Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 99-103 | Háspennusigur Keflvíkinga Axel Örn Sæmundsson í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn skrifar 7. mars 2019 21:45 Craion var stigahæstur Keflvíkinga þrátt fyrir að spila aðeins þrjá leikhluta vísir/bára Hér í kvöld mættust lið Þórs úr Þorlákshöfn og Keflavík í 20.umferð Dominos deildar karla. Þórsarar voru fyrir leik í 6.sæti deildarinnar á mjög góðu skriði á meðan að Keflavík sat í 4.sæti deildarinnar en þeir voru einnig á frábæru skriði fyrir þennan leik. Þór hafði unnið þrjá í röð en Keflavík var búið að vinna fjóra. Fyrsti leikhluti var mikið fyrir augað. Hraðinn var ótrúlega mikill og liðin voru að skiptast á að setja niður þrista og flottar körfur. Keflavík byrjaði mikið betur en Þórsarar náðu að keyra vel upp tempóið undir lok leikhlutans og náðu að minnka muninn niður í 28-30 undir lok leikhlutans. Annar leikhluti var mjög svipaður og sá fyrsti, það var mikill hraði og leikurinn var jafn. Liðin skiptust á að skora og var þetta mjög jafn leikur. Líkt og í fyrsta leikhluta voru liðin að taka oft á köflum svona míkró áhlaup þar sem þau skoruðu 5-7 stig í röð og sveiflaðist leikurinn því mikið eftir þeim. Tempóið í þriðja leikhluta var rólegt til að byrja með en um miðbik þriðja leikhluta byrjaði það sama og var búið að vera í gangi allan leikinn, mikill hraði og mikið af skotum. Þórsarar voru örlítið öflugri í þriðja leikhluta og var munurinn á liðunum aðeins 2 stig, 72-74 fyrir Keflavík. Michael Craion fékk sína 5.villu í lok þriðja leikhluta sem gerði verkefnið örlítið erfiðara fyrir gestina. Fjórði leikhluti var æsispennandi alveg fram á lokasekúndurnar og skiptust liðin á að skora körfur. Þórsarar reyndu mikið að sækja á Kinu og Jaka í ljósi þess að Craion var búinn að fá sína 5.villu en Keflvíkingar náðu að bregðast ágætlega við því og fundu mikið af opnum skotum í sóknum sínum í staðin. Lokatölur í Þorlákshöfn Þór Þ. 99-103 Keflavík.Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingar voru þolinmóðir og voru að finna góðar körfur hjá sér. Reynslan vegur þungt hjá þeim en þeir náðu einhvern vegin alltaf að vera skrefi á undan Þórsurum. Alveg sama hvað Þór gerði þá jafnaði Keflavík það út og gott um betur.Hverjir stóðu uppúr? Michael Craion var búinn að vera frábær áður en hann fékk sína 5.villu í þriðja leikhluta. Hörður Axel var flottur þrátt fyrir að vera ekki með frábæra skotnýtingu en hann stýrði liðinu sínu mjög vel og spilaði flotta vörn hér í kvöld. Halldór Garðar var frábær í liði heimamanna, var að skjóta 60% og spila flotta vörn. Endaði leikinn með 23 stig. Kinu Rochford var einnig mjög flottur en hann náði sér í þrefalda tvennu en hann skoraði 14 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Stórkostlegur leikmaður.Hvað gekk illa? Þórsurum gekk illa að komast yfir og búa til einhverja forystu. Heimamenn náðu aldrei að taka þetta aukaskref og ná sér í góða forystu. Þeir náðu margoft að jafna eða koma leiknum niður í 1 stig en þeir komust aldrei í það að ná 5+ stiga forystu.Hvað gerist næst? Þórsarar eiga annan heimaleik en hann er gegn Haukum sem gæti orðið gríðarlega spennandi leikur. Keflavík fær hinsvegar Valsara í heimsókn í Reykjanesbæinn.Þór Þ. – Keflavík 99-103 (28-30, 21-25, 23-19, 27-29) Þór Þ.: Nick Tomsick 24/12 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 23/4 fráköst, Jaka Brodnik 15/8 fráköst, Kinu Rochford 14/10 fráköst/10 stoðsendingar, Davíð Arnar Ágústsson 10, Ragnar Örn Bragason 8, Emil Karel Einarsson 5.Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 24/6 stoðsendingar, Michael Craion 22/14 fráköst, Mindaugas Kacinas 18/12 fráköst, Gunnar Ólafsson 18/4 stoðsendingar, Reggie Dupree 9, Magnús Már Traustason 6, Magnús Þór Gunnarsson 3, Ágúst Orrason 3.VísirSverrir Þór: Mér fannst við vera of óagaðir í sóknaraðgerðum „Ég er rosalega ánægður með strákana, mér finnst frábært að koma hérna og vinna“ sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir sigur gegn Þórsurum í kvöld. Leikurinn í kvöld var mjög hraður og voru bæði lið mikið að spila á transition og því voru sóknir oft mjög hraðar. „Mér fannst þetta ágætt hjá okkur varnarlega en mér fannst við vera of óagaðir í okkar sóknaraðgerðum. Ég hefði viljað sjá okkur hægja aðeins á og spila aðeins lengri sóknir og koma boltanum inn í teiginn þar sem þeir voru í vandræðum með okkur.“ Keflvíkingar reyndu mikið í leiknum að ráðast á Kinu leikmann Þórs Þ. og þreyta hann sem fyrst. Kinu var kominn með 4 villur snemma en náði að passa sig allan síðasta leikhlutan. Sverrir talaði um sóknarupplegg Keflavíkur og hafði um það að segja: „Við ætluðum að reyna að draga Kinu aðeins út úr vörninni og hreyfa boltann hratt. Við ætluðum að fá Kinu út úr vörninni og sækja aðeins á hann sem gekk vel þar sem við týndum á hann nokkrar villur og fengum körfur þar sem mínir stóru menn eru aðeins fljótari heldur en hann“ „Við erum gríðarlega ánægðir að koma á þennan útivöll hérna og sækja tvö stig og það er allt sem skiptir máli í þessu.“Baldur Þór: Við höldum bara áfram að spila körfu. „Bara leiðilegt að hafa ekki náð að klára þennan hérna á heimavelli, þetta var 50/50 leikur allan tímann“ sagði Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Þórs eftir tap gegn Keflavík í kvöld. „Ég held að bæði liðin séu með það að uppleggi í flestum leikjum að þau eru að reyna að hlaupa völlinn og þau gera það, þannig það var klárlega uppleggið hér í kvöld.“ sagði Baldur aðspurður út í sóknarleik Þórsara hér í kvöld. „Við erum með marga leikmenn sem geta búið hluti til, við erum með marga leikmenn sem geta skotið, við erum með marga leikmenn sem eru góðir á blokkinni og við ætlum að reyna að nýta allt þetta. Við þurfum bara að gera betur í litlum hlutum varnarlega.“ Þórsarar eiga næsta leik í deildinni gegn Haukum, en Haukar eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni og koma því væntanlega dýrvitlausir til leiks. „Við höldum bara áfram að spila körfu og lærum af þessu tapi og mætum klárir gegn Haukum í næsta leik.“Hörður Axel Vilhjálmssonvísir/báraHörður Axel: Við erum það sjóaðir að við vitum fyrir hvað við stöndum. „Ég er mjög sáttur að fara héðan með sigur. Þetta var hörkuleikur og bæði lið hittu mjög vel þannig já ég er mjög sáttur við að koma hingað og sigra.“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson leikmaður Keflavíkur eftir sigur gegn Þór í kvöld. Leikurinn í kvöld var mjög hraður og augljóst að Þórsarar ætluðu að reyna að keyra tempóið upp í kvöld. „Þeir eru bestir þannig, við ætluðum að loka á þá í transition því þeir gera þetta hörkuvel. Opna völlinn vel og eru með skyttur út um allt og hittu vel í dag og þá er erfitt að eiga við þá. En við þurfum að fara betur yfir þá þar sem við gætum mætt þeim í playoffs“ Michael Craion fékk sína 5.villu í þriðja leikhluta og fóru þá heimamenn aðeins meira að ráðast á teiginn í ljósi þess. „Nei ég held að það hafi ekki verið neitt panikk, við erum það sjóaðir að við vitum fyrir hvað við stöndum. Jú Mike dettur út en við erum með fullt af mönnum á bekknum sem vilja koma inná og sýna sig.“ Keflavík á næsta leik í deildinni heima gegn Val en Keflvíkingar unnu fyrri leikinn gegn þeim með 9 stiga mun. „Já við þurfum aðeins að fara betur yfir varnarleikinn, við fáum á okkur 99 stig sem er bara skelfilegt og við þurfum að skoða það vel. Við viljum standa fyrir góðum varnarleik og við þurfum bara að laga þetta“ Dominos-deild karla
Hér í kvöld mættust lið Þórs úr Þorlákshöfn og Keflavík í 20.umferð Dominos deildar karla. Þórsarar voru fyrir leik í 6.sæti deildarinnar á mjög góðu skriði á meðan að Keflavík sat í 4.sæti deildarinnar en þeir voru einnig á frábæru skriði fyrir þennan leik. Þór hafði unnið þrjá í röð en Keflavík var búið að vinna fjóra. Fyrsti leikhluti var mikið fyrir augað. Hraðinn var ótrúlega mikill og liðin voru að skiptast á að setja niður þrista og flottar körfur. Keflavík byrjaði mikið betur en Þórsarar náðu að keyra vel upp tempóið undir lok leikhlutans og náðu að minnka muninn niður í 28-30 undir lok leikhlutans. Annar leikhluti var mjög svipaður og sá fyrsti, það var mikill hraði og leikurinn var jafn. Liðin skiptust á að skora og var þetta mjög jafn leikur. Líkt og í fyrsta leikhluta voru liðin að taka oft á köflum svona míkró áhlaup þar sem þau skoruðu 5-7 stig í röð og sveiflaðist leikurinn því mikið eftir þeim. Tempóið í þriðja leikhluta var rólegt til að byrja með en um miðbik þriðja leikhluta byrjaði það sama og var búið að vera í gangi allan leikinn, mikill hraði og mikið af skotum. Þórsarar voru örlítið öflugri í þriðja leikhluta og var munurinn á liðunum aðeins 2 stig, 72-74 fyrir Keflavík. Michael Craion fékk sína 5.villu í lok þriðja leikhluta sem gerði verkefnið örlítið erfiðara fyrir gestina. Fjórði leikhluti var æsispennandi alveg fram á lokasekúndurnar og skiptust liðin á að skora körfur. Þórsarar reyndu mikið að sækja á Kinu og Jaka í ljósi þess að Craion var búinn að fá sína 5.villu en Keflvíkingar náðu að bregðast ágætlega við því og fundu mikið af opnum skotum í sóknum sínum í staðin. Lokatölur í Þorlákshöfn Þór Þ. 99-103 Keflavík.Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingar voru þolinmóðir og voru að finna góðar körfur hjá sér. Reynslan vegur þungt hjá þeim en þeir náðu einhvern vegin alltaf að vera skrefi á undan Þórsurum. Alveg sama hvað Þór gerði þá jafnaði Keflavík það út og gott um betur.Hverjir stóðu uppúr? Michael Craion var búinn að vera frábær áður en hann fékk sína 5.villu í þriðja leikhluta. Hörður Axel var flottur þrátt fyrir að vera ekki með frábæra skotnýtingu en hann stýrði liðinu sínu mjög vel og spilaði flotta vörn hér í kvöld. Halldór Garðar var frábær í liði heimamanna, var að skjóta 60% og spila flotta vörn. Endaði leikinn með 23 stig. Kinu Rochford var einnig mjög flottur en hann náði sér í þrefalda tvennu en hann skoraði 14 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Stórkostlegur leikmaður.Hvað gekk illa? Þórsurum gekk illa að komast yfir og búa til einhverja forystu. Heimamenn náðu aldrei að taka þetta aukaskref og ná sér í góða forystu. Þeir náðu margoft að jafna eða koma leiknum niður í 1 stig en þeir komust aldrei í það að ná 5+ stiga forystu.Hvað gerist næst? Þórsarar eiga annan heimaleik en hann er gegn Haukum sem gæti orðið gríðarlega spennandi leikur. Keflavík fær hinsvegar Valsara í heimsókn í Reykjanesbæinn.Þór Þ. – Keflavík 99-103 (28-30, 21-25, 23-19, 27-29) Þór Þ.: Nick Tomsick 24/12 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 23/4 fráköst, Jaka Brodnik 15/8 fráköst, Kinu Rochford 14/10 fráköst/10 stoðsendingar, Davíð Arnar Ágústsson 10, Ragnar Örn Bragason 8, Emil Karel Einarsson 5.Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 24/6 stoðsendingar, Michael Craion 22/14 fráköst, Mindaugas Kacinas 18/12 fráköst, Gunnar Ólafsson 18/4 stoðsendingar, Reggie Dupree 9, Magnús Már Traustason 6, Magnús Þór Gunnarsson 3, Ágúst Orrason 3.VísirSverrir Þór: Mér fannst við vera of óagaðir í sóknaraðgerðum „Ég er rosalega ánægður með strákana, mér finnst frábært að koma hérna og vinna“ sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir sigur gegn Þórsurum í kvöld. Leikurinn í kvöld var mjög hraður og voru bæði lið mikið að spila á transition og því voru sóknir oft mjög hraðar. „Mér fannst þetta ágætt hjá okkur varnarlega en mér fannst við vera of óagaðir í okkar sóknaraðgerðum. Ég hefði viljað sjá okkur hægja aðeins á og spila aðeins lengri sóknir og koma boltanum inn í teiginn þar sem þeir voru í vandræðum með okkur.“ Keflvíkingar reyndu mikið í leiknum að ráðast á Kinu leikmann Þórs Þ. og þreyta hann sem fyrst. Kinu var kominn með 4 villur snemma en náði að passa sig allan síðasta leikhlutan. Sverrir talaði um sóknarupplegg Keflavíkur og hafði um það að segja: „Við ætluðum að reyna að draga Kinu aðeins út úr vörninni og hreyfa boltann hratt. Við ætluðum að fá Kinu út úr vörninni og sækja aðeins á hann sem gekk vel þar sem við týndum á hann nokkrar villur og fengum körfur þar sem mínir stóru menn eru aðeins fljótari heldur en hann“ „Við erum gríðarlega ánægðir að koma á þennan útivöll hérna og sækja tvö stig og það er allt sem skiptir máli í þessu.“Baldur Þór: Við höldum bara áfram að spila körfu. „Bara leiðilegt að hafa ekki náð að klára þennan hérna á heimavelli, þetta var 50/50 leikur allan tímann“ sagði Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Þórs eftir tap gegn Keflavík í kvöld. „Ég held að bæði liðin séu með það að uppleggi í flestum leikjum að þau eru að reyna að hlaupa völlinn og þau gera það, þannig það var klárlega uppleggið hér í kvöld.“ sagði Baldur aðspurður út í sóknarleik Þórsara hér í kvöld. „Við erum með marga leikmenn sem geta búið hluti til, við erum með marga leikmenn sem geta skotið, við erum með marga leikmenn sem eru góðir á blokkinni og við ætlum að reyna að nýta allt þetta. Við þurfum bara að gera betur í litlum hlutum varnarlega.“ Þórsarar eiga næsta leik í deildinni gegn Haukum, en Haukar eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni og koma því væntanlega dýrvitlausir til leiks. „Við höldum bara áfram að spila körfu og lærum af þessu tapi og mætum klárir gegn Haukum í næsta leik.“Hörður Axel Vilhjálmssonvísir/báraHörður Axel: Við erum það sjóaðir að við vitum fyrir hvað við stöndum. „Ég er mjög sáttur að fara héðan með sigur. Þetta var hörkuleikur og bæði lið hittu mjög vel þannig já ég er mjög sáttur við að koma hingað og sigra.“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson leikmaður Keflavíkur eftir sigur gegn Þór í kvöld. Leikurinn í kvöld var mjög hraður og augljóst að Þórsarar ætluðu að reyna að keyra tempóið upp í kvöld. „Þeir eru bestir þannig, við ætluðum að loka á þá í transition því þeir gera þetta hörkuvel. Opna völlinn vel og eru með skyttur út um allt og hittu vel í dag og þá er erfitt að eiga við þá. En við þurfum að fara betur yfir þá þar sem við gætum mætt þeim í playoffs“ Michael Craion fékk sína 5.villu í þriðja leikhluta og fóru þá heimamenn aðeins meira að ráðast á teiginn í ljósi þess. „Nei ég held að það hafi ekki verið neitt panikk, við erum það sjóaðir að við vitum fyrir hvað við stöndum. Jú Mike dettur út en við erum með fullt af mönnum á bekknum sem vilja koma inná og sýna sig.“ Keflavík á næsta leik í deildinni heima gegn Val en Keflvíkingar unnu fyrri leikinn gegn þeim með 9 stiga mun. „Já við þurfum aðeins að fara betur yfir varnarleikinn, við fáum á okkur 99 stig sem er bara skelfilegt og við þurfum að skoða það vel. Við viljum standa fyrir góðum varnarleik og við þurfum bara að laga þetta“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti