Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. mars 2019 13:02 Sólveig Anna segir að dómurinn verði að falla Eflingu í hag til þess að hægt sé að sýna að verkafólk sé meira en bara vinnutól. Vísir/vilhelm Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. Samtök atvinnulífsins (SA) höfðuðu mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu þar sem þess var krafist að boðað verkfall stéttarfélagsins yrði dæmt ólögmætt. Þá var þess einnig krafist að Efling yrði dæmt til greiðslu sektar í ríkissjóð vegna brota á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. SA töldu atkvæðagreiðslu Eflingar hafa verið andstæða lögum þar sem atkvæðagreiðsla um boðað verkfall hefði aðeins átt að fara fram á meðal þeirra félagsmanna sem boðað verkfall ætti að ná til, en alls voru tæplega 8000 manns á kjörskrá. Þá var vísað til þess að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið póstatkvæðagreiðsla þar sem atkvæðum hafði verið aflað með kjörfundum fyrir utan einstaka vinnustaði. Félagsdómur féllst ekki á málatilbúnað SA og dæmdi verkfallið löglegt. Það mun því hefjast á morgun klukkan 10 og ljúka 23:59. Það nær til þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Kjósarsýslu að Botnsá, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi.Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá Félagsdómi þegar dómur var kveðinn upp. Sjá má útsendinguna og textalýsinguna hér fyrir neðan.
Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. Samtök atvinnulífsins (SA) höfðuðu mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu þar sem þess var krafist að boðað verkfall stéttarfélagsins yrði dæmt ólögmætt. Þá var þess einnig krafist að Efling yrði dæmt til greiðslu sektar í ríkissjóð vegna brota á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. SA töldu atkvæðagreiðslu Eflingar hafa verið andstæða lögum þar sem atkvæðagreiðsla um boðað verkfall hefði aðeins átt að fara fram á meðal þeirra félagsmanna sem boðað verkfall ætti að ná til, en alls voru tæplega 8000 manns á kjörskrá. Þá var vísað til þess að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið póstatkvæðagreiðsla þar sem atkvæðum hafði verið aflað með kjörfundum fyrir utan einstaka vinnustaði. Félagsdómur féllst ekki á málatilbúnað SA og dæmdi verkfallið löglegt. Það mun því hefjast á morgun klukkan 10 og ljúka 23:59. Það nær til þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Kjósarsýslu að Botnsá, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi.Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá Félagsdómi þegar dómur var kveðinn upp. Sjá má útsendinguna og textalýsinguna hér fyrir neðan.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SA stefnir Eflingu fyrir Félagsdóm Telja atkvæðagreiðsluna um vinnustöðvun andstæða lögum og vilja að stéttarfélagið verði dæmt til sektar. 1. mars 2019 15:14 „Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45 Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
SA stefnir Eflingu fyrir Félagsdóm Telja atkvæðagreiðsluna um vinnustöðvun andstæða lögum og vilja að stéttarfélagið verði dæmt til sektar. 1. mars 2019 15:14
„Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45
Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20