LeBron James skrifaði á skóna sína áður en hann komst upp fyrir Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2019 12:30 LeBron James bauð upo á tungu og allt saman eftir að hann komst upp fyrir Michael Jordan. Getty/Robert Laberge Körfuboltaskórnir hans LeBron James í nótt voru með sérstaka áletrun og gætu selst fyrir stóra upphæð ákveði hann einhvern tímann að setja þá á sölu. LeBron James komst í nótt upp fyrir átrúnaðargoðið sitt á listanum yfir í stigahæstu leikmenn í sögu NBA-deildarinnar. James þurfti þrettán stig til að fara upp fyrir Jordan en skoraði 31 stig í leiknum. Michael Jordan datt þar með niður í fimmta sætið og LeBron James er kominn upp í það fjórða. Nú eru aðeins Kareem Abdul-Jabbar, Karl Malone og Kobe Bryant fyrir ofan LeBron.1. Kareem 2. Malone 3. Kobe 4. LeBron 5. MJ@KingJames climbs past Michael Jordan in the pantheon of NBA all-time scoring leaders. pic.twitter.com/jMRC2RsYKv — SportsCenter (@SportsCenter) March 7, 2019Stundin í gær var mjög stór fyrir LeBron James sem hefur lifað við stanslausan samanburð við Michael Jordan í keppninni um hver sé besti leikmaður NBA frá upphafi. James hefur heldur ekki farið leynt með það að Jordan var hans fyrirmynd í körfuboltanum. Hann spilar meðal annars í treyju númer 23 vegna Michael Jordan. LeBron James has passed Michael Jordan for the fourth-most points in NBA history. pic.twitter.com/ULPfK5SzYj — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 7, 2019Michael Jordan hefur ennþá yfirburðarforystu á LeBron James í titlum (sex á móti þremur) en James er kominn yfir hann á flestum öðrum listum eins og sjá má hér fyrir neðan.LeBron James, in the playoffs and now also the regular season, has Michael Jordan beat in the following: Points Rebounds Assists Blocks FG% 3FG% TS% Offensive Win Shares Defensive Win Shares BPM VORP When it's all said & done, this isn't even going to be a debate. — nick wright (@getnickwright) March 7, 2019Það tók aftur á móti LeBron James mun lengri tíma að ná þessum tölum sínum en það tók Jordan að ná sínum. Jordan hætti líka í deildinni í meira en eitt og hálft ár þegar hann átti að vera upp á sitt besta og hefði því getað bætt verulega við sína tölfræði á þeim tímabilum.Congrats to LeBron for surpassing MJ on the All-time Scoring List It only took him - 150 more games - 4,942 more minutes - 868 more free throws - 3,202 more 3-pointers pic.twitter.com/OA3lkRlzhS — Michael Jordan (@PettyAirJordan) March 7, 2019Leikurinn í gær snérist um LeBron James og Michael Jordan og fréttamiðlar hafa fjallað mikið um þessi tímamót. Lakers-liðið tapaði leiknum sjálfum og er fyrir löngu búið að klúðra möguleika sínum á að komast í úrslitakeppnina í ár. James mun því væntanlega nota síðustu leikina á tímabilinu til að nálgast enn frekar Kobe Bryant í þriðja sæti listans. James er kominn með 32.311 stig og vantar 1332 stig til að ná Kobe sem skoraði á sínum tíma 33.643 stig. James mun því ekki ná Kobe Bryant fyrr en í fyrsta lagi á næsta tímabili. Það vakti líka talsverða athygli að LeBron James var búinn að skrifa á skóna sína fyrir leikinn. Á þeim var þakkarkveðja til Michael Jordan eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar stendur: „Takk þér fyrir M.J. 23“ og við hliðina hefur LeBron síðan teikna kórónu. NBA Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Körfuboltaskórnir hans LeBron James í nótt voru með sérstaka áletrun og gætu selst fyrir stóra upphæð ákveði hann einhvern tímann að setja þá á sölu. LeBron James komst í nótt upp fyrir átrúnaðargoðið sitt á listanum yfir í stigahæstu leikmenn í sögu NBA-deildarinnar. James þurfti þrettán stig til að fara upp fyrir Jordan en skoraði 31 stig í leiknum. Michael Jordan datt þar með niður í fimmta sætið og LeBron James er kominn upp í það fjórða. Nú eru aðeins Kareem Abdul-Jabbar, Karl Malone og Kobe Bryant fyrir ofan LeBron.1. Kareem 2. Malone 3. Kobe 4. LeBron 5. MJ@KingJames climbs past Michael Jordan in the pantheon of NBA all-time scoring leaders. pic.twitter.com/jMRC2RsYKv — SportsCenter (@SportsCenter) March 7, 2019Stundin í gær var mjög stór fyrir LeBron James sem hefur lifað við stanslausan samanburð við Michael Jordan í keppninni um hver sé besti leikmaður NBA frá upphafi. James hefur heldur ekki farið leynt með það að Jordan var hans fyrirmynd í körfuboltanum. Hann spilar meðal annars í treyju númer 23 vegna Michael Jordan. LeBron James has passed Michael Jordan for the fourth-most points in NBA history. pic.twitter.com/ULPfK5SzYj — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 7, 2019Michael Jordan hefur ennþá yfirburðarforystu á LeBron James í titlum (sex á móti þremur) en James er kominn yfir hann á flestum öðrum listum eins og sjá má hér fyrir neðan.LeBron James, in the playoffs and now also the regular season, has Michael Jordan beat in the following: Points Rebounds Assists Blocks FG% 3FG% TS% Offensive Win Shares Defensive Win Shares BPM VORP When it's all said & done, this isn't even going to be a debate. — nick wright (@getnickwright) March 7, 2019Það tók aftur á móti LeBron James mun lengri tíma að ná þessum tölum sínum en það tók Jordan að ná sínum. Jordan hætti líka í deildinni í meira en eitt og hálft ár þegar hann átti að vera upp á sitt besta og hefði því getað bætt verulega við sína tölfræði á þeim tímabilum.Congrats to LeBron for surpassing MJ on the All-time Scoring List It only took him - 150 more games - 4,942 more minutes - 868 more free throws - 3,202 more 3-pointers pic.twitter.com/OA3lkRlzhS — Michael Jordan (@PettyAirJordan) March 7, 2019Leikurinn í gær snérist um LeBron James og Michael Jordan og fréttamiðlar hafa fjallað mikið um þessi tímamót. Lakers-liðið tapaði leiknum sjálfum og er fyrir löngu búið að klúðra möguleika sínum á að komast í úrslitakeppnina í ár. James mun því væntanlega nota síðustu leikina á tímabilinu til að nálgast enn frekar Kobe Bryant í þriðja sæti listans. James er kominn með 32.311 stig og vantar 1332 stig til að ná Kobe sem skoraði á sínum tíma 33.643 stig. James mun því ekki ná Kobe Bryant fyrr en í fyrsta lagi á næsta tímabili. Það vakti líka talsverða athygli að LeBron James var búinn að skrifa á skóna sína fyrir leikinn. Á þeim var þakkarkveðja til Michael Jordan eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar stendur: „Takk þér fyrir M.J. 23“ og við hliðina hefur LeBron síðan teikna kórónu.
NBA Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira