gjaldkeri félagsins, sem á síðasta aðalfundi var kjörinn formaður SÍ, fyrir hönd stjórnar og trúnaðarmannaráðs.Bergur Þorkelsson, kjörinn formaður, skrifar undir bréfið fyrir hönd stjórnar og trúnaðarmannaráðs.visir/vilhelm„Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Sjómannafélags Íslands í dag var meðal annars til umfjöllunar dómur Félagsdóms nr. 12/2018. Var það ákvörðun stjórnar og trúnaðarmannaráðs að bjóða þér að ganga á ný í félagið og ef af því verður að bjóða þér jafnframt að taka sæti í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum, vegna komandi kjarasamningsviðræðna. Þar sem undirbúningur samningaviðræðna er þegar hafinn væri gott að fá svar við því við fyrsta tækifæri. Þá var það bókað á fundinum að lög félagsins yrðu lagfærð til samræmis við niðurstöðu Félagsdóms varðandi kjörgengi félagsmanna.“Heiðveigu boðið að koma aftur án þess að hafa nokkru sinni farið Vísir heyrði stuttlega í lögmanni Heiðveigar Maríu, Kolbrúnu Garðarsdóttur, en ekki liggur fyrir hvernig Heiðveig mun bregðast við þessu erindi. Ljóst er að Kolbrúnu þykir það kúnstugt að Heiðveigu sé boðið í félagið á ný, þar sem fyrir liggur að hún fór aldrei úr því. Brottrekstur hennar var dæmdur ólöglegur. „Það er verið að bíða eftir svörum frá þeim varðandi kröfu um kosningar. Hún fór víst til kjörstjórnar svo viðbrögð verða í raun þegar það er komið í ljós,“ segir Kolbrún. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53 Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Stjórn Sjómannafélags Íslands fundar á morgun vegna málsins. 26. febrúar 2019 21:03 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Vill að forystan axli ábyrgð og segi af sér Heiðveig Einarsdóttir telur rétt að þeir sem vísuðu henni úr Sjómannafélaginu ættu að axla ábyrgð á gjörðum sínum. 6. mars 2019 17:07 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Heiðveigu Maríu Einarsdóttur sjómanni og lögfræðingi, sem var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, hefur verið boðið að koma aftur í félagið. Að auki hefur henni verið, sem einskonar sárabót, boðið að taka sæti í saminganefnd sjómanna á fiskiskipum vegna komandi kjarasamninga. Þetta kemur fram í bréfi sem Heiðveigu Maríu var sent í gær og Vísir greindi frá að væri á leiðinni. Félagsdómur felldi nýverið þann dóm að brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ væri ólögmætur, hin svokallaða þriggja ára reglasem hindraði framboð hennar stæðist ekki og var Sjómannafélag Íslands dæmt til 1,5 milljóna króna sektar vegna þessara brota.Fær að sitja í samninganefnd Bréfið er ekki langt en undir það ritar Bergur Þorkelsson gjaldkeri félagsins, sem á síðasta aðalfundi var kjörinn formaður SÍ, fyrir hönd stjórnar og trúnaðarmannaráðs.Bergur Þorkelsson, kjörinn formaður, skrifar undir bréfið fyrir hönd stjórnar og trúnaðarmannaráðs.visir/vilhelm„Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Sjómannafélags Íslands í dag var meðal annars til umfjöllunar dómur Félagsdóms nr. 12/2018. Var það ákvörðun stjórnar og trúnaðarmannaráðs að bjóða þér að ganga á ný í félagið og ef af því verður að bjóða þér jafnframt að taka sæti í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum, vegna komandi kjarasamningsviðræðna. Þar sem undirbúningur samningaviðræðna er þegar hafinn væri gott að fá svar við því við fyrsta tækifæri. Þá var það bókað á fundinum að lög félagsins yrðu lagfærð til samræmis við niðurstöðu Félagsdóms varðandi kjörgengi félagsmanna.“Heiðveigu boðið að koma aftur án þess að hafa nokkru sinni farið Vísir heyrði stuttlega í lögmanni Heiðveigar Maríu, Kolbrúnu Garðarsdóttur, en ekki liggur fyrir hvernig Heiðveig mun bregðast við þessu erindi. Ljóst er að Kolbrúnu þykir það kúnstugt að Heiðveigu sé boðið í félagið á ný, þar sem fyrir liggur að hún fór aldrei úr því. Brottrekstur hennar var dæmdur ólöglegur. „Það er verið að bíða eftir svörum frá þeim varðandi kröfu um kosningar. Hún fór víst til kjörstjórnar svo viðbrögð verða í raun þegar það er komið í ljós,“ segir Kolbrún.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53 Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Stjórn Sjómannafélags Íslands fundar á morgun vegna málsins. 26. febrúar 2019 21:03 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Vill að forystan axli ábyrgð og segi af sér Heiðveig Einarsdóttir telur rétt að þeir sem vísuðu henni úr Sjómannafélaginu ættu að axla ábyrgð á gjörðum sínum. 6. mars 2019 17:07 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53
Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Stjórn Sjómannafélags Íslands fundar á morgun vegna málsins. 26. febrúar 2019 21:03
Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46
Vill að forystan axli ábyrgð og segi af sér Heiðveig Einarsdóttir telur rétt að þeir sem vísuðu henni úr Sjómannafélaginu ættu að axla ábyrgð á gjörðum sínum. 6. mars 2019 17:07