Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2019 16:15 Skjáskot úr myndbandi Bieber sem sýnir umrædda klettasnös árið 2015. Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. Önnur myndin er úr tónlistarmyndbandi poppstjörnunnar Justin Bieber sem birt var á Youtube í nóvember 2015. Hin myndin, sem tekin var í janúar 2018, sýnir skilti við snösina þar sem tilkynnt er um lokun svæðisins. Ekki verður annað sagt en munurinn á því hvernig svæðið var fyrir Bieber og svo eftir hann sé sláandi eins og sjá má í færslunni hér fyrir neðan. Fjaðrárgljúfur er einmitt lokað fyrir umferð þessa dagana sem og hluti af Skógaheiði við Skógafoss þar sem veruleg hætta er á skemmdum sökum tíðarfars og mikillar umferðar um svæðin. Um þessar mundir er nefnilega einn viðkvæmasti tími ársins þegar kemur að umferð gesta um íslenska náttúru eða eins og segir í færslu Umhverfisstofnunnar: „Snjóalög og frost hopa fyrir leysingum og þarf ferðafólk að sýna aðgát til að koma í veg fyrir að umferð þess skilji eftir sig ummerki í náttúrunni. Hér má sjá tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur, teknar með rúmlega 2 ára millibili. Sú fyrri er úr myndbandi poppstörnunnar Justin Bieber við lagið I´ll Show You, í september 2015. Sú síðari, sem sýnir nýlegt skilti við snösina, er tekin í janúar 2018. Eins og sjá má hefur reglum ekki verið fylgt til hins ítrasta - töluvert hefur verið gengið út fyrir merkta gönguslóða og framhjá skiltinu. Með samanburði á myndunum tveimur sést einnig mikill munur á ástandi gróðurþekjunnar á snösinni. „Þetta eru hreinar gróðurskemmdar sökum ágangs á viðkvæmu svæði,“ segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Sumir gestir virða því miður reglur svæðisins að vettugi. Það eru fjölmargar snasir í sama ástandi við gljúfrið í dag.““ Ferðamennska á Íslandi Justin Bieber á Íslandi Skaftárhreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37 Hegðun Bieber ekki til fyrirmyndar en myndbandið frábær landkynning Myndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið I'll Show You, sem allt var tekið upp hér á landi, hefur vakið mikla athygli síðan að það birtist á netinu í gær. 3. nóvember 2015 13:45 Justin Bieber elskar að vera einn í náttúrunni Tónleikarnir í Kórnum í gærkvöldi voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. 9. september 2016 07:15 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira
Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. Önnur myndin er úr tónlistarmyndbandi poppstjörnunnar Justin Bieber sem birt var á Youtube í nóvember 2015. Hin myndin, sem tekin var í janúar 2018, sýnir skilti við snösina þar sem tilkynnt er um lokun svæðisins. Ekki verður annað sagt en munurinn á því hvernig svæðið var fyrir Bieber og svo eftir hann sé sláandi eins og sjá má í færslunni hér fyrir neðan. Fjaðrárgljúfur er einmitt lokað fyrir umferð þessa dagana sem og hluti af Skógaheiði við Skógafoss þar sem veruleg hætta er á skemmdum sökum tíðarfars og mikillar umferðar um svæðin. Um þessar mundir er nefnilega einn viðkvæmasti tími ársins þegar kemur að umferð gesta um íslenska náttúru eða eins og segir í færslu Umhverfisstofnunnar: „Snjóalög og frost hopa fyrir leysingum og þarf ferðafólk að sýna aðgát til að koma í veg fyrir að umferð þess skilji eftir sig ummerki í náttúrunni. Hér má sjá tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur, teknar með rúmlega 2 ára millibili. Sú fyrri er úr myndbandi poppstörnunnar Justin Bieber við lagið I´ll Show You, í september 2015. Sú síðari, sem sýnir nýlegt skilti við snösina, er tekin í janúar 2018. Eins og sjá má hefur reglum ekki verið fylgt til hins ítrasta - töluvert hefur verið gengið út fyrir merkta gönguslóða og framhjá skiltinu. Með samanburði á myndunum tveimur sést einnig mikill munur á ástandi gróðurþekjunnar á snösinni. „Þetta eru hreinar gróðurskemmdar sökum ágangs á viðkvæmu svæði,“ segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Sumir gestir virða því miður reglur svæðisins að vettugi. Það eru fjölmargar snasir í sama ástandi við gljúfrið í dag.““
Ferðamennska á Íslandi Justin Bieber á Íslandi Skaftárhreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37 Hegðun Bieber ekki til fyrirmyndar en myndbandið frábær landkynning Myndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið I'll Show You, sem allt var tekið upp hér á landi, hefur vakið mikla athygli síðan að það birtist á netinu í gær. 3. nóvember 2015 13:45 Justin Bieber elskar að vera einn í náttúrunni Tónleikarnir í Kórnum í gærkvöldi voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. 9. september 2016 07:15 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira
Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37
Hegðun Bieber ekki til fyrirmyndar en myndbandið frábær landkynning Myndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið I'll Show You, sem allt var tekið upp hér á landi, hefur vakið mikla athygli síðan að það birtist á netinu í gær. 3. nóvember 2015 13:45
Justin Bieber elskar að vera einn í náttúrunni Tónleikarnir í Kórnum í gærkvöldi voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. 9. september 2016 07:15