Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 95-98 | Breiðhyltingar unnu í framlengdum spennutrylli Bjarni Þórarinn Hallfreðsson í Ljónagryfjunni í Njarðvík skrifar 7. mars 2019 21:45 Elvar daðraði við þrefalda tvennu í kvöld vísir/bára ÍR-ingar heimsóttu Njarðvíkinga í Ljónagryfjuna ógurlegu í kvöld í Dominos-deild karla. Heimamenn byrjuðu vel og náðu forystu snemma leiks. Þeirri forystu héldu þeir út fyrsta leikhlutann en honum lauk 23-15, Njarðvíkingum í vil. Breiðhyltingar komu hins vegar vel stemmdir til leiks í öðrum leikhluta og um miðbik hans tókst þeim að jafna leikinn, og að lokum komast yfir. Forysta þeirra varði þó ekki lengi en liðin skiptust á að skora undir lok fyrri hálfleiks. Njarðvíkingar fóru með þriggja stiga forystu inn í búningsklefana, 46-43. Baráttan var töluverð í þriðja leikhluta og var allt í járnum en Njarðvíkingar héldu þó forystu sinni. Það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta þar sem ÍR-ingar komust yfir. Sókn Njarðvíkur var ekki upp á marga fiska í fjórða leikhluta en hún batnaði þó undir lokin. Allt var í járnum á lokamínútunum og í stöðunni 85-85 og um sex sekúndur eftir voru Njarðvíkingar með boltann. Elvar reyndi við skotið en og náði góðu skoti, en það geigaði. Þurfti því að framlengja. Í fyrri hluta framlengingarinnar var enn allt í járnum og virtist ekkert ætla að skilja liðin af. En risa stór þristur frá Matthíasi Orra kom ÍR-ingum í tveggja sókna forystu. Njarðvíkingar reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna leikinn og fékk Logi Gunnarsson galopinn þrist undir lok framlengingarinnar. Skot hans var komið langleiðina ofan í en upp úr fór boltinn og frábær sigur ÍR staðreynd. Af hverju vann ÍR? Barátta ÍR-inga í kvöld var algjörlega til fyrirmyndar. Þeir fóru í alla bolta og voru að frákasta gríðarlega vel. Svoleiðis frammistaða getur fleytt hvaða liði sem er langt. Hvað gekk illa? Varnarleikur Njarðvíkur eftir fyrsta leikhluta var ekki upp á marga fiska. ÍR-ingar tóku 22 sóknarfráköst og alls 52 fráköst í leiknum. Það skilar sigrum. Hverjir stóðu upp úr? Sigurður Þorsteinsson var frábær í liði ÍR. Hann skoraði 21 stig og tók 20 fráköst. Njarðvíkingar réðu lítið sem ekkert við þann stóra inn í teignum. Þá var Matthías Orri einnig flottur með 18 stig. Hjá Njarðvík var Elvar mjög öflugur en hann skoraði 32 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar heimsækja fallna Blika en ÍR fær nágranna sína úr KR í heimsókn í Reykjavíkurslag. Elvar: Við komumst ekki í gegnum fyrst umferð úrslitakeppninnar svona Elvar Már Friðriksson var að vonum afar svekktur eftir tap Njarðvíkinga gegn ÍR í Dominos-deild karla. „Tilfinningin er ekki góð. Ég er mjög svekktur með hvernig við mætum til leiks. Við spilum ágætis sókn en vörnin og fráköstin skelfileg. Korter í úrslitakeppni og við erum að spila svona. Það er áhyggjuefni.“ Elvar fékk gullið tækifæri til þess að klára leikinn fyrir Njarðvík í lok venjulegs leiktíma en niður vildi boltinn ekki. „Ég er svekktur með að hafa ekki sett það ofan í.“ Í lok framlengingarinnar reyndi Elvar við þriggja stiga skot til þess að jafna leikinn sem geigaði. Einhverjur vildu fá dæmda villu og þar af leiðandi þrjú vítaskot. „Ég hef ekki séð þetta, en ég brást þannig við því. Ég er bara aðallega svekktur með að hafa tapað. Við erum að spila eins og aular og við verðum að rífa okkur upp. Við komumst ekki í gegnum fyrstu umferð svona.