Herjólfur í lokaprófunum í Póllandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2019 11:20 Um borð í nýja Herjólfi. Sjóprófanir á ferjunni standa nú yfir í Póllandi. Mynd/Andrés Sigurðsson Starfsmenn Vegagerðarinnar fylgjast nú með lokaprófunum á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi í Póllandi. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að enn liggi þó ekki fyrir dagsetning á afhendingu ferjunnar. Skipasmíðastöðin Crist S.A. í Gdansk smíðar nýja Herjólf sem er rafknúinn. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að ekki verði ljóst hvenær ferjan verður afhent fyrr en lokasiglingaprófunum lýkur. Hraðaprófanir fara fram í dag undir vökulum augum starfsmanna Vegagerðarinnar. G. Pétur segir að menn séu ánægðir með skipið eftir því sem hann hefur heyrt og að prófanirnar gangi vel. „Þetta er gríðarlega mikill búnaður þannig að það þarf að prófa hann allan og að allt virki eins og það á að virka. Yfirleitt kemur eitthvað upp á sem þarf að lagfæra eða stilla,“ segir hann.Gætu hafið siglingar á núverandi ferju Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. sem tekur við rekstri ferjusiglinganna í lok mánaðar, segist ekki hafa fengið neina tilkynningu um hvenær nýja ferjan verður tilbúin til afhendingar. Upphaflega stóðu vonir til að hægt væri að hefja siglingar með nýju ferjunni þegar um næstu mánaðamót en skammur tími er nú til stefnu að það náist. „Við erum svo sem alveg undirbúin undir það ef til þess kemur að við hefjum bara ferjusiglingar á núverandi Herjólfi miðað við þær áætlanir sem við stilltum upp,“ segir Guðbjartur. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sjáðu myndir innan úr nýja Herjólfi Hópur um tíu Íslendinga eru nú í Póllandi þar sem þeir fylgjast með siglingarprófunum á nýja Herjólfi næstu daga. 20. febrúar 2019 20:17 Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35 Aukinn rafbúnaður í Herjólf kostar ríkið sama og fer í Borgarlínu næstu tvö ár Nýr Herjólfur kemur í vor og verður hann að mestu leyti rafknúinn. 31. janúar 2019 10:15 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Starfsmenn Vegagerðarinnar fylgjast nú með lokaprófunum á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi í Póllandi. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að enn liggi þó ekki fyrir dagsetning á afhendingu ferjunnar. Skipasmíðastöðin Crist S.A. í Gdansk smíðar nýja Herjólf sem er rafknúinn. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að ekki verði ljóst hvenær ferjan verður afhent fyrr en lokasiglingaprófunum lýkur. Hraðaprófanir fara fram í dag undir vökulum augum starfsmanna Vegagerðarinnar. G. Pétur segir að menn séu ánægðir með skipið eftir því sem hann hefur heyrt og að prófanirnar gangi vel. „Þetta er gríðarlega mikill búnaður þannig að það þarf að prófa hann allan og að allt virki eins og það á að virka. Yfirleitt kemur eitthvað upp á sem þarf að lagfæra eða stilla,“ segir hann.Gætu hafið siglingar á núverandi ferju Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. sem tekur við rekstri ferjusiglinganna í lok mánaðar, segist ekki hafa fengið neina tilkynningu um hvenær nýja ferjan verður tilbúin til afhendingar. Upphaflega stóðu vonir til að hægt væri að hefja siglingar með nýju ferjunni þegar um næstu mánaðamót en skammur tími er nú til stefnu að það náist. „Við erum svo sem alveg undirbúin undir það ef til þess kemur að við hefjum bara ferjusiglingar á núverandi Herjólfi miðað við þær áætlanir sem við stilltum upp,“ segir Guðbjartur.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sjáðu myndir innan úr nýja Herjólfi Hópur um tíu Íslendinga eru nú í Póllandi þar sem þeir fylgjast með siglingarprófunum á nýja Herjólfi næstu daga. 20. febrúar 2019 20:17 Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35 Aukinn rafbúnaður í Herjólf kostar ríkið sama og fer í Borgarlínu næstu tvö ár Nýr Herjólfur kemur í vor og verður hann að mestu leyti rafknúinn. 31. janúar 2019 10:15 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Sjáðu myndir innan úr nýja Herjólfi Hópur um tíu Íslendinga eru nú í Póllandi þar sem þeir fylgjast með siglingarprófunum á nýja Herjólfi næstu daga. 20. febrúar 2019 20:17
Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35
Aukinn rafbúnaður í Herjólf kostar ríkið sama og fer í Borgarlínu næstu tvö ár Nýr Herjólfur kemur í vor og verður hann að mestu leyti rafknúinn. 31. janúar 2019 10:15