“ Mikið var rætt og ritað um dómgæsluna eftir síðasta leik Njarðvíkur, gegn Stjörnunni. Elvar segir það ekki hafa verið erfitt að gíra sig upp fyrir leikinn í kvöld eftir tapið gegn Stjörnunni. „Nei það var auðveldast í heimi að gíra sig upp í þennan leik. Það var alls ekki erfitt en ég veit ekki af hverju við mætum svona. Fáum 98 stig á okkur og stórtöpum frákastabaráttunni.“ Elvar seigr það vera margt sem þurfi að laga hjá Njarðvíkurliðinu áður en úrslitakeppnin hefst. „Það er margt. Við munum mæta á fund á morgun og greina leikinn. Við þurfum sérstaklega að taka til í hausnum á okkur. Við erum farnir að halda að við séum miklu betri en við erum.“ Matthías: Hann skoppaði held ég sex sinnum í spjaldinu og hringnum Matthías Orri Sigurðarson var kampakátur með sigur ÍR-inga á Njarðvík í kvöld. ÍR vann eftir æsispennandi framlengdan leik. „Þessi var mjög sætur. Loksins datt þetta okkar meginn við línuna. Erum hrikalega ánægðir með að koma á ótrúlega sterkan heimavöll og ná í góðan sigur, sérstaklega í framlengingu. Það sýnir mikinn karakter og sýnir hvað við viljum mikið að vera í úrslitakeppninni.“ ÍR er í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina og var sigurinn í kvöld gríðarlega mikilvægur í þeirri baráttu. „Það er mjög ánægjulegt. Við eigum erfitt prógram eftir, eigum KR í næsta leik og svo Grindavík. Við viljum klára þá leiki og hafa þetta í okkar höndum. Við viljum forðast það í heitan eldinn að þurfa treysta á að önnur lið tapi.“ Matthías skoraði risa stóra þriggja stiga körfu undir lok framlengingarinnar sem kom ÍR-ingum í þægilega stöðu á lokasprettinum. Hann segir það hafa verið afar sætt að sjá boltann leka niður eftir mikinn darraðadans. „Það var mjög sætt. Hann skoppaði held ég sex sinnum í spjaldinu og hringnum og ég var kominn alveg til baka þegar hann datt loksins niður.“ Einar: Er hrikalega svekktur með varnarleysið Einar Árni Jóhannsson var manna svekktastur eftir tap Njarðvíkur gegn ÍR eftir framlengdan leik í kvöld. „Vonbrigði að klára þetta ekki. Er hrikalega svekktur með varnarleysið eftir fyrsta leikhluta. Eftir það var varnarleikurinn mjög slakur.“ Bæði lið eru í harðri baráttu á sitthvorum enda úrslitakeppninnar. „Við vorum að spila á móti frábæru liði sem er í blóðugri baráttu. Við erum í baráttu um fyrsta sætið en það er orðið mjög langsótt. Ég sé ekki Stjörnuna tapa þessum þremur leikjum sem þeir eiga eftir. Mér fannst við þurfa koma inn í þennan leik og gera góða hluti því þetta er lið sem við erum mögulega að fara mæta í úrslitakeppninni. En kredit á þá, þeir voru hrikalega góðir.“ Mikið var talað um dómgæsluna eftir tap Njarðvíkur gegn Stjörnunni á mánudaginn. Einar segir það ekki hafa verið erfitt að gíra menn upp í leikinn í kvöld. „Ég hélt ekki. Eins og menn komu inn í fyrsta leikhlutann þá var það ekki. Ég ætla ekki að fara að draga mánudaginn inn í afsökun í þessu.“ Njarðvíkingar fengu tvö gullin tækifæri til þess að klára leikinn í kvöld, annars vegar í venjulegum leiktíma þegar Elvar geigaði fyrir sigrinum og svo hins vegar þegar Logi klikkaði á galopnu þriggja stiga skoti til þess að jafna leikinn undir lok framlengingarinnar. „Já auðvitað er það svekkjandi, en ég er miklu svekktari með varnarleikinn en þessi skot.“ Dominos-deild karla
ÍR-ingar heimsóttu Njarðvíkinga í Ljónagryfjuna ógurlegu í kvöld í Dominos-deild karla. Heimamenn byrjuðu vel og náðu forystu snemma leiks. Þeirri forystu héldu þeir út fyrsta leikhlutann en honum lauk 23-15, Njarðvíkingum í vil. Breiðhyltingar komu hins vegar vel stemmdir til leiks í öðrum leikhluta og um miðbik hans tókst þeim að jafna leikinn, og að lokum komast yfir. Forysta þeirra varði þó ekki lengi en liðin skiptust á að skora undir lok fyrri hálfleiks. Njarðvíkingar fóru með þriggja stiga forystu inn í búningsklefana, 46-43. Baráttan var töluverð í þriðja leikhluta og var allt í járnum en Njarðvíkingar héldu þó forystu sinni. Það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta þar sem ÍR-ingar komust yfir. Sókn Njarðvíkur var ekki upp á marga fiska í fjórða leikhluta en hún batnaði þó undir lokin. Allt var í járnum á lokamínútunum og í stöðunni 85-85 og um sex sekúndur eftir voru Njarðvíkingar með boltann. Elvar reyndi við skotið en og náði góðu skoti, en það geigaði. Þurfti því að framlengja. Í fyrri hluta framlengingarinnar var enn allt í járnum og virtist ekkert ætla að skilja liðin af. En risa stór þristur frá Matthíasi Orra kom ÍR-ingum í tveggja sókna forystu. Njarðvíkingar reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna leikinn og fékk Logi Gunnarsson galopinn þrist undir lok framlengingarinnar. Skot hans var komið langleiðina ofan í en upp úr fór boltinn og frábær sigur ÍR staðreynd. Af hverju vann ÍR? Barátta ÍR-inga í kvöld var algjörlega til fyrirmyndar. Þeir fóru í alla bolta og voru að frákasta gríðarlega vel. Svoleiðis frammistaða getur fleytt hvaða liði sem er langt. Hvað gekk illa? Varnarleikur Njarðvíkur eftir fyrsta leikhluta var ekki upp á marga fiska. ÍR-ingar tóku 22 sóknarfráköst og alls 52 fráköst í leiknum. Það skilar sigrum. Hverjir stóðu upp úr? Sigurður Þorsteinsson var frábær í liði ÍR. Hann skoraði 21 stig og tók 20 fráköst. Njarðvíkingar réðu lítið sem ekkert við þann stóra inn í teignum. Þá var Matthías Orri einnig flottur með 18 stig. Hjá Njarðvík var Elvar mjög öflugur en hann skoraði 32 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar heimsækja fallna Blika en ÍR fær nágranna sína úr KR í heimsókn í Reykjavíkurslag. Elvar: Við komumst ekki í gegnum fyrst umferð úrslitakeppninnar svona Elvar Már Friðriksson var að vonum afar svekktur eftir tap Njarðvíkinga gegn ÍR í Dominos-deild karla. „Tilfinningin er ekki góð. Ég er mjög svekktur með hvernig við mætum til leiks. Við spilum ágætis sókn en vörnin og fráköstin skelfileg. Korter í úrslitakeppni og við erum að spila svona. Það er áhyggjuefni.“ Elvar fékk gullið tækifæri til þess að klára leikinn fyrir Njarðvík í lok venjulegs leiktíma en niður vildi boltinn ekki. „Ég er svekktur með að hafa ekki sett það ofan í.“ Í lok framlengingarinnar reyndi Elvar við þriggja stiga skot til þess að jafna leikinn sem geigaði. Einhverjur vildu fá dæmda villu og þar af leiðandi þrjú vítaskot. „Ég hef ekki séð þetta, en ég brást þannig við því. Ég er bara aðallega svekktur með að hafa tapað. Við erum að spila eins og aular og við verðum að rífa okkur upp. Við komumst ekki í gegnum fyrstu umferð svona.“ Mikið var rætt og ritað um dómgæsluna eftir síðasta leik Njarðvíkur, gegn Stjörnunni. Elvar segir það ekki hafa verið erfitt að gíra sig upp fyrir leikinn í kvöld eftir tapið gegn Stjörnunni. „Nei það var auðveldast í heimi að gíra sig upp í þennan leik. Það var alls ekki erfitt en ég veit ekki af hverju við mætum svona. Fáum 98 stig á okkur og stórtöpum frákastabaráttunni.“ Elvar seigr það vera margt sem þurfi að laga hjá Njarðvíkurliðinu áður en úrslitakeppnin hefst. „Það er margt. Við munum mæta á fund á morgun og greina leikinn. Við þurfum sérstaklega að taka til í hausnum á okkur. Við erum farnir að halda að við séum miklu betri en við erum.“ Matthías: Hann skoppaði held ég sex sinnum í spjaldinu og hringnum Matthías Orri Sigurðarson var kampakátur með sigur ÍR-inga á Njarðvík í kvöld. ÍR vann eftir æsispennandi framlengdan leik. „Þessi var mjög sætur. Loksins datt þetta okkar meginn við línuna. Erum hrikalega ánægðir með að koma á ótrúlega sterkan heimavöll og ná í góðan sigur, sérstaklega í framlengingu. Það sýnir mikinn karakter og sýnir hvað við viljum mikið að vera í úrslitakeppninni.“ ÍR er í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina og var sigurinn í kvöld gríðarlega mikilvægur í þeirri baráttu. „Það er mjög ánægjulegt. Við eigum erfitt prógram eftir, eigum KR í næsta leik og svo Grindavík. Við viljum klára þá leiki og hafa þetta í okkar höndum. Við viljum forðast það í heitan eldinn að þurfa treysta á að önnur lið tapi.“ Matthías skoraði risa stóra þriggja stiga körfu undir lok framlengingarinnar sem kom ÍR-ingum í þægilega stöðu á lokasprettinum. Hann segir það hafa verið afar sætt að sjá boltann leka niður eftir mikinn darraðadans. „Það var mjög sætt. Hann skoppaði held ég sex sinnum í spjaldinu og hringnum og ég var kominn alveg til baka þegar hann datt loksins niður.“ Einar: Er hrikalega svekktur með varnarleysið Einar Árni Jóhannsson var manna svekktastur eftir tap Njarðvíkur gegn ÍR eftir framlengdan leik í kvöld. „Vonbrigði að klára þetta ekki. Er hrikalega svekktur með varnarleysið eftir fyrsta leikhluta. Eftir það var varnarleikurinn mjög slakur.“ Bæði lið eru í harðri baráttu á sitthvorum enda úrslitakeppninnar. „Við vorum að spila á móti frábæru liði sem er í blóðugri baráttu. Við erum í baráttu um fyrsta sætið en það er orðið mjög langsótt. Ég sé ekki Stjörnuna tapa þessum þremur leikjum sem þeir eiga eftir. Mér fannst við þurfa koma inn í þennan leik og gera góða hluti því þetta er lið sem við erum mögulega að fara mæta í úrslitakeppninni. En kredit á þá, þeir voru hrikalega góðir.“ Mikið var talað um dómgæsluna eftir tap Njarðvíkur gegn Stjörnunni á mánudaginn. Einar segir það ekki hafa verið erfitt að gíra menn upp í leikinn í kvöld. „Ég hélt ekki. Eins og menn komu inn í fyrsta leikhlutann þá var það ekki. Ég ætla ekki að fara að draga mánudaginn inn í afsökun í þessu.“ Njarðvíkingar fengu tvö gullin tækifæri til þess að klára leikinn í kvöld, annars vegar í venjulegum leiktíma þegar Elvar geigaði fyrir sigrinum og svo hins vegar þegar Logi klikkaði á galopnu þriggja stiga skoti til þess að jafna leikinn undir lok framlengingarinnar. „Já auðvitað er það svekkjandi, en ég er miklu svekktari með varnarleikinn en þessi skot.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti